Vikan

Tölublað

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 16
FINNAST VITSMUNA- .VERUR VIDAREN AJORDU? Rússneskir franskir og bandarfskir spurnlngunni Sovézkir stjörnufræðingar hafa skráð merki utan úr geimnum, sem gætu verið frá vitsmunaverum. Ef til vill er þetta fyrsta merki þess, að við séum ekki ein í alheiminum. Nicolas Kardachev, 33 ára gamall sovézkur stjörnu- fræðingur hefir orðið var við reglubundin merki utan úr geimnum. Athuganir fara nú fram á fyrirbærinu. O Jörðin, sem viS byggjum, er í vetrarbraut, sem er 80.000 Ijósór að þvermóli (Ijósór er sú vegalengd, sem Ijósið fer ó einu óri, en þaS fer, svo sem kunnugt er, 300.000 km. ó sekúndu, og er því vegalengd þessi 9.460.800.000.000 km.). Á himni norSurhvelsins eru þau stjörnumerki, sem hér eru sýnd á 1. mynd. Sú vetrarbraut, sem næst er, kallast Andrómeda og er í h.u.b. milljón Ijósára fjarlægS. Hún er fjarlægust af öllu, sem greint verSur með auga. En í firðsjá sést hún svo vel sem sjá má á myndinni hérna. (2. mynd). í enn meiri fjarska eru fjölmargar vetrarbraut- ir, sem ekki verða greindar nema í stærstu firð- sjá, sem til er, en hún er á Palámarfjalli í Kali- forníu. I henni fannst fyrir skömmu þessi smái bjarti depill, sem er í nákvæmlega sömu stefnu frá jörSu, sem þessi merki koma frá, sem stjörnu- fræðingar í ýmsum löndum eru nú að athuga. En bandarískir stjörnufræðingar einir geta nú sagt til um það, hve fjarlægur sá staður er héðan frá jörð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.