Vikan

Tölublað

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 18
 Nikolai Kardachev segir við fréttamenn (til hægri): „Þessi merki koma fró vitsmunaverum". FREDERIC ORDWAY: í VETRARBRAUT OKKAR ERU ÞÚSUNDIR MILLJÓNA AF SÓLUM, AÐ LÍKINDUM 150 TIL 200 MILLJARÐAR, OG AF ÞEIM GÆTU 2-3 MILLJARÐAR HAFT PLÁNETUR BYGGÐAR LIFANDI VERUM. ILYA KAZES: MEÐ LÍKINDAREIKNINGI MÁ SANNA, AÐ FULL ÁSTÆÐA SÉ TIL AÐ TRÚA ÞVÍ AÐ TIL SÉU VÍÐAR VITIBORNAR VERUR EN HÉR Á JÖRÐU. Er þessi rússneski vísindamaður einn af þeim, sem gert hafa mestu upp- götvanir allra alda? Nú snúa stjörnuathugunamenn í öllum löndum kíkj- um sínum að þessum örsmáa bletti úti í órafjarska geimsins. FINNAST VITSMUNA- .VERUR VIDAR EN AJÖRDU? komast í samband við okkur, líkt og við mundum vilja, að því er snert- ir maurana. Það er líka hugsanlegt að okkur gæti tekizt að komast í samband við þá. Til þess mundi þurfa afarsterka sendistöð, með bylgium sem líktust siónvarpsbylgium, því þær geta flutt boð um langan veg. En sá er hæng- ur á, að til þess að byggia slíka stöð mundi þurfa of fjár, ef nokkur von ætti að vera um það, að útvarpið næði til annarra hnatta. Því bylgjurnar mundu þurfa 15 ár til þess að ná til sólar (fastastiörnu), sem væri í 15 Ijósára fjarlægð (sólin er í 8 Ijós-mínútna fjarlægð, en til næstu fasta- stjörnu eru meira en 4 Ijósár). Það kynni að vera að merkin næðu til þeirra sem stæðu á svipuðu stigi og við gerum, eða á hærra stigi. En nú sem stendur eru engin tök á að reisa svo sterka stöð, sem til þarf. Bandaríkjamenn hafa gizkað á að hingað til jarðar kunni að berast í sífellu boð til okkar utan að. Þeir leituðu haustið 1960 í nokkra mánuði um allan himininn, en fundu ekki neitt og gáfust svo upp. Það er varla kominn tími til slíkra tilrauna, því til þess mundi þurfa miklu fleiri sér- menntaða stjörnufræðinga en völ er á enn sem komið er. KARDACHEV. — Það má hugsa sér að til séu þrennskonar stig menningar á öðrum hnöttum. 1) Menning sem að tækni sé álíka langt komin og okkar. 2) Menning sem kynni aS hagnýta sólarorkuna. 3) Menning sem kynni að hagnýta orku á mælikvarSa vetrarbrautar- innar. Líkindin til þess að unnt verði að komast í samband við vitsmunaverur á 1. stigi tæknimenningar eru hverfandi lítil. Orka sem nemur 4 milljörð- um kílówatta á sekúndu hverri handa öllu mannkyninu er afarmikil á okkar mælikvarða. Á mælikvarða alheimsins er þetta lítilvægt. Það er því ósennilegt með öllu, að okkur verði þess auðið að komast í samband við vitsmunaverur á þessu stigi. Þetta skýrir e.t.v. það að árangurinn af leit Bandaríkjamanna árið 1960 varð enginn. En einfaldir útreikningar sýna það, að von er um að orka sú, sem mann- kynið ræður yfir, geti aukizt mjög mikið á næstu öldum. Ef gert er ráS fyrir aS hún aukist um a.m.k. 1% (í rauninni eykst hún um 3 til 4%), mundi mannkynið eftir 3200 ár nota á sekúndu hverri jafnmikla orku sem kemur á hverri sekúndu frá sólinni. Eftir 5800 ár mundi orka sú, sem það hefði yfir að ráða jafngilda orkunni frá 100 milljörðum sólna. í stað þess skulum við snúa okkur að tæknimenningarstigi 2 og 3. Það- an mætti vel vænta merkja, sem hefðu borizt um óraleiðir. Þó að ekki væri um slíka menningu að ræða nema á einum stað í tíu milljón Ijósára fjarlægð í allar áttir, væri hægt að greina merkin með jg VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.