Vikan

Tölublað

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 21
sína og viröuleik, í baráttunni fyrir tilverunni. Hún var svo naum, aö þaö var næstum ágalli, og eyddi aldrei grænum eyri, ef hún ekki nauösynlega þurfti þess. Hún var svo varkár, aö hún hleypti sér aldrei í kringumstæður, sem hún réöi ekki auðveldlega við. Þrátt fyrir fá- tæktina og gott útlit, haföi hún hvorki safnað sér skuldum né heldur átti hún elskhuga. Hún var óþreytandi í að senda konunginum bæna- skrá eftir bænaskrá, því aö það er ekki hiö sama að biöja konunginn og að betla, heldur aöeins að krefjast þess af stjórninni, að hún sjái manni fyrir viöurværi og einnig viðeigandi stööu i lífinu. Þó hafði engri hennar umsókn verið sinnt, einkum vegna þess, hve hún var fátæk. Ef maður á örlitla peninga, gengur oftast nær betur að fá meira. — Ég ætla ekki að halda því fram, aö ég sé öörum til fyrirmyndar, sagði Francoise við Angelique. — En gleymdu því ekki, að ég hef sent, annaðhvort sjálf eða í gegnum ýmsa vini mína, sem hafa góða aðstöðu, yfir átján hundruð umsóknir til konungsins. — Þú meinar það ekki! — Og fyrir utan þessa lúsarögn, sem ég fékk fyrir stuttu síðan, hef ég ekkert fengið. En ég ætla ekki að gefast upp. Sá dagur kemur, að ég get gert eitthvað heiðarlegt og gagnlegt fyrir hans hágöfgi eða ein- hverja aðalsfjölskylduna, og það verður þá þess virði að gera það — kannske aðeins vegna þess, að slíkir hlutir eru svo óvenjulegir. — Ertu viss um, að þú sért á réttri leið? Ég hef heyrt hans hágöfgi kvarta undan því, að umsóknir og áminningar frá Madame Scarron sé að kaffæra skrifstofu hans eins og lauf að hausti til, og þú sért á góðri leið með að verða eins föst við Saint-Germain og Versali og vegg- fóðrið. Þessi athugasemd raskaði ekki rósemi Francoise. — Það eru ekki slæmar fréttir. Þvi þó að konungurinn vilji ekki viðurkenna það, er ekkert, sem veldur honum meiri ánægju en þrautseigja. Ef þú ætlar að komast áfram, verðurðu að draga að þér athygli konungsins. Það er öruggt mál. Svo ég mun áreiðanlega fá það sem ég vil. — Sem er? — Upphefð! Það var bjartur glampi í augum hennar, og hún hélt áfram með sinni þjálfuðu röddu: — Mannstu eftir þessum hlægilega spádómi, sem gamla galdrakerlingin Malvoisin, spáði fyrir okkur? Það, sem við áttum allar þrjár að verða, — Athénais de Montespan, þú og ég? Eg legg ekki á mig, hvað Malvoisin segir. öll hennar andagift kemur úr víntunnunni. Bn spádómurinn, sem ég hugsa stöðugt um, hann heyrði ég í Versölum fyrir þremur árum, og það var ungur verkamaður, sem spáði. Þú veizt, að einfalt fólk, sem vinnur með höndunum, lágstéttar- menn, sem ekki eru rangsnúnir og skældir af þessu svokallaða menn- ingarlífi, hafa stundum meira innsæi en aðrir, þessi náungi var múrara- meistari. Hann stamaði og hafði klumbufót. Dag nokkurn, þegar ég gekk framhjá kofunum, sem voru umhverfis höllina, þar sem hans há- göfgi var að láta reisa viðbótarálmu, eins og venjulega, hætti þessi drengur að vinna og kom á móti mér og bukkaði sig og beygði. Sam- verkamenn hans hlógu ekki, vegna þess að þeir vissu, að hann sér inn í framtíðina. Andlit hans ljómaði upp, þegar hann heilsaði mér, sem „æðstu konu konungdæmisins". Svo hélt hann áfram og sagði, að á staðnum þar sem við stæðum, myndi risa höll, miklu stærri og glæsi- legri en nokkur híbýli, sem við þekkjum núna, og hann sagði alla hirð- mennina myndu taka ofan hattinn og hneigja sig fyrir mér, þegar ég gengi um hana. Þegar ég er eitthvað niðurdregin, hugsa ég um þetta, og svo fer ég aftur til Versala, þar sem örlög mín liggja. Hún brosti, en dökk augu hennar ljómuðu af innri eldi. Ef annar hefði sagt þessa sögu, hefði Angelique brosað, en af því að þetta var Madame Scarron, hafði sagan djúp áhrif á hana. Nú sá hún hana í réttu ljósi —mjög metnaðargjarna og fulla af sjálfsþótta. Látlaust, auðsveipt ytra útlit hennar huldi turn af stolti og viljastyrk. — Segðu mér, sagði Angelique, — úr því að þú getur varpað ljósi á svona margt: Ég hef ekki hugmynd um, hvaða hindranir bíða mín við hirðina, en mig hefur lengi grunað, að eiginmaður minn sitji á svikráðum við mig.... — Eiginmaður þinn veit hvað fram fer, því hann hefur verið svo lengi við hirðina, en hann hefur ekki í hyggju að gera þér neitt. I fyrsta lagi ertu of falleg. — En getur það gert mér nokkuð illt? Hvern ætti það að egna til óvináttu gagnvart mér? Það eru til fallegri konur en ég, Francoise. Ekki slá mér svona barnalega gullhamra. — Það er vegna þess, að þú ert of.... of öðruvísi. — Ja, sagði Angelique næstum við sjálfa sig, — það er það, sem konungurinn sagði sjálfur. —- Þarna sérðu! Þú ert ekki aðeins ein af allra fegurstu konunum við hirðina, heldur kanntu einnig að koma fram. Frá þeirri stundu, sem þú opnar munninn, geturðu látið hvern sem er borða úr lófa þínum, vegna þess að þú ert þokkafull og skemmtileg. Og Þar að auki hefurðu Framhald á bls. 33. Vertu sæl, min vinan kær, ég veit, að guð er enginn nær. En þengli hæsta þjóna ber, þó að nísti hjarta mér. Drottinn á himnum! Voru það ekki þessar vísur, sem Cantor byrjaði að syngja fyrir drottninguna í Versölum um daginn? Ef de Lesdigui- éres hefði ekki komið til skjalanna i tæka tíð, hvað hefði þá gerzt? Það var svo sannarlega gagn að djáknanum. Ég verð að þakka honum fyrir enn einu sinni. Or liljum hvítum lúmskan vönd, lævis óf drottningar hönd. Af þeim grimma galdraseið, á gólfið brúður dáin leið. Vesalings Marie-Thérése drottning! Aldrei myndi hún geta sent keppinautum sínum eitraða blómavendi, eins og Maria af Médici hafði einu sinni gert einni af ástmeyjum Hinriks IV. Hún gat aðeins grátið og snýtt rauðu nefinu. Vesalings drottningin! 11. KAFLI Madame de Sévigné skrifaði Madame du Plessis-Belliére fréttir frá hirðinni. 1 dag opnaði konungurinn dansleik I Versölum ásamt Ma- dame de Montespan. Mademoiselle de La Valliére var þarna, en dansaði ekki. Drottningin, sem var kyrr i Saint-Germain, var gleymd.... Heimsóknir til hinnar nýju móður, sem samkvæmt venjunni voru eki leyfðar fyrr en hún hafði verið leidd í kirkju, varpaði óvenjulegri birtu á Hotel de Beautrellis. Heiðurinn, sem konungurinn og drottn- ingin sýndu þessum nýja þegn sínum, ýtti undir fyrirfólk Parísar við að heimsækja hina fögru, ungu markgreifafrú. Stolt í bragði sýndi Angelique skrín, fóðrað meö bláu satínl ísaumað með blómamynstri, sem var gjöf frá drottningunni. I skríninu var silfurofið klæði og tvö skarlatsklæði, skikkja úr bláu silkilérefti og barnaföt úr fíngerðu efni, útsaumaðar barnahúfur og blómskreyttir smekkir. Konungurinn hafði sent tvo silfurbakka, skreytta með dýrum steinum, fulla af möndlum, Monsieur de Gesvres, háyfirþjónninn sjálfur, færði ungu móðurinni gjafir kóngafólksins, ásamt frómum óskum þess. Þótt þessar gjafir vektu mikla athygli, voru þær ekki annað en það sem eiginkona mar- skálks Frakklands átti skilið. En þetta var nóg, til að dreifa eins og eldi i sinu, þeim orðrómi, að Madame du Plessis-Belliére hefði öll tök á hjarta konungsins. Illar tungur gengu jafnvel svo langt að hvisla, að i æðum litlu brúðunnar, sem hvíldi á rauðri flauelssessu í vöggu sinni rynni blóð Hinriks IV. Angelique yppti öxlum við þessum orðrómi. Bjánalegt fólk, en leið- inlegt eigi að síður. Það var stöðugur straumur þess í svefnherbergi hennar. Mörg andlit, sem hún hafði næstum gleymt, skutust þar upp. Til dæmis kom Hortense systir hennar með allan afkomendaklasann á eftir sér. Hún reis stöðugt í tign meðal miðstéttanna, og lét þetta tækifæri ekki framhjá sér fara, til að láta á Því bera, að hún ætti ætt- ingja, sem var ekki minna í sviðsljósinu en Marquise du Plessis-Belliére. Madame Scarron kom einnig. Af tilviljun var Angelique alein, svo þær gátu talað saman í næði. Unga ekkjan var alltaf þægilegur félags- skapur. Hún var jafnlynd og virtist upp úr því vaxin að kvarta eða nöldra. Hún var hvorki öfundsjúk út í aðra né talaði illa um þá. Meðan þær töluðu saman, hugsaði Angelique á þá leið, að Francoise væri í þessum kröggum vegna þess, að hún hélt dauðahaldi bæði í dyggð

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.