Vikan

Tölublað

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 23
þau ákveðið að hefjast handa um málsókn. Ritstjórn Spiegels mun leggja fram þó nokkuð safn af úrklippum úr Vestur-Þýzkum blöðum til þess að sanna, að efn- ið í báðum greinunum hafi fyrir löngu birtzt í öðrum tímaritum. Brezkur ofursti hefur verið ráð- inn til þess að skera úr, hvort tímaritið hefur í raun og veru ljóstrað upp hernaðarleyndar- málum. Einnig heldur verjand- inn því fram, að stöðvun tíma- ritsins sé brot á ritfrelsi. Réttar- höldin byrja ekki fyrr en næsta ár. Nýr borgarbíll ffrá Rinln- ffarSna I 35 ár hefur Battista Finin- farina staðið einna fremst í heimi varðandi framfarir í bíia- iðnaðinum. Frá verksmiðju hans á Norður-Ítalíu, sem um þessar mundir hefur átta hundruð manns á sínum snærum, hafa komið hugmyndimar að glæsi- legum bifreiðum, sem nú aka á vegum úti um víða veröld. T.d. Fiat, Lancia, Ferrari, Peugoet, svo að nokkuð sé nefnt. Auk þess að standa mjög framarlega í teiknun sérsmíðaðra bifreiða, hefur honum einnig tekizt mjög vel upp með eigin hugmyndir af bifreiðum. Hver sem er, sé hann loðinn um lófana, getur pantað sér glæsilega modelbifreið hjá þessum sjötuga bifreiðateiknara. í raun og veru heitir hann Far- ina, en í æsku var hann kallaður Pinin, sem þýðir sá litli og árið 1961 fékk hann til þess leyfi hjá forseta ítalíu að kalla sig Pinin- farina, því að honum fannst það hljóma betur. Nýlega, er Pininfarina var staddar í Stokkhólmi, gerði hann það heyrum kunnt, að hann ætl- aði sér að koma á fót eigin bíla- verksmiðju, en til þessa hefur hann einkum teiknað bíla. En núna, á efri árum gerir hann áætlanir um framtíðina. Hann hefur sannfært heiminn um það, að nú sé um að ræða nýja teg- und af bifreiðum. Hann segir, að í rúm sextíu ár liafi bifreiðin lítið sem ekkert breytzt að útliti en hann álítur, að eftir tíu til fimmtán ár getum við ekið í tví- hjóla farartækjum og jafnvel svifið um í Ioftinu án nokkurra hjóla. Hans eigið framlag til kom- andi tíma er borgarbíllinn, sem nú þegar er tilbúinn til fjölda- framleiðslu. Pininfarina segir, að göturnar séu að verða alltof þröngar fyrir hinar venjulegu bifreiðir og hann heldur því fram, að eftir nokkurt árabil verði bíla- kostur tvenns konar, annars veg- ar borgarbíllinn, hins vegar Iang- ferðabíllinn. En Pininfarina hef- ur aðeins áhuga á borgarbílnum, hann er hans keppikefli. Bíla- model Pininfarina eru minni en öll venjuleg nútíma farartæki á Bráðum verða ölþambararnir að láta sér nægja minni skammt. Mllurnar hverfa Fyrir nokkru síðan birtist svo- hljóðandi frétt á forsíðu eins af dagblöðunum í London: Megin- landið er einangrað frá Englandi. Það var ekki talað um, að Eng- land væri einangrað frá Megin- landinu. Svona er brezkur hugs- unarháttur, sem hefur verið við lýði, síðan þeir réðu yfir heims- höfunum sjö. En nú er nýtt uppi á teningn- um. Verzlunarmálaráðherrann lét nýlega hafa það eftir sér, að ríkisstjórnin ætlaði smátt og smátt að innleiða metrakerfið í Bretlandi. Það hefur það í för með sér, að hinar gömlu og hjart- fólgnu mílur, yardar, fet og þuml- ungar munu hverfa einhvern góðan veðurdag, alveg eins og stones, pund og únsur verða að víkja fyrir kílógrömmum, tonn- um og grömmum. Og allt bendir til þess, að myntkerfið eigi ekki langa lífdaga framundan, enda mun það eitthvert það erfiðasta í heimi. Til dæmis er 21 shill- ingur í mynt, sem er nefnd guinea, 20 shillingar í pundinu og 12 pence í shillingnum. Þetta kemur til með að víkja úr vegi fyrir tugakerfinu. Þá mun tími vera til kominn að leysa Fahren- heit af og taka Celsíus í stað- inn, en eftir hitamælum Eng- lendinga sýður tevatnið við 212 gráður og frýs við 32. Þessi nýbreytni á eftir að valda miklum erfiðleikum og orsaka höfuðverk. Ölþambararnir á knæpunum eru orðnir vanir að biðja um 1 pint (0,57 lítr.), en nú verða þeir að láta sér nægja að fá hálfan líter. En fyrir ferða- menn verður þetta mikil bót, t.d. við afgreiðslu á benzíni. f dag láta þeir fylla tankinn af benzíni, sem er mælt í gallonum, en í hverju galloni eru 4,55 1. Svo fá þeir reikninginn, sem hljóðar upp á 2/15/11. Og það þýðir ekkert að ætla sér að taka upp blað og blýant, því að næsti bíll bíður eftir afgreiðslu. Það, sem vakir fyrir stjórninni, er að minnka erfiðleikana og skriffinnskuna við útflutninginn. En milljónir Englendinga eru felmtri slegnir yfir „byltingunni", sérlega þegar tóbaksbréf, sem áður vó eina únsu, vegur nú allt í einu 28,35 grömm. Hvenær þetta skipulag kemst á, veit enginn ennþá. En innan ríkisstjórnarinnar álíta menn, að hugtakið „smátt og smátt“ þýði í náinni framtíð eða innan tíu ára. fjórum hjólum, minni en Fiat, sem er aðeins 297 cm. á lengd. Borgarbíll Pininfarinas er litlu hærri en barnavagn, en þrátt fyr- ir þetta litla rými geta þó fjórir menn auðveldlega setið í honum, og þar að auki er hann útbúinn með höfuðpúðum. Það er gott út- sýni úr honum í allar áttir, og auðvelt er að komast inn og út úr honum. Pininferina hefur búið menn undir það, að borgarbillinn gangi ekki í augun við fyrstu sýn, mörgum finnist hann jafnvel hræðilegur. En hvað um það, Pininfarina hefur á honum trölla- trú og segir að fyrsti bíllinn ætti að seljast fegurstu konunni í hverju landi og þá muni hann heldur betur slá í gegn. Pininfarina hefur teiknað mjög margt vinsæla bíla — og allir hans bílar eru vinsælir. Hér eru tveir, sem bera hans handbragð: BMC 1100 og Peugeot 404 — hvort tveggja ljómandi farar- tæki.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.