Vikan

Tölublað

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 25

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 25
SSVEITIRNAR sem lágu í Yagachi-flóa. Enginn þessara manna komst lífs af. I flug- vélunum voru engar talstöðvar og frá því augnabliki, sem flugvélarn- ar hófu sig á loft, var dauðinn eini fylgdarmaður flugmannanna. Afleiðingar þessara árása voru miklar. 28 flotadeildum var sökkt og aðrar 225 biðu mikið tjón. En samt sem áður komu þessar lífs- fórnir hinna iapönsku flugmanna að litlu haldi. Lið Bandamanna hélt áfram að ganga á land á hinni stóru eyju. Jin höfuðsmaður segir, hvernig stóð á því, að sveitir siálfsmorðs- flugmannanna voru stofnaðar. í lok stríðsins 22. sept. stjórnaði Usaburo undirforingi árás 15 Zero flugvéla gegn hinum bandarísku flugvéla- móðurskipum, sem réðust á birgða- stöðvar Japana í Manilla. Zero- flugvélarnar voru orrustuflugvélar, sem flutt gátu með sér eina 250 kg. sprengiu og tvær 60 kg. Þegar varpa átti sprengiunum úr eitt til tvö þúsund metra hæð niður á skip á ferð og undir diöfullegum loft- varnareldi var það nánast sagt til- viljun, ef maður hitti í mark. Þess vegna datt nokkrum herforingjum í hug að koma á fót sérstökum sveitum flugmanna, sem fúsir voru að fórna lífinu með því að fljúga beint á markið. Japönum var Ijóst, að flugvélar þeirra gætu á engan hátt staðizt samanburð við flug- vélar Bandarikjamanna og sáu því aðeins þá einu leið að senda menn með sprengiefni beint á óvinaskip- in. Margir herforingjar voru andvíg- ir þvi, að flugmennirnir væru send- ir svo beint út í opinn dauðann. Styrjaldir kosta yfirleitt mörg mannslíf, en sjaldan er það svo, að menn leggi til orrustu í öruggri vissu um það að eiga einskis ann- ars úrkostar en dauðann. En öllum mótmælum var vísað á bug og eftir orrustuna við Filippseyjar gaf yfir- sjórn hersins út þá tilkynningu að sveitir sjálfsmorðsflugmanna skyldu stofnaðar. Ungir menn í meiri hluta. Það voru margir, sem gáfu sig fram. Fyrstu sjálfboðaliðarnir voru flugmenn úr sjó- eða loftvarnalið- inu. Flestir voru þeir stúdentar, sem höfðu hætt riámi 16 — 17 ára til þess að bjóða sig fram til herþjón- ustu. Þjálfun sjálfsmorðsflugmann- anna varð að taka stuttan tíma, því að stríðið var í algleymingi og Japanir óttuðust innrás á landsvæði sitt. Kennslustundirnar voru ekki fleiri en 14 — 15, en það varð að nægja. Sjálfsmorðsflugmaður átti aldrei að skjóta á óvinaflugvél, heldur einungis að stýra flugvél sinni á móti óvinaskipi. Þess vegna lærðu þeir aðeins að hefja sig til flugs og stjórna flugvélunum, sem ein- faldar voru í sniðum. Þeim var ekki kennt að lenda vélunum, þess þurfti ekki með, því að þeir áttu aldrei afturkvæmt úr för sinni. Á einkennisbúninga sjálfsmorðs- flugmannanna voru saumuð ýmis merki, sem gáfu til kynna í hvaða deild þeir voru. Fjölskyldur þeirra voru heiðraðar á margan hátt, þær fengu rikulega skammta af mat- vörum og fengu beztu sætin við opinber hátíðahöld. Sjálfboðaliðarn- ir voru ungir menn, sem höfðu gert sér fulla grein fyrir, hvað þeir gerðu og skildu að stríðið mundi enda með skelfingu. Einn af hinum fyrstu sjálfsmorðs- flugmönnum, sem lét lífið var for- ingi í fótboltaliði háskóla nokkurs. Það, sem hann sagði áður en hann dó varð nokkurs konar tákn fyrir hina sjálfboðaliðana: ,,Það er viss upphefð í því að geysast á móti óvinunum, þótt maður gráti, þótt maður sé hræddur við að deyja". En brátt kom í Ijós, að ýmsir van- kantar voru á þessu skipulagi. Loft- varnarlið óvinanna skaut niður meiri hlutann af sjálfsmorðsflug- mönnunum, sem sendir voru til ár- ásar, áður en þeim tókst að kom- ast að flotanum. Mesta vandamál- ið var tíminn, sem skyldi vera til árásar og hvaðan átti að leggja til atlögu. Það heppnaðist engin af þeim árásum, sem gerðar voru um hábjartan daginn. Við misstum margar flugvélar án þess að við hefðum nokkuð gagn af. Þess vegna gerðum við árásir á tveim mismun- andi tímum, annars vegar í daufri morgunskímunni og hins vegar i niðamyrkrinu um kvöldð. Þar að auki komumst við að raun um, að skipin máttu í mesta lagi vera I fjarlægðinni 40 — 50 km. frá landi, svo að flugvélarnar gætu skyndi- lega birzt yfir marki sínu. Ef flug- vélarnar höfðu lengri leið að fara þá sáust þær í ratsjám Bandaríkja- manna, svo að skipin voru tilbúin að leggja til atlögu, þegar flugvél- arnar komu í Ijós. Það var líka mragt annað, sem við urðum að læra af reynslunni. Þetta var algjör nýjung og við vissum ekki, hvernig þetta varð bezt framkvæmt. Áttu sjálfsmorðsflugmennirnir kannski að fljúga beint yfir ströndina eða áttu þeir að steypa sér yfir bráð sína eins og fálkar Yfirnáttúrulegar verur. Það er óhugnanlegt, að verða að segja þetta, en áður en við lærðum þessa árásaraðferð voru sjálfsmorðsflugmennirnir skotnir Framhald á bls. 39. Tveir ungir japanskir sjálfsmorðsflugmenn skoða japanskan fána, sem félagar þeirra hafa skrif- að á síðustu orðsendingar sínar, rétt áður en þeir stíga um borð í flugvélar sinar, og halda upp í ferðina, sem þeiri eiga áreiðanlega ekki afturkvæmt úr. ENGINN KOMST LÍFS AF. f FLUGVÉLUNUM VORU ENG- AR TALSTÖÐVAR, 0G FRÁ ÞEIRRI STUNDU, ER FLUG- VÉLARNAR HÓFU SIG Á LOFT, VAR DAUÐINN EINI FYLGDARMAÐUR FLUG- MANNANNA. Sex sjálfsmorðsvélar steyptu sér niður á ameríska skipið „Newcomb", þar sem skipið var statt úti fyrir Okinawa. Næstum öil áhöfn skipsins fórst, en skipið sökk ekki. VIKAN 36. tbl. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.