Vikan

Tölublað

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 31
Endurfundir Framhald af bls. 13. hennar voru eins og venjulega, sam- bland af gleði og eftirvæntingu, en hún fann líka til einhverrar hræðslu, eins og alltaf, þegar hún var með Peter. Hún horfði á hann þar sem hann stóð og virti fyrir sér sólina, sem var að hverfa bak við greni- skóginn, hinum megin við vatnið. Allt í einu sneri hann sér að henni. — Hvað eigum við að gera, Eliza- beth . . . ? Fyrst ætlaði hún að slá þessu upp í grín, en gat ekki fundið nokk- ur orð, svo að hún sagði bara: — Ég veit ekki, Peter, ég veit það ekki. — Svo, allt í einu brauzt það út sem að hún var búin að byrgja inni í öll þessi ár og hún sagði æst: — Hversvegna giftist þú Harriet? Hann yppti öxlum. — Mér geðj- aðist að henni. — Og pabbi hennar var ríkur . . . — En þú elskaðir mig! — O, nei, ég elskaði þig ekki, ekki frekar en Harriet. Hann leit á hana með einkennilegu brosi. — Ég veit að þú hefir varðveitt þann draum í öll þessi ár, og mér þykir fyrir því að ræna þeirri draummynd frá þér. En ég elskaði þig ekki þá. Þú varst alltof barnaleg og óreynd! Hægt og varlega, óendanlega innilega, tók hann hana f faðm sinn, svo að hver taug hennar titraði í eftirvæntingu eftir kossum hans. Og þegar að varir þeirra mættust, breyttist þessi sólgyllti dagur í æs- andi, ástríðufullan storm. Svo horfði hann undrandi á hana. — Þú hefir breytzt meira en ég hefði nokkru sinni trúað að væri mögu- legt, sagði hann lágt. Hún titraði eftir kossa hans. En hún fann ekki til sektarmeðvitundar, að- eins til einhverrar svimandi tilfinn- ingar, sem var sterkari en allt ann- að. Hann vafði hana fastar að sér og hún hugsaði með sjálfri sér, hvort að hann vissi í raun og veru, hve mikil áhrif hann hefði á hana. — Einu sinni var hér Ktið veit- ingahús, sagði hann hugsandi. — Nær ströndinni. Getum við ekki far- ið þangað um næstu helgi? Hún heyrði sjálfa sig svara: — Simon fer til Manchester á föstudaginn. Hann ætlar að vera þar í fimm daga. Ég gæti sent Lucy til systur minnar. Tveim dögum síðar kvaddi Simon hana með kossi í anddyrinu. Þegar að hann sneri sér við til að ná í töskuna sina, sagði hann glaðlega: — Skilaðu kveðju til Lucy og segðu henni að hún fái pakka frá Man- chester, ef að hún er þæg, meðan ég er í burtu! Varir hennar brostu, en innra með sér bað hún: — Taktu mig með þér, eða segðu að minnsta kosti að þú elskir mig og þarfnist mín! En hann klappaði henni aðeins á kinnina. — Passaðu nú vel sjálfa þig, meðan ég er í burtu. — Svo heyrði hún hann flýta sér niður tröppurnar. . . Þegar Peter sótti hana, var hún þögul og alvarleg. En hann sagði ekki neitt, lagði bara rólega hönd sína yfir hennar. Eftir stundarkorn spurði hann: — Er Lucy farin til systur þinnar og Simon til Manchester? Hún kinnkaði kolli. — Vertu ekki óróleg, sagði hann. Veitingahúsið var skemmtilega gamaldags að utan, með hálmþaki og vafið klifurplöntum upp undir þakbrún. En innan dyra var allt ósköp hrörlegt. Maturinn var aðeins í meðallagi og þegar að þjónninn kom með hálf- volgt kaffi, sagði Peter ergilegur: — Ég hefði átt að fara hingað áður en að ég pantaði, þetta var allt öðru vfsi fyrir nokkrum árum. — En það er enginn annar stað- ur á fleiri mílna svæði, sagði hún þreytulega. Hann sá að hún var óróleg og VIKAN 36. tbl. HVAR KAUPIÐ ÞÉR FALLEGRA SÓFASETT? FÆST AÐEINS f „SKEIFUNNI" KJÖRGARÐI NÝJUNG r SVEFNSÓFUM. FULLKOMIÐ TVEGGJAMANNA RÚM AÐ NÓTTU - STOFUPRÝÐI A DAGINN □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ □□□'□□□□□□□□□.□□□□□□□□□□ Símar 16975 og 18580. □ □ □□□□ □ □□□□ □ □□□□ □ □□□□ □ □□□□ □ □□□□ □ □□□□ □ □□□□ □ □ □ □□□□ □ □□□□ □ □□□'□ □ □□□□ □ □□□□ □ □□□□ □ □□□□ □ □ □□□□ □ □□□□ □ □□□□ □ □□□□ □ □□□□ □ □□□□ □ □□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□Q □□□□□□□

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.