Vikan

Tölublað

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 39

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 39
Toni gefur fjölbreytileika Sama stúlkan. Sama permanentið. Ólíkt útlit TONI lífgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleift að leggja og greiða hár yðar hvernig sem þér óskið. Heldur lagningunni. Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem er. Hér eru þrjár ólíkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér getið greitt yður á tugi mismunandi vegu. Utn Toni — Aðeins Toni hefur tilbúinn bindivökva. Engin fyrirhöfn. Tilbúið til notkunar í handhægri plastik flösku. Vefjið aðeins hárið upp á spólurnar og þrýstið bindivökvanum í hvern lokk. þér munið öðlast fullkomið Toni. Engar krullur. Engir stífir broddar. Toni gerir hár yðar mjúkt og skínandi. Auðveldar hárgreiðsluna. Reynið Toni. Sjálfsmorgssveitirnar Framhald af bls. 25. niður hundruðum saman í fyrsta skipti, sem þeir reyndu. Margir þeirra steyptust lóðrétt niður í haf- ið við hliðina á takmarki sínu. Okk- ur skildist, að það var næstum óger- legt að hitta á skip með því að steypast beint á það. Þess- vegna gaf ég fyrirskipanir um það, hvern- ig haga skyldi árásinni en náttúr- lega varð hver flugmaður á síðustu stundu að gera það, sem hann áleit réttast. Samt sem áður hafði ég fundið herkænskubragð þess eðlis að koma niður í um það bil 50 gráðu horni með tilliti til sjóndeildarhringsins og reyna að hitta á þilfar skipsins eða loftkrana móðurskipsins til að gera sem mest tjón og auðið varð. í allt var tala sjálfboðaliðanna um það bil 4.500 manns. Af þeim fórust 2.000 í árásum, en aðeins 473 heppnaðist að hitta bandaríska flotann. Sjálfsmorðsflugmönnunum heppnaðist að sökkva 45 óvinaskip- um og einnig löskuðu þeir nokkur hundruða alvarlega. Hinir 200 voru annað hvort skotnir niður eða steyptust í hafið áður en þeir náðu marki sínu. Það voru sem sagt 2000 sjálfs- morðsflugmenn, sem aldrei fengu tækifæri að taka þátt í sjálfsmorðs- flugi og núna búa þeir í Japan. En enginn þeirra er hróðugur yfir því að hafa verið sjálfsmorðsflugmað- ur. Þeim finnst öllum, að það hafi verið lítillækkun fyrir þá að hafa ekki getað fórnað lífinu fyrir ætt- jörðina. Af hreinni tilviljun hitti ég einn þeirra fyrir skömmu. Hann heitir Kamuri Ishimoto, fyrrverandi sjálfs- morðsflugmaður, nú iðnaðarmaður. Hann er lágur vexti og ber falleg gleraugu en á engan hátt er hann frábrugðinn þeim þúsundum manna, sem dag hvern ganga um götur Tokyoborgar. Hann bauð sig fram sem sjálf- boðaliði ári fyrir stríðslok og átti að taka þátt í árás 18. ágúst, en þrem dögum áður lýsti Japanskeis- ari því yfir, að landið hefði gefizt upp. Hann sagði mér ýmislegt frá lífi sínu sem sjálfsmorðsflugmanns. Ég var tuttugu og eins árs, þeg- ar ég bauð mig fram af frjálsum og fúsum vilja. Áður en ég yfirgaf húsið þar sem ég var fæddur og uppalinn, kvaddi ég móður mína og hún laut mér hljóð án þess að fella tár. Þegar ég var farinn, lok- aði hún sig inni og grét vikum sam- an. Ég og hinir sjálfsmorðsflug- mennirnir lifðum eins og í klaustri. Við urðum að einbeita okkur af öll- um kröftum og-reyna að rjúfa tengsl okkar við lífið. Einkennisbúningarn- ir okkar voru nálega eins og hinna flugmannanna, en hvíti borðinn og merkin auðkenndu okkur frá hin- um. Á götunum litu konurnar á okkur sem við værum yfirnáttúru- legar verur. Ég hafði ekki lengur samband við fjölskyldu mína og skrifaði engum. Það er ekki einu sinni hægt að segja, að ég hafi ver- ið reiðubúinn til að deyja, því að ég var þegar dáinn. Þegar ég heyrði yfirlýsingu keis- ara'ns 15. ágúst var ég sem þrumu lostinn. Ég átti um tvennt að velja. Annars vegar taka af mér hvita borðann og snúa aftur til hins dag- lega lífs, hins vegar fremja sjálfs- morð með kviðristu. Þá gerðist nokkuð undarlegt, sem ég viðurkenni nú í fyrsta sinn. Ég komst að raun um að ég var ánægð- ur yfir því að þurfa ekki að deyja. En hvað ég skammaðist mín. Margir frömdu sjálfsmorð. Kamuri Ishimoto er þögull um stund, síðan segir hann við mig: Þér haldið kannski, að ég sem sjálfsmorðsflugmaður, sem átti skammt eftir ólifað, hafi óttazt dauðann. Nei, því var alls ekki þannig varið. Sá sem hefur verið dáinn er alls ekki hræddur við að deyja aftur. En mér fannst ég skyndilega vaknaður til lífsins á ný og ég fann að ég hafði ekkert á móti því að lifa lengur. Sársauk- inn yfir fórn þeirri, sem ég gat VIKAN 36. tW. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.