Vikan

Tölublað

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 41
útvarpssendistöðvar (af þeim 471 sem fundnar eru). Utvarpssendistöð er kallaður sá staður á himni, sem frá berast bylgj- ur sem hafa bylgjulengdir útvarps, á sambærilegan hátt og stjarna sendir Ijósbylgjur um geiminn. KAZES. — Áætlanir um athuganir á þessum stöðvum eru gerðar með íilliti til þessara „heitu bletta", sem við svo köllum, og einkum er þeim ætlað að ákvarða samhæfingu og mæla magn bylgnanna. Við höf- um til þess línurit í sambandi við móttökutækið, og því örar sem prentast á línuritið, því nákvæmar má ætla að móttökutækinu sé mið- að að upphafsstað bylgnanna. Hafa franskir stjörnu- fræðingar líka athugað CTA 102? KAZES. — Nú eru 8 mánuðir síðan franskir útvarpsstjörnufræðingar byrjuðu að skoða CTA 102 í út- varpsfirðsjánni í Nancay. Athugan- ir hafa verið gerðar á bylgjum með 13 til 21 cm. bylgjulengd. Sending- arnar eru skýrastar á 20 cm, bylgju- lengd og þar í nánd, en miklu ó- skýrari á styttri bylgjulengdum. Það einkennir CTA 102 hve lítil hún virðist vera um sig. Enskir vís- indamenn hafa mælt þvermálið, og reyndist það vera jafnt eða minna en 0,4 sek. Vísindamenn við Palomar hafa nýlega fundið að nákvæmlega þarna á þessum stað, er sýnilegan hnött að finna. Hvaða land er lengst komið í stjörnufræði? DENISSE. — í rannsóknum á hinu ómælanlega djúpi geimsins eru LAUGAVEGI 59..slmi 18478 Bandaríkjamenn mjög langt á undan, en Frakkland og Rúss- land standa jafnfætis. Ég komst að því þegar ég fór þangað fyr- ir skömmu. Bandaríkin eiga beztu firðsjána, og er hún á Palomar og er 5 m. að þvermáli. Rússar eiga firðsjá sem er 2,50 m., Frakkar eina sem er 2 m. I undirbúningi er að gera firðsjá, sem verði 3,50 m., og verð- ur hún að líkindum sett upp í Brian- on (og áætlað að hún muni kosta 5 mlljarða gullfranka). En af útvarpsfirðsjám er hin bezta í Ástralíu og er 66 m. að þvermáli, og er minni en aðrar, en meðfæri- legri og nákvæmari. Sú sem Jodrell Bank hefur, er 75 m. að þvermáli. Spegillinn í Aricibo í Porto Rico er enn stærri, hann er 300 m. að þver- máli, en nær ekki til annars en hvirfilpunkts á himni (zenith og þar umhverfis). Sú sem er í Nancay er stærri en hin ástralska en tæplega jafn nákvæm. Rússar eiga í Lenin- grad stöð sem er álíka og sú í Nancay. En hún er gerð með það fyrir augum að lesa á hana stutt- bylgjusendingar, en sú sem í Nan- cay er, á að lesa úr löngum bylgj- um og meðallagi löngum. Þetta er þegjandi samkomulag milli Rússa og okkar. Milli okkar stjörnufræð- inga er engin metingur, af hvaða þjóðerni sem við annars erum. Hvenær verður hægt að segja til um það með fullri vissu, hvar útvarp þetta sé upp- runnið, og hvernig á því standi? MARTINOV. — Hvernig sem á send- ingunum frá CTA 102 annars stend- ur, mun þetta hafa hin gagnmerk- ustu áhrif á þróun stjörnufræðinn- ar. Við munum halda rannsóknum áfram, og við ætlum að hafa sam- starf við erlenda vtsindamenn, eink- um franska, bandaríska, ástralska og enska, og mun ekkert verða því til fyrirstöðu. Á næstunni munum við snúa okk- ur að rannsóknum á CTA 102 því það er áríðandi að vita hvort fram- hald verður á hinu jafna millibili milli sendinga. Ég hef gert áætlanir. Áður en þær eru til lykta leiddar mun líða nokkur tími. Ég býst við að ekki þurfi til þess nema sex mánuði. ★ Hvað veizt þú um Vietnam? Framhald af bls. 27. rétt „hjálparhönd". Annars munu Kínverjar, bæði af hernaðarlegum ástæðum, svo og innanríkispólitísk- um og efnahagslegum, reyna að ÞIÐ ættað að segja mömmu og pabba frá nýju fallegu VISCOSE peysunum sem fást í VÖRÐUNNI á Eauga- veginum. Þessar fallegu peysur eru prjonaðar ur VISCOSE styrktu ullar- garni, og eru því miklu endingarbetri en aðrar ullar- peysur á markaðnum. -0- Þið vitið að mamma er alltaf vön að kaupa það sem best er og ódýrast, þess vegna skuluð þið segja henni það, að VISCOSE peysur'nar eru þriðjungi ódýrari en aðrar sambærilegar ullar-peysur. -0- VISCÖSE peysurnar eru fyrirliggjandi í fallegum og "praktískum litum, og eru sérlega hentugar skólapeysur Verzlunin VARÐANW LfíUOifíRVEGI 60, SÍM! 1903Í Alltaf eitthvað nýtt af gleraugna umgjörðum fyrir konur, karla og börn. Reynið lituð gler með sérstökum styrkleika fyrir vinnu, bíó og sjón- varp. TÖKUM VIÐ RECEPT- UM FRÁ ÖLLUM AU GNLÆKNUM Fljót og góð afgreiðsla. Gierau Laugavegi 4 qnabúðin F— Sími 11945. VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.