Vikan

Tölublað

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 46

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 46
Það ætti að vera kominn tími til að reyna cað nó blettum sumarsins úr fötunum, en á engum öðrum órstíma verða fötin jafnblettótt. Það þarf ekki annað en rifja upp tjaldtúr eða næstismóltíð undir berum himni til að gera sér það Ijóst. Við þær kringumstæður þarf ekki mikið til að fiaska velti um, tómatsneið detti af brauðsneið- inni ofan á pilsið eða grasið nuddist í fötin. Þeir, sem dytta að sumarbústaðnum eða bótnum, fara heldur ekki varhluta af blettum sumarsins, því að málning, lakk og tjara klínist oft í fötin, og þannig mætti lengi telja. Margir álíta, að óhætt sé og jafnvel öruggast að reyna að ná blettum af með vatni í byrjun áður en önnur efni eru reynd, en það er misskilningur. Sumir blettir festast enn betur sé vatn sett á þá, og það er þess vegna áríðandi að reyna að muna hvers eðlis bletturinn sé og nota þá viðeigandi hreinsiefni. Rétt er að nudda fyrst með því efni, sem þið hafið ákveð- ið að hreinsa með, innan á saum á röngunni, til þess að fullvssa sig um að tauið þoli efnið. Snúum okkur þá að aðferðinni við að ná ýmis konar blettum úr fatnaði. GRASBLETTIR GRASBLETTIR, eöa blaögrænublettir fara bezt úr viökvcemum efn- um meö því aö láta glys- erín liggja á blettinum í 10 mín. og þvoiö svo af meö volgu vatni. Sé efniö litegta má nota spritt eöa blöndu af spritti, salmíakspíritusi og volgu vatni, þannig aö einn hluti af hvoru, sprittinu og salmíak- spíritusnum komi á móti þremur til fjórum hlut- um af vatninu. Þaö er ákaflega erfitt aö ná blaögrænu úr nœlon-og orlonefnum og oft ó- mögulegt. ÁVAXTABLETTIR Á V AXTABLETTIR geta veriö tvenns konar, rauöir og Ijósir. Hafi rauöu ávaxtablettirnir þorn- aö í efniö eru þeir lagöir í blöndu af 3% vatnsefn- issýringi og fáum dropum af salmíakspíritus, en til þess aö þola þá aöferö þurfa efnin aö vera hvít. Á mislit og viökvæm efni er bletturinn vætt- ur meö glyserini, sem þvegiö er af eftir stundar- fjóröung. Séu blettirnir Ijósir, en dökkni vegna áhrifa loftsins, má reyna meö góöu sápuvatni, en séu þeir gamlir og fastir á aö nota sömu aö- ferö og viö rauöu blett'ina. Þó gildir þaö um þessa bletti, aö hægt er aö losna viö þá aö fúllu, sé munn- vatn sett á þá um leiö og þeir koma — en þaö er bara ekki alltaf, sem þeir uppgötvast svo fljótt. ÍSBLETTIR lSBLETTIR fara úr meö vatni séu þeir þvegnir strax, en ann- ars veröur aö hreinsa þá fyrst meö tetra- klórkolefni. Líka má blanda 1 tsk. af burls í 1 bolla af volgu vatni og þvo blettinn meö því, en öll mis- iit efni þola ekki þá aöferö. Ágætt getur líka veriö aö þvo fit- una fyrst úr með bensíni og skola á eftir. KAFFIBLETTIR KAFFIBLETTIR nást oft vel úr meö því aö hella sjóöandi vatni í gegnum þá, en til þess þurfa blettirnir hélzt aö vera nýir. Séu þeir gamlir, veröur aö nudda þá upp úr glyserín'i eöa ef þeir eru mjög fastir, láta glyseríniö liggja á í j tíma eöa lengur og þvo þaö svo úr. Bletti af FlFLAMJÖLK má taka meö bensól (steinkolsnafta) sé efniö litegta, en reyna meö glyseríni, sem látiö er liggja í nokkra tíma, sé efniö viö- kvæmt. GlyseríniÖ er svo þvegiö úr á eftir. TÓMATBLETTIR og BERJABLETTIR fara nýir úr meö volgu vatni, en þurrir nást þeir úr meö glyseríni, sem þvegiö sr úr á eftir. Sítrónusafi tekur ágætlega nýja krœkiberjabletti. KÖKA-KÖLABLETTIR fara meö sjóöandi vatni, á þeim efn- •im, sem þola þaö. Annars má reyna aö ná þeim á sama hátt ~>g kaffiblettum. TYGGIGÚMMlBLETTIR fara meö bensól, en ágætt ráö er aö setja flikina í frystinn í ísskápnum dálitla stund (hafa plast- poka utan um) og láta hann kólna vel. Þá er œuövelt aö skafa gúmmiiö burt. Sé flíkin of fyrirferöarmikil í skápinn, má nudda blettinn meö ísmolum þar til hann er káldur og harö- ur og losnar frá. SVITABLETTIR geta upplitaö flík'ina og viö því er lítiö hægt aö gera. Hvítir hringir kringum svitabletti á dökku efni fara meö volgu vatni meö nokkrum salmíaksdropum í. Bláir svita- blettir á rauöu efni lagast meö þvi aö nudda þá meö ediks- blöndu, en rauöir flekkir á bláum kjól meö því aö halda Jieim yfir opinni salmíakflösku, en láta þá ekki blotna. Blettir í mjög viökvæmum efnum eru þaktir meö þykku lagi af magn- esíu, sem svo er burstuö úr á eftir. Blettir af MÁLNINGU, FERNIS, TJÖRU, ASFALTI og HARPIS. Málningarblettir hreinsaöir meö terpentinu, stein- olíu, tetraklórefni og bensíni. Gamlir blettir í viökvæmum efnum vœttir meö terpentínu og síöan fullhreinsaöir meö bensíni. Á grófum vinnufatnaöi má láta grænsápu liggja á nokkurn tíma og blettirnir síöan skafnir af og svo þvegnir úr volgu vatni. Plastmálning og gúmmímálning fer af meö vatrti, sé hún hreinsuö strax, annars ALLS EKKI. Fernis og harpix hreinsaö meö bensóli eöa terpentínu, eöa grœnsápu látin liggja á, eins og viö málningábletti. Tjara fer ný úr meö bensóli eöa bensíni, en á þurra bletti þarf aö bera smjör, sem látiö er liggja á í nokkra tíma, og blettur'inn síöan hreinsaöur eins og nýir blettir. Sama gildir um asfált. Auðvitað koma margir blettir annars eðlis á fötin að sumar- lagi, en fleiri verða ekki nefndir hér. Athugið að mörg hreinsi- efni, svo sem bensín, terpintína, bensól og fleiri eru eldfim, og enn önnur gefa frá sér eitraðar gufur, og má þar nefna tetra- klórefni. Látið aldrei börn eða dýr vera nálægt ykkur, þegar hreinsað er úr þessum efnum, því að gufan er þyngri en loftið og leitar því niður á við og er stórhættuleg smávöxnum verum Fyrir neðan okkur. Hafið alla glugga opna, þegar föt eru hreins- uð og engan opinn eld nálægt, svo sem logandi sígarettu. VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.