Vikan

Tölublað

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 50
SunffesK APPELS!N S í T R 0 N LI M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili því að þennan galla hefði ekki ver- ið hægt að sjá, og hann ekki kom- ið í Ijós fyrr en við rigningar. Selj- andinn skýrði ekki frá gallanum, jafnvel þótt hann vissi um hann, og því væri þetta leyndur galli og vilj- andi blekking um ástand íbúðar- innar. Sýknukröfuna byggði seljandinn á því í fyrsta lagi að ekki hefði ver- ið um neina galla að ræða, því hægt hefði verið að komast hjá lek- anum með því að sjá svo um að rennunrnar yfirfylltust aldrei. Ef dómarinn teldi hinsvegar að um galla væri að ræða, þá krefðist hann sýknu vegna þess að hann hefði sagt kaupanda frá þessum galla, enda hefði hann keypt eign- ina í því ástandi, sem hún var í og honum hefði verið kunnugt um. Varakröfu sína til sýknu byggði hann á því að hann hefði aðeins selt 50% hússins, en hin 50% væru sameign allra eigenda húss- ins, og ættu þeir því að taka þátt í lagfæringunni. Ennfremur mót- mælti hann framlögðum reikning- um og mati á viðgerðinni. Aleit hann að hún mundi ekki kosta meira en rúmar 25 þúsund krónur, en þar af ættu meðeigendur húss- ins að greiða helming. Þannig ætti krafan ekki að fara yfir 12.500 krónur (12.532,30). Dómurinn leit svo á að íbúðin hafi verið verulega gölluð, og að seljandi hafi ekki sannað að hann hafi skýrt kaupanda frá göllunum. Hann féllst á að hér hafi verið um leynda galla að ræða, og beri selj- andi því fulla ábyrgð gagnvart kaupanda á því tjóni, sem hann hefur orðið fyrir vegna þeirra. Urðu úrslit málsins því þau, að kaupanda voru dæmdar 47.900 krónur til viðgerðar og 2000 kr. vegna afnotamissis íbúðarinnar, eða samtals 49.900. Af þessum dæmum, sem hér hef- ur verið lýst, kemur greinilega fram, að vandalítið virðist vera að koma fram fébótaábyrgð vegna sviksemi við byggingu eða við sölu húss eða íbúðar. Annað mál er svo það, hvort þær bætur nægja til að bæta tjónið að fullu. Bætur eru venju- legast byggðar á mati þar til kvaddra manna, og þá aðeins mið- aðar við viðgerðarkostnað á þeim tíma, sem matið fer fram. Mats- menn taka ekki tillit fil — og eiga vafalaust heldur ekki að gera — annars þess tjóns, sem menn verða fyrir í sambandi við málaferlin, en það er dómaranna að meta það, og vafasamt er að þeir geti eða telji sér fært að dæma bætur fyrir slíkt. ★ Góðir grænmetisréttir Biómkálsmauk í fati. 1 soðið blómkálshöfuð, 50 gr. hveiti, 50 gr. smjörlíki, 2Vi dl. mjólk eða blómkálssoð, 3 egg, salt, rifinn ostur. Hveiti og smjör bakað upp og jafnað út með mjólkinni eða blómkálssoðinu. Eggin hrærð í eitt í einu. Blómkálið soðið vel og marið og blandað saman við rifna ostinn. Sett í eldfast fat og bakað í ofni í klukkutíma við ca. 175 gr. hita. Grænmetisbollur. 300 gr. soðið grænmeti (ýmsar tegundir, svo sem blómkál, hvít- kál, gulrætur, púrrur o. fl.), 1 egg, 1 rifinn laukur, 25 gr. hveiti, 14 tsk. salt, svolítill pipar, ca. 25 gr. smjörlíki. Soðna grænmetið hakkað og egginu, rifna laukum, hveitinu og kryddinu bætt í. Gerðar bollur úr deiginu, sem steiktar eru á pönnu úr smjörlíkinu. Grænmeti í kjötfarsi. Alls konar grænmeti skorið í litla, jafna bita og blandað í kjöt- fars, eða lagt á botninn á eldföstu fati og kjötfars breitt yfir. Bakað í ofni við 175 gr. hita eða þar til farsið er hæfilegt. Hollenzkt salat. 2 stór salathöfuð, 2 stórar, kald- ar kartöflur, (skornar í teninga), 6 sneiðar bacon, % dl. kryddedik, 2 harðsoðin egg, skorin í sneiðar. Salathöfðin hreinsuð vel undir rennandi vatni og skorin í lengj- ur. Kartöflusneiðunum blandað saman við og sett í skál. Bacon- sneiðarnar skornar í lengjur og steiktar og síðan hellt yfir salat- ið. Edikinu blandað í baconfeit- ina (nota má meira edik en upp- gefið er að ofan) og leginum hellt yfir salatið. Eggjasneiðarnar lagðar efst. Gúrkur a la creme. (Góðar bæði með kjöti og fiski). 2 gúrkur, 2 matsk. rjómi, 1 matsk. hveiti, 1 tsk. salt. Gúrkurnar rifnar gróft á rif- járni og settar í pott, rjómanum bætt í og suðan látin koma upp. Þá er hveitinu og saltinu bætt í og látið sjóða stutta stund. Ekki er ráðlegt að nota fleiri krydd- tegundir en saltið, því að þær geta yfirgnæft gúrkubragðið. Tómatsalat með dill. Svolítill hvítlaukur, 6 tómatar (ekki af þroskaðir), 1 matsk. fin- saxað dill, 1 tsk. borðsalt, Vn tsk. hvítur pipar 2 matsk. olía, 1 matsk. sítrónusafi, 1 tsk. rifinn laukur. Hvítlaukurinn er notaður til að nudda með salatskálina. Tómat- arnir skornir í sneiðar og dilli og kryddi stráð inn á mlli. Olíunni blandað saman við sítrónusaf- ann og hellt yfir. Látið standa í 1—2 tíma áður en það er borið fram. Sæt-súrt hvítkál. 4—6 bollar smásaxað hvítkál, 8 sneiðar bacon, 1 matsk. púður- sykur, Vi tsk. salt, nokkur pipar- korn, Vi tsk. paprika, 14 tsk. þurrt sinnep, 3 matsk. edik, 1 matsk. vatn. Sjóðið hvítkáið þar til það er meyrt, látið vatnið renna af því í sigti og haldið því heitu. Steik- ið baconið þar til það er stökkt, hellið kryddinu og edikinu yfir og látið hitna að suðumarki. Hellið þessu yfir heitt hvítkálið. Indverskt chutney. Hægt er að búa til chutney | heima en innflutt í dósum er það mjög dýrt. f það fer: 1 kg. súr epli, 100 gr. laukur, V2 kg. græn- ir tómatar, 200 gr. melóna, skor- in í teninga (má ekki vera of þroskuð), 200 gr. grænar plómur úr dós, V2 1. edik, 300 gr. ljósar rúsínur, 1 matsk. salt, Vz tsk. engiferduft, framan á hnífsoddi af kayennapipar, 1 matsk. sinneps- duft, V2 kg. púðursykur saft og börkur af 1 sítrónu. Eplin flysjuð og skorin í 4 hluta, laukurinn saxaður, tómatarnir skornir í fernt og allt soðið í edikinu í ca. hálftíma, eða þar til allt er meyrt. Rúsínur, krydd, sykur og sítrónusafi og rifinn börkurinn sett í og látið sjóða litla stund. Rotvarnarefni sett í og látið strax í hreinar krukkur. gQ VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.