Vikan - 16.09.1965, Side 8
Nýtt! Nýtt!
Lady býður nú nýtt model.
Brjóstahaldari tegund 1220
er úr næloni með spöngum undir skálunum.
Tegund 1220 er fallegur, sterkur, ódýr og þægilegur.
Litir: Hvítt og svart.
Cady h4*
Laugavegi 26 — Sími 10115.
Söluumboð: Davíð S. Jónsson, heildverzlun.
Þingholtsstræti 18. — Sími 24333.
Philip prins, aðalsöguhetja í
skáldsögu. Er hann einhver Casa-
nova í Suðurhöfum?
Aðallinn i uppnámi
Það er allt á öðrum endanum
í brezku konungsfjölskyldunni
um þessar mundir. Ástæðan fyrir
því er nýútkomin bók, „The Con-
sort“, sem myndi útleggjast
„Drottningarmaðurinn“ á ís-
lenzku. Hún er skrifuð af sextug-
um Breta, Antfony H. Smith.
Þessi bók fjallar um Philip prins,
Elísabetu drottningu, drottning-
armóðurina og alla konungsfjöl-
skylduna. En þetta fólk nálgast
það að vera heilagt, og vanalega
er það ekki refsingarlaust að hafa
þeirra nöfn í flimtingum. Það er
svipað því, að ekki skuli leggja
nafn Guðs við hégóma. Að vísu
eru engin nöfn í bókinni. Eng-
land er ekki einu sinni nefnt á
nafn, en það er vandalaust að sjá,
við hvað er átt. Og rithöfundur-
inn segir sjálfur, að hann hafi
Philip prins sem fyrirmynd að
söguhetjunni. En það er þó bara
á yfirborðinu, segir hann, ég get
ekki ímyndað mér, að Philip
myndi nokkurn tímann fara
svona með konu sína.
Aðalsöguhetja sögunnar, Drottn-
ingarmaðurinn, (þennan tilil gaf
Viktoría drottning Albert prinsi)
er á sama aldri og Philip, fátæk-
ur prins af konunglegum ættum,
sem giftist drottningunni í stóru
ríki. Drottningarmaðurinn er
kaldur karl, þrælvanur sjómað-
ur, sem hefur gaman af hestum,
kærir sig kollóttan um almenn-
ingsálitið og hefur gaman af fall-
egum stúlkum og ,,svæsnum“
karlmannaboðum. Drottningunni
er lýst sem samvizkusamri, vana-
fastri, ákveðinni og þvermóðsku-
fullri konu, sem tekur hlutverk
sitt á mjög hátíðlegan hátt og
hefur veikleika fyrir „svakaleg-
um“ höttum, — sú umsögn hefur
fengið alla Buckinghamhöll til að
roðna af skömm.
Þó tekur út yfir allan þjófa-
bálk, þegar drottningin sendir
Drottningarmanninn út af örk-
inni í opinbera heimsókn í lítið
ímyndað konungsríki í Kyrrahaf-
inu, sem nefnist Blackwoodeyj-
arnar. Heimsókn Drottningar-
mannsins verður eitt allsherjar
ástarævintýri, sem nær hámarki,
þegar hann verður ástfanginn af
þeldökkri þarlendri stúlku, Tiu,
og upplifir með henni í fyrsta
sinn „hið Ijúfa Iíf“. En þegar
hirðin kemst á snoðir um þetta,
er Drottningarmanninum rænt
og hann fluttur hið bráðasta
heimleiðis. Þar undirbýr hann
sinn eigin „dauða“ með margvís-
legum brögðum, og þegar jarðar-
förin fer fram, situr hann dulbú-
inn í flugvél á leið til sinnar
heittelskuðu suður í höfum.
f þrjú ár hefur brezki útgefand-
inn velt handritinu milli hand-
anna án þess að þora að gefa það
út, enda hafa lögfræðingar hans
ráðið honum frá því. En nú er
sem sagt von á bókinni. Það er
talið nærri því öruggt, að sala
hennar verði bönnuð á grundvelli
gamallar lagasetningar úr laga-
bókinni, þar sem rætt er um lítil-
Iækkun konungsfjölskyldunnar.
f Bandaríkjunum er bókin þegar
komin út með stóru letri þvert
yfir kápuna: „Þetta er bókin,
sem enginn þorir að gefa út í
Englandi".
g VIKAN 37. tbl.