Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 14
VIKAN HEFUR RÆTT VIÐ GÍSLA STEINGRÍMSSON ÆVINTÝRA* MANN ÚR VESTMANNAEYJUM, SEM SIGLT HEFUR UM FLEST HEIMSINS HÖF OG OFT KOMIZT í HANN KRAPPAN............. Texti: Sigurgeir Jónsson Gísli var í vélnni á Tai Yang. Hér er hann lengst til vinstri með tveim Norsurum. Það eru orðnir nokkuð margir Islendingarnir, sem lagt hafa leið sína um fjarlægar slóðir. Siglingarnar hafa heillað marga og þó sér- staklega siglingar ó norskum skipum. Líklega hefur flesta pilta einhvern tímann dreymt um svaðilfarir og ævintýri í framandi höfnum í öðr- um heimsálfum. I Vestmannaeyium er maður, sem ungur lagði út í þetta og lenti í töluverðu af ævin- týrum. Blaðamaður Vikunnar var í Vestmannaeyj- um fyrir skemmstu og átti þá tal við manninn, sem heitir Gísli Steingrímsson, og skráði nokkuð af sög- um hans. Gísli er búsettur í Eyjum og vinnur þar í síldarverksmiðjunni. Eftir að hann kom úr sigling- unum hefur hann lagt stund á ýmiss konar störf, var meðal annars kennari einn vetur við barnaskól- ann. Það er vitanlega ekki annað hægt en stikla á stóru í frásögninni, hún öll yrði efni í heila bók, og á það líka sannarlega skilið. En við skulum ekki dvelja lengur fyrir utan efnið heldur gefa Gísla orðið og sjá, hvernig þetta atvikaðist. Það var árið 1953, þegar ég var 18 ára, að ég og félagi minn, Ragnar Jóhannesson fengum þá flugu í höfuðið að fara sem innflytjendur til Kan- ada. Bróðir minn hafði verið þar úti og var búinn að fylla okkur af sögum um bardaga við villidýr og glæpamenn. Svo að við afréðum að fara, fengum okkur öll nauðsynleg gögn, svo sem innflutningsleyfi og fleira. Við kvöddum alla ætt- ingja og vini í Eyjum og lögðum af stað til Reykja- víkur einn góðan veðurdag. Þegar þangað kom, var það okkar fyrsta verk að fara á skrifstofu innflytjendaráðs Kanada og athuga um leyfin. Þar fengum við þær leiðindafregnir, að við gætum ekki komizt til Kanada fyrr en eftir þrjá mánuði, þar sem ákveðið ársfjórðungsinnflytjenda- magn væri fengið. Við stóðum uppi alveg ráðalausir. Ekki gátum við snúið við heim aftur, þar yrðum við bara hafðir að háði og spotti. Þá var það, að Raggi kom með prýðisgóða tillögu. Hvernig væri að skreppa til Noregs og fara á einhvern dallinn þar? Við höfðum heldur engin umsvif með það heldur smelltum okkur með Gullfossi til Kaup- mannahafnar. Það kom ýmislegt skemmtilegt fyrir á leiðinni, til dæmis, þegar við komum við í Leith. Þar nenntum við ómögulega að bíða eftir vegabréfaskoðun heldur hlupum í land án þess og settum með því allt á annan endann. Frá Kaupmannahöfn fórum við sem leið liggur til Osló og þar átti heldur betur að grípa gæsina og fara á skip á stundinni. En það var heldur erfiðlekum bundið. Við höfðum vitanlega ekki haft rænu á því að verða okkur úti um meðmæli áður en við lögðum af stað og þar stóð hnífurinn í kúnni. Án þeirra komumst við hvergi í skipsrúm. En góðviljaðir menn urðu til að hjálpa okkur. Bjarni heitinn Ásgeirsson sendi skeyti til Bæj- arútgerðar Vestmanneyja og fékk skeyti um hæl með meðmælum. En ekki fengum við ennþá pláss fyrir það. Við vorum orðnir staurblankir og réðum okkur því í heyskap uppi í sveit, meðan við biðum eftr því að eitthvað hægðist um. Mér fannst skemmtilegt að vinna við heyskapinn, þó að óttalegt forn- aldarlag væri á mörgum hlutum þarna. Til dæmis var til ný dráttarvél í fullkomnu lagi á bænum, en hún var aldrei notuð heldur voru tveir afgamlir húðarjálkar látnir um a11- an aðdrátt. Loksins fengum við þau langþráðu skila- boð, að við ættum að mæta til Osló og gang- ast undir læknisskoðun, það væri búið að ráða okkur á skip. Við biðum ekki boðanna heldur þutum af stað og vorum lögskráðir á olíuskip, sem lá í Liverpool í Englandi. Við vorum sendir þangað með flugvél daginn eftir skoðunina og þarna lá hinn fyrirheitni farkostur. Skipið hét Bralanta og var 16.000 tonn. Rútan var mjög einföld og leiðinleg, alltaf siglt á Persaflóa til Kuwait, þar sem olían var lestuð. Eg gleymi aldrei hitanum þarna suðurfrá, maður gat alveg ímyndað sér, hvernig væri að vera í helvíti. Á leið- inni urðum við að fara gegnum Súez-skurð- inn og þá komu um borð skeggjaðir og skít- ugir Arabar með alls konar rusl, sem þeir reyndu að selja okkur. Mér hefur alltaf ver- ið í nöp við Araba síðan, þar sem þeir stálu megninu af þeim fötum, sem við Raggi höfð- um meðferðis. Við höfðum hugsað okkur gott til glóðarinnar, þegar til Kuwait kom, og skvetta okkur vel upp. En það reyndist þá heldur erfiðleikum bundið, það eina, sem þarna var og var upp á bjóðandi, var búlla, þar sem hægt var að spila billiard og borð- tennis og þeir drykkir, sem á boðstólum voru, voru eitthvert gosdrykkjagutl. Það lá við, að maður yrði feginn, þegar aftur var lagt af stað. Við vorum á þessum olíudalli í níu mán- uði, en munstruðum þá af í Frakklandi, og lögðum leið okkar aftur til Noregs. Olíu- skipin eru einhver leiðinlegustu skip, sem hægt er að ráða sig á. Ekki er nóg með að rútan er leiðinleg og yfirleitt alltaf sú sama, heldur er áhöfnin oftast allra þjóða kvik- indi. Við lögðum fyrst leið okkar til Dan- merkur, og bjuggum þar hjá einum skips- félaga okkar, sem hafði slegizt með í för- ina. Við dvöldum í Kaupmannahöfn nokkurn tíma, og ég hef sjaldan eða aldrei skemmt VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.