Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 20

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 20
Golon lO. hluti Meðan hún var i burtu, notaði Angelique einveruna til að smeygja sér í silkisokkana. Þá vissi hún ekki fyrr til, en sterkur handleggur þreif um mitti hennar og henti henni með svífandi pils á lítinn sófa. Gráðugur munnur renndi sér um háls hennar. Hún æpti og barðist um til að losa sig, og um leið og henni var annar handleggurinn frjáls, rak hún árásarmanninum tvo rokna löðrunga. Hún hafði reitt handlegginn til þriðja höggs, þegar hún komst að raun um, að hún starði á kónginn. Handleggurinn stirðnaði upp á miðri leið . — Mér.... Ég. . :. Ég hélt ekki, að þetta væruð þér, stamaði hún. — Ég hélt ekki heldur, að þetta væruð þér, svaraði hann góðlát- lega, og nuddaði rauða kinnina. — Né heldur vissi ég, að Þér hefðuð svona fallega fætur. Hversvegna voruð þér að sýna þá, ef þér vilduð ekki láta mig horfa á þá? — Ég get ekki farið í sokka öðruvísi en að Það sjáist á mér fæturnir. — Hvernig stendur þá á því, að þér farið í sokka í forstofu drottn-. ingarinar, ef þér ætlið ekki að sýna á yður fæturna? — Það var aðeins vegna þess, að ég fann ekki annan stað til Þess að gera það á., — Eruð þér að láta i það skína, að Versalir séu ekki nógu stór höll til að skýla yðar dýrmætu persónu? — Ef til vill. Þetta er eins og stórt leikhús, án nokkurra leiktjalda. Hvort sem persóna mín er dýrmæt eða ekki, er hún á miðju sviðinu alla sýninguna út. — Svo þar er afsökun yðar fyrir þessari ófyrirgefanlegu framkomu. — Og þetta er afsökun yðar fyrir enn ófyrirgefanlegri framkomu. Angelique reyndi að koma lagi á pilsin aftur. Hún var reið, en þegar hún leit í svip á vandræðalegt andlit konungsins, fann hún kímnigáfuna aftur. Hún brosti breiðu brosi og konungurinn slappaði af. — Litla leikfang, ég er kjáni. — Og ég er of fljótfær. — Já, þér eruð brenninetla. Ég segi það alveg satt, að ef ég heföi þekkt yður, myndi ég aldrei hafa hagað mér þannig. En þegar ég kom inn, sá ljósu lokkana og.... þessa fallegu fætur. . .. Angelique leit út undan sér og setti stút á varirnar, eins og til að sýna honum, að henni væri enginn ami að aðdáun hans, ef hann gengi ekki lengra. Jafnvel konungi gat ekki annað en fundizt hann kjánalegur undir siíku augnaráði. -— Viljið þér fyrirgefa mér? Hún r'ét.ti fram höndina til að sýna honum, að hún hefði þegar gleymt þessu. Konungurinn kyssti á hana, og sagði að hún væri dásamleg kona. Litlu siðar, þegar hún gekk yfir húsagarðinn, rakst hún á varðmann, sem virtist vera að leita að einhverju. Hann ávarpaði hana: — Ég hef fengið þau fyrirmæli frá háyfirþjóninum að segja yður, að íbúð hafi verið tekin frá fyrir yður í álmu hinna konunglegu prinsa. Má ég fylgja yður þangað, Madame? — Mér? Þér hljótið að hafa rangt fyrir yður, góði maður. Hann leit á minnisblaðið: — Madame du Plessis-Belliére? Er það ekki nafn yðar? Ég hélt ég þekkti yður. Eins og í leiðslu fylgdi hún manninum í gegnum konunglegu höllina og inn í álmuna, þar sem eingöngu bjuggu prinsar af konunglegu blóði. I enda hægri álmunnar hafði einn hirðmeistaranna rétt í þessu lokið við að skrifa á litlar dyr: Frátekið handa Madame du Plessis-Belliére. Angelique var svo yfirkomin aí glcði, að hún hefði getað þotið upp um hálsinn á hirðmeistaranum og varðmönnunum. Þess i stað gaf hún þeim mikið af gulii. — Drekkið skál mina fyrir þetta. — Við óskum yður til hamingju og vonum, að Þér skemmtið yður vel, sögðu þeir og brostu við henni, íbyggnir á svip. Hún bað þá að hafa upp á þjónunum og þjónustustúlkunum og segja þeim að koma með fötjn og rúmfötin. Svo skoðaði hún með barnalegri gleði, íbúðina sina, sem var aðeins tvö herbergi. Meðan hún beið, hugsaði hún um Það með sjálfri sér, hvað lítið þarf til að koma sér í mjúkinn hjá einræðisherra. Svo gekk hún enn einu sinni fram í ganginn til að lesa Það sem á hurðinni stóð: FráteMÖ handa Madame du Plessis-Beltiére. — Svo þér fenguð að lokum þetta dásamlega „frátekið handa"! — Ég hef heyrt, að bláklæddi þjónninn hafi komið með krítina og sett á dyrnar hjá yður: „frátekið handa“. Allir höfðu heyrt það. Hún var ekki fyrr komin inn í danssalinn, en allra augu beindust að henni, með aðdáun og öfund. Hún ljómaði af gleði, þar til koma drottningarinnar dró niður í henni. Um leið og drottningin fór fram hjá, hneigði hún sig virðulega fyrir þeim, sem hún þekkti, en hún lét sem hún sæi ekki du Plessis-Belliére markgreifafrú, heldur starði kuldalega á hana. Þeir sem næstir stóðu Angelique, voru ekki lengi að sjá þetta. — Hennar hágöfgi leit á yður með súrum svip, tisti i Marquis de Roquelaure. — Hún, sem var svo vongóð, þegar hún sá Mademoiselle de la Valliére iækka í tign, en nú hefur hún fengið nýjan keppinaut, og hann heldur fallegri. — Hverja? — Yður, kæra vinkona! — Mig? Hvaða vitleysa! Hún hafði ekki séð neitt í þessarri framkomu konungsins, annað en ósk um fyrirgefningu og löngun til að bæta úr ástandi, sem hún hafði kvartað um. Hirðmennirnir sáu i þessu nýja sönnun fyrir ást hans í hennar garð. Ást hans á henni. Angelique gekk inn í danssalinn. Marglit veggfóður þöktu alla veggi og birtan kom frá þrjátíu og sex ljósakrónum, sem héngu niður úr hvelfingunni. Dansfólkið var að stilla sér upp í raðir, sem stóðu hvor á móti annarri, konurnar hægra megin, karlarnir vinstra megin. — Nú grætur drottningin út af Madame du Plessis-Belliére, sagði rám rödd. •— Það er sagt, að konungurinn sé að láta innrétta íbúðir handa nýju hjákonunni. Gætið yðar, Marquise! Angelique þurfti ekki að snúa sér við, til að Þekkja röddina, sem virtist koma upp úr gólfinu. — Leggðu ekki mikið upp úr þeirri kjaftasögu, litli Monsieur Bar- carole. Konungurinn er ekki að laumast á eftir mér — fremur en öðrum konum við hirð hans. — Farðu samt varlega, Marquise. Ógæfan vofir yfir þér. — Hvað veizt þú um það? — Alls ekkert. Aðeins það, að Madame de Montespan og Madame de Roure fóru að hitta Malvoisin, til að finna einhverja leið til að eitra fyrir la Valliére. Hún sagði þeim að nota galdra til að vinna hylli konungsins, og Mariette, svartmessupresturinn hennar,' hefur þegar laumað einhverju dufti í hinn konunglega kaleik. — Þegiðu! sagði hún skelfd. 2Q VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.