Vikan

Eksemplar

Vikan - 16.09.1965, Side 23

Vikan - 16.09.1965, Side 23
HOS I SMIÐUM BYGGINGAR ERU DÝRAR- TRYGGINGAR ÓDÝRAR. Hverjum húsbyggjanda er* brýn nauðsyn aö tpyggja þau verðmæti er hann skapar; ennfremur ábyrgðina, sem hann sfofnar tíl, meðan húsið er í byggingu. ALMENNAR TRYGGINGAR ? PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700 MinnisstæSast þegar hún söng fyrir fangana Framhald af bls. 4. legur andi, og hljómsveitarstjór- inn var alveg afbragð. Hann hét Castagnino. Ég var nú reyndar búin að læra hlutverk Mimi hjá Melis og á fyrstu æfingu gerði Castagnino ekki eina einustu at- hugasemd við túlkun mína, svo að ég ætlaði að rifna af monti. Það er nú svona, að þótt hljómsveitar- stjórar vilji sjaldan allir hafa sömu túlkun á ýmsum hlutverkum, þá eru þau sum orði „traditional" þar á meðal Mimi. — Þetta sama ár fór ég ásamt tíu karlmönnum í tónleikaför út um land. Það var Fritz Weisshappel, sem gekkst fyrir þessari ferð. — Mig langar til þess að skjóta þvl hér inn, að ég sakna Weisshappels og ég tel, að hljómlistarlífið á íslandi hafi misst mikið, þegar hann féll frá. Hann var ekki aðeins mik- ill listamaður, heldur einnig ein- stakt prúðmenni, og hafði mikla einbeitni til að bera. Hann var líka drengur góður, heiðursmaður fram ( fingurgóma. — í þessari tónleikaför fluttum við óperuna „Ráðskonuríki" eftir Perg- olesi og í sambandi við þetta gerð- ist margt smellið. Ég man sérstak- lega vel eftir, þegar við fluttum þetta í Sandgerði. Óperan átti öll að gerast í einni stofu og við höfð- um fyrirskipað að láta útbúa stofu með stólum og borðum, á veggn- um, sem sneri að áhorfendum átti að vera hurð, hillur og myndir. Þegar við komum á staðinn, var jú búið cc ú:;-úa stofu með stólum og borðum, .n I bakgrunni var helj- armikið ’.eikíjqld sem sýndi fagurt landslag, tré og blóm, og meira að segja haf. Það var enginn tími til stefnu, svo að við urðum að gera okkur þetta að góðu, en í leikn- um átti ég einmitt að læsa hurð og þurrka af hillum og myndum; ég tók því það ráð að þurrka af „trján- um og blómunum" og þegar ég átti að læsa hurðinni, sem engin var, stakk ég lyklinum í „hafið". Þetta var nú meira grfnið. Ég hef ferðazt mikið um landið og sungið. Það er að ýmsu leyti skemmtilegt, en hefur náttúrlega sína vankanta. Verst er það, hvað aðbúnaðurinn á samkomustöðun- um er slæmur. Salernin eru sóða- leg og oft vantar gluggatjöld í búningsherbergin. Það er ekki nema von, að maður verði ergilegur yfir slíku. Arið eftir fór ég svo til Bret- lands og söng þar inn á plötur. Lögin, sem ég söng voru létt-klass- ísk, svo sem Malaguena. I Bret- landi dvaldist ég um skeið og var þar, þegar ég fékk boð frá mennta- málaráðuneyti Rússlands um að HVAR ER ÞETTA MEÐ LEYFI? Þetta er f sfma 35320 á auglýsinga- deild VIKUNNÁR. Hvað getum við gert fyr.ir yður? Jú, auðvitað get- um við tekið á móti auglýsingum yðar f síma. Andartak, hvernig á auglýsingin að hljóða? koma þangað í hljómleikaför. Á þessum tíma höfðu fáir listamenn frá Vesturlöndum stigið fæti sin- um inn fyrir „Járntjaldið", enda voru margir, sem réðu mér frá að fara þetta. En ég var staðráðin i því að fara, hvað sem tautaði og raulaði. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar, að listamaður geti komið fram, hvar sem er án tillits til allra stjórnmála, því að list og stjórn- mál eru af gjörólíkum toga spunn- in. Hvað um það, ég fór til Rúss- lands og mun seint sjá eftir því. Tónlistarlff stendur með miklum blóma í Rússlandi, og þjóðin er með afbrigðum músiköslk. Ég kom fram í Moskvu, Leningrad, Kiev, Lvov, Minsk og Riga og mér var alls staðar mjög vel tekið. Ég var sex vikur í Rússlandi, ég var reynd- ar ekki allan tímann að syngja, heldur tók mér dálítinn tíma til að kynnast tónlistarlífi í Rússlandi, fór á tónleika, óperur og jafnvel í leik- hús, þótt ég skyldi ekki neitt í mál- inu, en ég hafði náttúrlega með mér túlk, sem fylgdi mér hvert fót- mál. Ég kynntist meira að segja rússneskum fjölskyldum; geri aðrir beturl Rússneska þjóðin er yndis- leg og þú ættir bara að vita, hvað karlmennirnir þar eru glæsilegir, og þeir kunna sig líka. Núna hafa margir, sem voru á móti því að ég færi til Rússlands, farið þangað sjálfir og orðið stórhrifnir af músík- lífinu. — Segðu mér, Guðrún. Nú hefur þú sungið svo víða, bæði austan hafs og vestan. Hvar hefurðu nú fengið beztar viðtökur? — Það er nú það. Yfirleitt hef ég fengið góðar viðtökur. Mér finnst til dæmis alveg prýðilegt að syngja fyrir íslendinga. En mér er einna minnistæðast, hvað mér var vel tekið eitt sinn í Bretlandi árið 1948. Þá var ég að læra og var fengin til að syngja í Holloway Gaol, sem er frægasta kvenfangelsi Breta. Fangarnir voru svo hrifnir og þakk- látir að mér hlýnaði um hjartaræt- ur. Þá fann ég hvað það var mik- ils virði að vera ung og frjáls, geta sungið og glatt aðra. — Jæja, hvað tók svo við hjá þér eftir Rússlandsferðina? — Árið 1957 var Tosca flutt í Þjóðleikhúsinu og ég söng aðalhlut- verkið. Ég hef alltaf verið svo hrif- in af Puccini, hann og Mozart eru mín uppáhaldstónskáld. En mér finnst fólk hér heima ekki alveg kunna að meta Puccini. Það vill frekar hlusta á Verdi. Ég er nú líka hrifin af mörgu eftir Verdi, en þó ekki öllu. Árið eftir eða '58 fór ég til Amer- íku og hef dvalizt þar lengst af síðan. Ég fór á vegum Þjóðræknis- félagsins til Canada og ferðaðist þar víða um og söng. Það var dásamlegt að syngja fyrir fslend- ingana þarna, þeir voru svo þakk- látir. j Winnipeg söng ég í Lútersku kirkjunni og að því loknu þurfti ég að taka í höndina á hátt á þriðja hundrað íslendingum. Það var nú meira, mér fannst bara eins og ég væri sjálf Elísabet drottning. Og þann 5. nóvember var ég gerð að heiðursborgara Winnipeg, fékk inn- rammað skjal og gullnælu. Ég var ein af þeim fyrstu til að hreppa þann titil. Svo fár ég til Vancover, Bellingham og Seattle og hélt þar alls staðar konserta og var vel tek- ið. Endastöðin hjá mér var New York. Þar hitti ég gamlan nemanda Lorenzo Medea, Naya Tolischus, sem vildi endilega að ég héldi þarna konsert og sá um hann fyrir mig. Auk þess kom ég fram í út- varpi og sjónvarpi og hélt konsert f Town Hall. — Hvernig voru dómarnir, sem þú fékkst í New York? LAUGAVEGI 5 9..simi 18478 VIKAN 37. tbl. gg

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.