Vikan

Eksemplar

Vikan - 16.09.1965, Side 26

Vikan - 16.09.1965, Side 26
Nýtt útfit Ný tækni Málmgluggar fyrir verzlanir og skrif- stofubyggingar í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verksmiðjubygging- LÆKJÁ/tQÓTU. HÁFNÁHFIMM. — SlMl 50023 og ekki nóg með, að hann væri rændur öllum sínum peningum, heldur var hann klæddur úr hverri einustu spjör og að lokum hent í höfnina. Það varð honum til lífs, að hann hafði ekki smakkað dropa þetta kvöld og var þar að auki vel syndur. En það voru ekki allir eins heppnir og hann. Þeir sem stóðu að þessum óhæfuverkum þurftu ekki alltaf að vera innlend- ir glæpamenn, heldur gat oft ver- ið um að ræða sjómenn, sem strok- ið höfðu af skipum eða verið skild- ir eftir og urðu með einhverjum ráð- , um að ná sér í peninga, hvort sem var með góðu eða illu. Þegar við mættum í silfurnám- unni, var ég búinn að fá fullnóg af Astralíudvölinni og ákvað að fara aftur á sjóinn. En Raggi var ekki búinn að fá sig saddan, hann ætl- aði að verða milljónamæringur þarna og þess vegna kvöddumst við með fullum friði og vinsemd. Ég komst á skip frá sama skipafélag- inu og ég hafði áður verið hjá og lagði af stað til Evrópu á nýjan leik. En Raggi hélt áfram að leita gæfunnar í Ástralíu. Eftir það hitt- umst við ekki fyrr en við vorum báðir komnir upp til íslands og báð- ir milljónalausir. Annars væri það ábyggilega góð saga um það, hvernig Ragga reiddi af úti í Ástra- líu öll þessi ár. Það væri áreiðan- lega gott efni í blaðaviðtal. Það sem eftir var af minni utan- landsdvöl, hélt ég mig aðallega við sjónn og alltaf á norskum skipum, þangað til ég kom hingað heim árið 1958 og var þá búinn að vera í siglingum í 4 ár. Þrátt fyrir það, að oft var misjafn lýður á skipun- um, voru yfirleitt mjög góð samtök um borð á milli strákanna. Það var til dæmis, þegar ég kom úr Ástra- líutúrnum, að ég féll fyrir borð í Miðjarðarhafinu og tafði skipið um þrjú korter. Skipstjórinn varð að gefa skýrslu, þegar í land var kom- ið um þetta og tjáði mér, að senni- lega yrði ég hýrudreginn, þar sem ég hefði einnig strokið af öðru skipi. Ég varð að vonum niður- dreginn, yfir þessu og sagði klefa- félaga mínum frá vandræðunum. Og það var ekki lengi verið að redda því. Áður en dagurinn var liðinn, höfðu allir aðrir en yfirmenn- irnir á skipinu skrifað undir skjal, þar sem hótað var uppsögn og af- munstringu, ef ég yrði hýrudreg- inn. Skýrslan sá aldrei dagsins Ijós. Enda hefði það kostað útgerðina mun meira að munstra nýja skips- höfn, heldur en sá gróði sem áunn- izt hefði vlð að hýrudraga mig. En svonD var andinn á milli strák- anna góður. Nú voru þetta strák- ar, sem ég hafði ekki séð áður en ég kom þarna um borð, en þrátt fyrir það voru allir sem einn mað- ur að mótmæla. Annars er það atvik, sem mér verður alltaf minnisstæðast frá min- um ferðum utanlands. Það er, þeg- ar ég sat í fangelsi á Filippseyj- um. Málavextir voru þeir, að við lágum í Manila á Filippseyjum að lesta hamp. Ég fór í bíó um kvöld- ið með einni innfæddri vinkonu minni, sem hét Anna. Þegar ég var búinn að skila henni heim, ætlaði ég að ganga niður í skip. En niðri við höfn sá ég, að einhver slags- mál voru þar. Þegar ég kom nær sá ég, að þar var bátsmaðurinn af skipnu í einhverjum erjum við inn- fædda. Meðan hann var að af- greiða einn, ætlaði annar að læð- ast aftan að honum og rota hann með heljarmiklum lurk. Ég var ekki lengi að hlaupa að og afvopna hann, og þar með skipti það eng- um togum, að ég var kominn í bar- dagann. Þetta voru einhver ógur- legustu slagsmál, sem ég hef nokk- urn tímann lent í. Við vorum tveir á móti sæg af hálfvitlausum Filipps- eyingum. Enda voru þeir ekki lengi að koma okkur undir. Og þarna tröðkuðu þeir á mér og spörkuðu eins og þeir ættu lífið að leysa. Allt í einu tvístraðist þó hópurinn. Ástæðan var sú, að lögreglan var komin í spilið. Þegar ég var að rísa á fætur, vatt einn úr lögreglunni sér að mér og lamdi mig heljar- högg á höfuðið. Ég er ennþá með ör eftir höggið, það nær hálfa leið yfir höfuðleðrið á mér. Ég hálf- vankaðist við þetta. Bátsmaðurinn var löngu hlaupinn og ég ætlaði að gera slíkt hið sama og stinga mér inn í mannfjöldann, sem kom- inn var til að fylgjast með viður- eigninni. En fólkið var ekki alveg á því að sleppa mér og hélt mér föstum og tafði mig, þangað til lögregluþjónninn var risinn á fæt- ur á ný. Einhver náungi í hópnum var svo velviljaður að stinga mig i handlegginn með hníf. Ég hafði samt af einhvern veginn að komast f burtu og slapp inn á búllu, sem var í nágrenninu. En þegar ég kom þar inn, var ég orðinn svo máttlaus af blóðmissi, að ég datt niður og gat mig hvergi hreyft. Þetta er ein- hver undarlegast tilfinning, sem ég hef nokkurn tímann fundið til. Mað- ur hefur fulla sjón og heyrn og skyn- semi, en getur hvorki hreyft legg né lið. Lögreglumaðurinn kom von- bráðar askvaðandi þarna inn og byrjaði á því að gefa mér eitt högg í viðbót með kylfunni, áður en hann tók mig út með sér. Hann fór með mig niður á lögreglustöð, þar sem tekin var heilmikil skýrsla af atburðinum. Allt fór fram á ensku og auðvitað var það lögregluþjónn- inn, sem sagði frá atburðunum. Þegar búið var að skjalfesta fram- burðinn, var ég beðinn um að skrifa undir. Ég leit á skýrsluna og sá, að mér var gefið að sök að hafa ráðizt á lögregluna í starfi og lamið hana að fyrra bragði. Ég neitaði því algerlega að undir- rita skjalið og eftir nokkuð stapp var farið með mig í burtu. Þá fyrst var farið með mig á stjíkrahúe og fékk ég þar hina beztu aðhlynn- ingu. Eftir að gert hafði verið að sárunum, var ég færður ( steininn og fékk að dúsa þar til morguns. Þá hófust ný réttarhöld, en ég neit- aði enn sem fyrr að skrifa undir 12 ▼•IAI* 3t. »w.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.