Vikan - 16.09.1965, Qupperneq 29
arleyfi og var því ekki annað sýnna
en ég yrði sendur út ó eyiu, sem
var nokkurs konar fanganýlenda.
Norska sendiróðið vildi ekkert fyr-
ir mig gera og ekki ieit út fyrir
annað en ég yrði að dveljast á Fil-
ippseyjum, það sem ég átti eftir ó-
lifað. En heppnin var með mér eins
og oftar. Sá, sem mestan átti heið-
urinn af því að fá mig lausan úr
fangelsinu, var svo vingjarnlegur
að útvega mér pláss á norsku skipi,
sem var statt í Manila. Það var
ekki með neinum söknuði, sem ég
kvaddi Filippseyjar, ég hef sjaldan
verið eins feginn að komast frá
nokkru landi. Ég þvældist svo víða
um heim, en hingað til Islands kom
ég árið 1958 og var þá búinn að
fullnægja ævintýraþránni. Síðan
hef ég verið búsettur hér í Vest-
mannaeyjum. Það er vissulega
skemmtilegt að líta til baka og ég
hefði ógjarnan viljað missa af öllu
því, sem hent hefur. En þrátt fyrir
það held ég, að ég láti mér það
nægja. Ég býst ekki við, að ég
myndi leggja í þetta aftur.
★
Áshildarmýrar-
samþykkt
Framhald af bls. 11.
stefnu. Það þarf ekki djúptæka
þekkingu á sögu íslands til þess
að ártöl eins og t.d. 930, 1262,
1662, 1874, 1904, 1918 og 1944 tali
máttugu máli til íslenzkra
hjartna. Þetta eru hnúkar, sem
gnæfa yfir undirfell og minni
kennileiti, sumir sveipaðir birtu
og árdagsljóma, aðrir hjúpaðir
skuggum harmsögulegs giftuleys-
is og mistaka.
En þau eru mörg hin minni
kennileiti, sem vert er að gefa
gaum. Tökum til dæmis árið
1496. Hvað gerðist þá, sem vert
er að minnast og líklegt er, að
ekki falli í fyrnsku".
Það gerðist á vordögum 1496,
nokkru fyrir Alþingi, að lögréttu-
menn og bændur í Árnesþingi
ríða að Áshildarmýri á Skeiðum
og setja þar eina „almennilega
samkomu eftir gömlum landsins
vana“. Og þeim er mikið niðri
fyrir og stórt í hug. Nú er svo
komið lögstjórn og réttaröryggi
í landinu, að þeim þykir eigi
lengur við mega una. Og eru
þess alráðnir að þola eigi svo
búið né hafa. Þeir skynja það
þá þegar, að samtök með víð-
tækri ábyrgð hvers einstaklings
á högum og farnaði hinna, eru
eina leiðin til viðnáms. Og bind-
ast slíkum samtökum um leið og
þeir gera umboðsmönnum kon-
ungsvaldsins, og allri alþýðu
manna skörulega grein fyrir ætl-
an sinni, kröfum og vilja. Bréf
það, sem þeir gerðu þar um hef-
ur verið nefnt Áshildarmýrar-
samþykkt og er upphaf þess sem
hér segir:
„Öllum mönnum, þeim sem
þetta bréf sjá eður heyra, send-
um vér lögréttumenn, landsbúar
og allur almúgi í Árnesi hirðstjór-
um, lögmönnum og lögréttu-
mönnum á Alþingi kveðju guðs
og vora.
Vitanlegt skal yður vera, að
vér höfum séð og yfirlesið þann
sáttmála og samþykkt, sem gjör
var á millum Hákonar konungs
hins kórónaða og almúgans á fs-
landi, seni hann vottar og hér
eftir skrifaður stendur".
Það er gaman að veita því at-
hygli, að það eru engin „undir-
dánugheit“ í þessu ávarpi. Hér
tala frjálsir menn, sem gerla vita
skil á rétti sínum, enda taka þeir
nú upp í bréf sitt öll meginá-
kvæði Gamla sáttmála, svo að
eigi skuli vafi á leika, að þeim
tjáir eigi að bjóða lögleysur og
yfirgang með skírskotum til kon-
ungslegs valds.
Hér er það að athuga, að þá
er íslendingar sóru trúnað og
hollustu Hákoni hálegg Noregs-
konungi árið 1302, gerðu þeir
samning við fulltrúa konungs að
þeirri athöfn, um réttindi og
skyldur beggja samningsaðila.
Þessi samningur er sá, sem nefnd-
ur hefur verið Gamli sáttmáli,
og jafnan varð síðan höfuðgagn
í sjálfstæðisbaráttu íslendinga.
Til var áður Gissurarsáttmáli frá
1262, er land gekk undir konung,
og er Gamli sáttmáli raunar að-
eins endurtekning hans, aukinn
nokkrum viðbótum, sem fslend-
ingar gera að skilyrði fyrir trún-
aði sínum og hollustu, og allar
miða að því að kveða nánar á
um að tryggja rétt íslendinga.
Er hann nú tekinn upp á Ás-
hildarmýrarsamþykkt í öllum
sínum 10 greinum og þykir eigi
ástæða til að birta hann hér.
Hinu er engin ástæða til að
leyna, að þegar á næstu árum
eftir þessa merkilegu samnings-
gerð taka konungar að þverbrjóta
sáttmálann og gekk svo jafnan
síðan, þó að íslendingar hefðu til
þess bæði forsjá og einurð að
endurnýja hann við hver kon-
ungsskipti, svo lengi, sem sam-
band íslands og Noregs hélzt. Á
meðan var hver nýr konungur
á það minntur, að einnig hann
hefði skyldur að rækja gagnvart
fslandi, en íslendingar lausir
allra mála, ef rofinn yrði sátt-
málinn af konungs hálfu „að
beztu manna yfirsýn". Og gott
var það og hafði vissulega sína
þýðingu, þó að lítt vildi skipast
um til bóta.
Eftir gildistöku Jónsbókar, sem
AEG
Eldavélar:
Fjölmargar gerðir.
Helluborð:
Tvær gerðir: Inngreypt
eða niðurfelld. Klukku-
rofi, borð úr Krómnikkel-
stóli, sjólfvirk hraðsuðu-
hella m. 12 hitastilling-
um.
Bakaraofn:
Klukkurofi, tvöföld hurð,
innri hurð með gleri, Ijós
( ofni, infra-grill með
mótordrifnum grillteini.
Lofthreinsari:
Afkastamikill blásari,
loftsía, lykteyðir.
SÖLUUMBOÐ UM ALLT LAND
BRÆÐURNIR ORMSSON H.F.
VESTURGÖTU 3. - SÍMI 11467.
REYKJAVÍK: HOSPRÝÐI H.F.
Laugavegi 176. — Símar 20440 — 20441.
VXKAN 37. tbl.