Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 16.09.1965, Qupperneq 33

Vikan - 16.09.1965, Qupperneq 33
sitt tjáningarform, engu síður en sitt klæðasnið og reiðtygjagerð. En auðgert er að heyra enn í gegnum sum orðanna þó karl- mennsku og þann drengskap, sem að baki býr. Það sem hér ræðir um, eru samtök til varnar helg- um réttindum og sæmd. Og þar er enginn undanskilinn, hvorki ríkur né fátækur. Það er ætlan þessara manna að gera aðför að hverjum ofbeldismanni, og skilj- ast ekki við fyrr en sá hefur fulla sæmd, er fyrir miska varð, fé- tjóni eða vansæmd. Þeir gera ráð fyrir að hefndin kunni að verða meiri á eftirförinni en tilverkn- aðurinn, en þá skulu allir bjarg- álna bændur að jöfnu halda uppi bótum, en þeir sem minna eiga gjaldi eftir mati hreppstjóra. Engan skal óhlutgengan gera sakir fátæktar, og engan undan- skilja þeirri réttarvernd, sem samtökin megna að veita. Þetta eru harla merkileg ákvæði og bera vott um drenglund og fé- lagsþroska, sem þýðingarlaust er að leita — dæma um í samþykkt- um og gjörningum bænda í ná- lægum löndum á þessari uppi- vöðsluöld lénsvaldsins 1496. Eng- ir bændur í Norðurálfu hefðu verið þess umkomnir að standa að og semja plagg á borð við Áshildarmýrarsamþykkt á þeim tíma, einfaldlega vegna þess að íslendingar byggja hér á sögu- legri erfð og réttarerfð, sem þeir voru einir um og átti sér rætur í grundvallaðri, háþroskaðri þjóðmenningu. Illa berum vér þá heitið söguþjóð, ef oss þykir eigi vert að minnast slíkra atburða. Eigi er oss kunnugt af heim- ildum, að fleiri hafi orðið fundir að Áshildarmýri, til framkvæmda samþykktinni, en vel geta þeir hafa átt sér stað allt um það. Beinar frásagnir um aðgerðir á grundvelli hennar eru eigi held- ur fyrir hendi, en eru engin sönn- un þess, að til þeirra hafi aldrei komið. Það er raunar nærri ó- hugsandi, að svo einarðleg og djarfmannleg samtök, sem þeirra Árnesinga 1496, hafi hvergi lát- ið til sín taka og engin áhrif haft. Þau hljóta að hafa verið allrækilega undirbúin og fylkt mönnum saman til innbyrðis trúnaðar og áræðis. Það eru t.d. ekki nema sex ár liðin frá því, er Áshildarmýrarsamþykkt er gerð, þangað til Torfi hinn ríki Jónsson í Klofa ræðst að Lénharði fógeta að Hrauni í Ölfusi 1502 og tekur hann af lífi. En Lén- harður var útlendur umboðsmað- ur hirðstjóra og hafði farið hið hroðalegasta tneð marga menn og misbeitt valdi sínu freklega. 37 árum síðar má annar illræmdur fógeti, Diðrik frá Minden, bíta í grasið í Skálholti er staðarráðs- maður, séra Jón Héðinsson, læt- ur vega hann í ránsferð. Vera má, að á milli þessara atburða sé ekkert beint samband og sízt svo að rakið verði. En annað er alveg víst. Hvorugt þetta land- hreinsunarverk hefði unnið ver- ið, ef sú einurð og karlmennska, sem lýsir sér í Áshildarmýrar- samþykkt, hefði ekki búið í brjóstum landsmanna. Og sam- tök slík, sem þau, er stofnuð voru að Áshildarmýri gátu ekki ann- að en glætt hana og eflt. Sam- þykktin sjálf átti og sinn þátt í því að varðveita með þjóðinni þann anda niður í gegnum ald- irnar, viðhalda skilningi hennar á fornum þjóðréttindum og lög- um, búa í haginn fyrir voryrkju- menn síðari kynslóða. Vér höfum því fyllstu ástæðu til þess að minnast með þakklæti og lotn- ingu mannanna, sem komu sam- an að Áshildarmýri 1496. Þeir voru einna fyrstir í fylkingu þeirra trúu varðmanna, sem sáu um það niður í gegnum aldirnar að réttur vor dó aldrei í vitund sjálfra vor, því stöndum vér nú þar sem vér stöndum. Þetta er sá boðskapur sem hinu stutta og einfalda leikriti mínu var ætlað að flytja. Og sú vísa verður ekki of oft kveðin, jafn- vel þó að betur mætti gjarnan kveða, en nú hefur tekizt til. Sigurður Einarsson í Holti. Kappakstur Framhald af bls. 13. Ég fór að aka fram úr einum bílnum eftir annan, llkast því að ég væri að þræða perlur á band. Þeg- ar að ég flautaði ákaft, viku flest- ir bílar til hliðar, vel uppalið fólk sem tók tillit til umferðalaganna, en svo voru aðrir, sem ekki vildu lofa mér fram úr undir neinum kringumstæðum. Ég tók eftir einu: það voru skrautlegustu bílarnir sem voru kraftmestir, stóru lúxusbílarn- ir, sem ekið var af fólki sem kærði sig kollótt þótt ekið væri fram úr þeim. Það vissi sem var að ef það vildi það viðhafa gat það ekið hraðar en nokkur annar. Það voru smábílarnir, sem voru alveg óþolandi, fullir af konum og börnum, með pabba við stýrið. Þessir vesalingar höfðu líklega eytt allri vikunni í stól, og vildu nú sýna konum og börnum hvað pabbi var duglegur og kaldur, og alltaf þeg- ar að ég ætlaði fram úr þeim, juku þeir hraðann, í stað þess að hægja á sér og víkja til hliðar. Ég hefði getað myrt þá, ekki sízt vegna þess hvað þeir voru sauð- þráir og rólegir, og óku þessum litlu bílum, sem þeir hafa eflaust keypt upp á afborgun, með ofsa- hraða. Fjölskyldan horfði á mig út Skólatöskur - Skjalatöskur fyrir námsfólk á öllum aldri. Sérstaklega skemmtilegar töskur fyrir börn. Úr meira en 50 tegundum að velja. Verðið er mjög hagkvæmt, t. d. kosta plasttöskur frá kr. 112.00 og leðurtöskur frá kr. 184,00, í mjög miklu úrvali, úr ekta leðri. Einnig mjög falleg plast-pennaveski. Höfum aldrei fyrr haft eins mikið og gott úrval af skólavörum og núna Pappírs- og ritfangaverzlun Hafnarstræti 18 - Laugavegi 84 - Laugavegi 176 (með nægilegum bílastæðum). VIKAN 37. tbl. /JQ

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.