Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 41
hennar reis öndvert á móti því og ást hennar líka —feimnislega ástin, sem hún hafði borið I br.iósti til Philippe, og myndi deyja, en hún myndi aldrei játa. — Philippe! Hann var að koma fram vilja sínum. Þetta var ekki í fyrsta skipti, sem hann hafði barizt þannig i dimmu horni yfirgefinnar hlöðu. Hann vissi, hvernig hann átti að þreyta fórnarlamb sitt og gera það að engu, meðan það másaði og kjökraði undir honum. Mjó stöng af gullsalla dansaði þvert um hlöðuna, þar sem birtan brauzt milli veggfjalanna. — Philippe! Hann heyrði hana kalla nafn hans, en rödd hennar var honum framandi. Af þreytu, og ef til vill áfengum ilmi heysins, gafst Angelique upp. Hún gat ekki verið reið lengur, og hún lét yfir sig ganga eignarrétt mannsins, sem fór svona grimmilega með hana. Þetta var sami Philippe og hún hafði elskað síðan í Monteloup í gamla daga. Hverju máli skipti, þótt hún fyndi til, þegar það var hann, sem meiddi hana? Hún ýtti frá sér öllum aukaatriðum og varð aðeins kvenvera, sem tók á móti atlotum karlveru. Hún var hans fórnarlamb, hans eign. Hann hafði rétt til að nota hana að vild. Þrátt fyrir tærndi ástriðuna, sem hafði hann á valdi sínu, fann Philippe, þegar hún gafst upp. Hann óttaðist, að hann hefði meitt hana, og reyndi að halda aftur af ofsafengnum losta sínum og geta sér til um, hvað þessi skyndilega þögn í myrkrinu þýddi. Svo fann hann blíða snertingu handar hennar á kinn sinni og það snart hann svo undarlega, að hann féll máttvana að líkama hennar. Hann ákvað að hafa stjórn á sér og hvarf frá henni, án þess að vita, að hann hafði næstum fært henni algleymi. Hann leit á hana útundan sér og gat sér til, að hún væri að laga fötin. Hver hreyfing hennar bar honum nýja öldu af ilmi hennar. Hann fylltist tortryggni: — Aðgerðir mínar virðast hafa valdið yður minni óánægju, en ég hafði ímyndað mér. Gleymið ekki, að þetta var refsing. Hún lét andartak líða, áður en hún svaraði með lágri, þýðri röddu: — Ef til vill voru þetta verðlaun. Philippe stökk á fætur, eins og hann skynjaði skyndilega hættu. Hann var óeðlilega veikburða. Hann langaði til að leggjast í ilmandi heyið við hlið Angelique og tala við hana, en hann skelfdist slíka fram- andi löngun. Hann gekk út úr hlöðunni með þá óþægindatilfinningu, að hann hefði ekki haft síðasta orðið að þessu sinni. 13. KAFLl Versalir svitnuðu undan sjóðheitri sólinni, dag nokkurn í júlí. Til þess að finna örlítinn svala gengu Angelique, Madame de Ludre og Madame de Choisy undir vatnsbogann, en það var þægilegur gangstigur, sem naut skugga trjánna, og var kældur með gosbrunnum, sem skutu upp súlum sínum beggja megin og hver á móti öðrum, þannig að vatnsbunurnar mynduðu boga yfir gangstíginn án þess að ýringur bærist niður. Þar rákust þær á Vivonne. — Eg hef dálítið, sem ég þarf að ræða við yður, Madame, sagði hann við Angelique. — Ég ávarpa yður ekki aðeins sem fegurstu dís þessarra skóga, heldur sem hina vitru móður, eins og forfeður okkar myndu hafa sagt. Mig langar til að biðja yður að eftirláta mér Cantor, son yðar, í fylgdarlið mitt. — Cantor? Hvernig getur slíkt barn orðið yður að gagni? — Eg get alveg eins spurt að þvi, hvernig stendur á því að menn vilja hafa söngfugla nálægt sér. Drengurinn hefur gersigrað mig. Hann syngur svo vel og spilar á svo mörg mismunandi hljóðfæri, að mig langar óumræðilega til að fá að hafa hann með mér i leiðangri mínum. Þá get ég haldið áfram að yrkja Ijóð og lög og hlusta á hann syngja Þau með englarödd sinni. — Leiðangri yðar? — Vitið þér ekki, að ég hef rétt í Þessu verið skipaður aðmíráll flotans? Konungurinn hefur sent mig til að berjast við Tyrkina, sem hafa umkringt Candia í Miðjarðarhafinu. — Svo langt i burtu! hrópaði Angelique. — Ég vil ekki láta drenginn minn fara. Hann er allt of ungur, aðeins átta ára gamall.... — Hann hefur þroska ellefu ára barns, og hann verður ekki einmana. Sveinar mínir eru af góðu fólki. Og þjónninn minn er fullþroska maður, sem á sjálfur mörg börn, og ég treysti honum fullkomlega til að hugsa um litla, fallega drenginn yðar. Þar að auki, Madame, eigið þér ekki hagsmuna að gæta í Candia? Ættuð þér ekki að senda annan sona yðar til að líta eftir léni yðar? Angelique ákvað að taka þetta ekki alvarlega, en sagðist myndi hugsa um það. — Það væri mjög hagstætt fyrir yður að láta þetta eftir Vivonne, sagði Madame de Choisy, eftir að aðmírállinn hafði yfirgefið þær. —. Hann hefur mjög háa stöðu núna. Þessi stöðuhækkun hefur gert hann að einum mikilvægasta manninum í Frakklandi. Madame de Ludre brosti eitruðu brosi: — Og við skulum ekki gleyma því, að hans hágöfgi hefur tilhneigingu til að heiðra hann stöðugt meir með hverjum deginum sem líður, þótt ekki sé fremur en til ann- ars en að koma sér I mjúkinn hjá systur hans. —• Þér talið eins og Madame de Montespan væri þegar orðin ástmær hans, sagði Madame de Choisy. — Hún fer mjög dult með það. — Það, sem hún segir, og það, sem hún gerir, er ekki endilega það sama, eins og þér ættuð að vita af reynzlunni nú orðið. Það má vel vera, að Madame de Montespan hafi ekki viljað láta koma upp um ástarævintýri sitt, en hinn afbrýðissami eiginmaður hennar hefur ekki gefið henni tækifæri til að þegja yfir því. Hann reynir að gera eins mikið hneyksli úr því og ef keppinautur hans væri einhver drykkju- rúturinn í París. — Nefnið ekki nafn þess manns! Hann er bjáni og einn af siðlausustu mönnum konungdæmisins þar að auki. — Ég hef heyrt, að hann hafi nýlega komið í hádegisverðarboð til Monsieur án hárkollu, og þegar hann var spurður að því, af hverju hann hefði ekki hárkollu, sagðist hann hafa tvö horn á enninu, sem kæmu í veg fyrir, að hárkollan tylldi á honum. Hann getur nú verið anzi sniðugur! LILJU LILJU LILUU Fást í næstu búð

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.