Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 11
 : •-• • • %■ v lillllii JÍIIIII'ÖI ■ ' ■ a\ 'V , •' :••••; ' • :•• '•::;' '. ":• ;• í V -•• ' ^ ' V +' = Blli 1111 iiii: ■ • • • •.>••., lililliill ■" O Fyrstu vikurnar í glerhúsinu var Sara ekki í öSrum fötum en bleyju, svo hún gæti hreyft sig hindrunarlaust. Svo var hún klædd í venjuleg barnaföt og var jafnónægð meS þaS. Hún var brosandi allan daginn, ekki sízt þegar mamma kom til aS tala viS hana. <i Graham pabbi er hreykinn af tilraun sinni, Sara hefir sannar- t lega ekki fariS ó mis viS for- eldraóst, þótt hún hafi búiS í glerhúsi. 1. Hún gat staðiö upprétt þegar hún var aðeins tuttugu vikna. Venjulega standa börn ekki upp fyrr en þau eru fjörutiu vikna. 2. Sara gat. lika gengið nokkur skref, ef móðir hennar leiddi hana, þegar hún var tuttugu vilcna. 3. Fimm mánaða og þriggja vikna gat hún án hjálpar hreyft sig i leikgrindinni og staðið upp við stól. Börn gera það yfirleitt ekki fyrr en þau eru níu til tíu mánaða gömul. Það er því hœgt að slá þvi föstu að Sara, sem fæddist þrem vikum fyrir timann, er fyrri til en börn almennt. Vísindamaður- inn sjálfur heldur því fram að þessi þroski beri lika vott um óvenjulega góða greind. Nú spyrja aðrir hvort Sara sé einfaldlega ekki óvenjulega greind frá náttúrunnar hendi, eða hvort þessi árangur sé „gler- búrinu“ að þakka. Einn vísindamaðurinn sagði að Franklin hefði enga sönnun fyrir því að Sara hefði ekki verið jafn þroskuð, þótt hún hefði aldrei komið í glerhúsið. Annar segir þetta á svolitið annan hátt: — Ef Franklin gæti farið aftur í timann og látið Söru litlu alast upp á venjulegan hátt, getur alveg eins verið að hún hefði náð sama þroska. Hér er því ekki hægt að gera neinn Sam- anburð. En Graham Franklin heldur fast við sínar skoðanir. Hann er hárviss um að góð heilsa og ör þroski dótturinnar, sé glerhús- inu að þakka. — Við vitum að það er hægt að hafa áhrif á sálarlíf smábarna, jafnvel frá fyrsta degi, segir hann. — En ég leyni þvi auð- vitað ekki, að þessi tilraun er þáttur af rannsóknastarfi minu. Þessvegna losuðum við okkur við allt sem gat hindrað framfarir Söru, andlegar og líkamlegar. A. Barnið átti að hafa tæki- færi til að hreyfa sig hindrunar- laust af óþarfa fatnaði. Hitastig- ið þurfti líka alltaf að vera jafnt, svo við settum hitastilli í „búr- ið“, þannig að það var alltaf 33 stiga hiti á Celsius, og það var hitað upp neðan frá. B. Barnið varð að vera öruggt þarna inni, þar mátti ekki vera neitt, sem t.d. orsakaði köfnun, ef barnið lá á grúfu. Þessvegna létum við útbúa loftræstingu í „búrið“, hreint loft kom alltaf inn i það, neðan frá lika. C. Sara varð að geta séð allt sem skeði i kringum hana, og við að geta haft stöðugt auga með henni. Þess vegna höfðum við veggina úr gleri. „Búrinu“ var komið fyrir í dagstofunni, í axl- arhæð fullorðinna. Þá gat barn- ið séS fólk í eðlilegri hæð, en ekki eins og stór skrímsli, sem hvolfa sér yfir vögguna. Þetta hlaut að auka öryggiskennd barnsins. D. Barnið varð lika að geta heyrt til okkar svo að það gæti vanizt öllum daglegum hljóðum, þessvegna settum við svolitinn glugga á „búrið“. E. ’Barnið varð líka að vera á þeim stað, þar sem hægt var að hafa stöðugt eftirlit með því. F. Eitt aðalatriðið var að láta barnið ekki anda að sér allt of þurru stofuloftinu, þess vegna létum við búa til áhald, sem sá stöðugt fyrir nægilegu hreinu lofti utan frá. Að öllu þessu athuguðu og með allskonar útreikningi var svo „búrið“ smiðað. En svo kom fyrir atvik sem varð þess valdandi að við hætt- um við að setja Söru í „búrið“ fyrst i stað. Konan mín fékk botnlangakast og varð að fara undir uppskurð. Þetta varð til þess að Sara fæddist þrem vik- um fyrir tímann. Við tókum þetta sem aðvörun og glerhúsið fannst okkur eiginlega andstyggi- legt og óhugsandi að setja barn- ið í það. Sara var því sett í venjulegt barnarúm og klædd venjulegum smábarnafötum. En það var Sara sjálf sem kom okkur til að gera tilraun með ,,búrið.“ Hún var óvær, svaf illa og grét stöðugt. Þá var það klukkan fjögur um nótt að við sóttum gripinn og settum hana í „búrið“. Hún var samt í þunn- um náttfötum. Árangurinn lét ekki bíða eftir sér, eftir nokkrar mínútur var hún steinsofnuð. TORTRYGGNIR EMBÆTTIS- BRÆÐUR — Nokkrum dögum seinna settum við barnarúmið upp á loft, heldur Graham Franklin áfram. — Sara var glöð og ör- ugg í litla glerheiminum sínum, og í næstu fjóra mánuði var það aðalaðsetursstaður hennar. Hún var tekin út í hvert skipti sem hún fékk að borða, og þegar hún var farin að ganga var „búrið“ notað sem svefnpláss. Leikföng fékk hún alltaf við sitt hæfi og þau voru hengd upp í búrinu. En það er nú önnur saga. Það sem mæður og læknar ef til vill hefðu gaman af að heyra, er að Sara varð aldrei veik þessa Framhald á bls. 28. VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.