Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 12
1. — Þótt undarlegt megi virðast, sagði dr. Manners, — kann ég sögu um það, að upp hafi komizt um morðingja fyrir tilstilli fugls; í þessu dæmi fyrir tilverknað dvergkróku. — Er það satt? sagði herra Pitt með óhuga. — Segið mér fró því. Ég trúi hverju sem er upp ó dverg- króku. Ef ég ætti ekki Georgíönu, býst ég við að ég hefði vdlið mér dvergkráku fyrir gæludýr, þær eru meðal þeirra fáu fugla, sem geta aðlagazt lífi húsdýra. — Já, ég hef heyrt það, sagði dr. Manners. — En ég hef enga persónulega reynzlu. Fitzbrown sagði mér þessa sögu — í raun og veru kom þetta fyrir hann. Þér þekkið Fitzbrown? ffann starfar í sveitinni utan við Chode. — Já, ég hef hitt hann, sagði herra Pitt. Hann vinnur mikið með Mallet, er það ekki? Manners kinkaði kolli: — Afskaplega viðkunnanlegur ná- ungi; óvenju snjall að mörgu leyti. Við vorum saman í skóla í Broxeter. Þetta litla ævintýri gerðist meðan við vorum í skóla. En meðal ann- arra orði, hversvegna förum við ekki og látum hann segja okkur söguna sjálfan? Hvernig væri það, að ég kæmi á fundi okkar — til dæmis að við snæddum saman heima hjá mér eða honum? — Ég hefði mjög gaman af því, sagði herra Pitt. Og þannig var þvi komið í kring, að dr. Manners æki herra Pitt og Smásaga efftir IVIaryJPitt Teikning Baltasar. Næsta kvöld kom hann aftur. Að þessu sinni komst hann inn í eldhúsið í gegnum opinn glugga og hafði étið meirihlutann af kvöldverði mínum, sem þjónustustúlkan hafði skilið eftir handa mér á bakka, áður en ég varð hans var. Þegar ég kom í eldhúsdyrnar heilsaði hann mér með glaðlegu „tsjakk"! flaug upp á öxl mína og tók að kroppa í eyrnasnepilinn á mér. Það var augljóst mál, að hann lét sér ekki segjast við smámuni. 12 VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.