Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 17
 ■ ’ ■. : 'i s>- : ' ! Það er nú upplýst, að þær heilsufarshörmungar, sem yfir þjóðina hafa dunið ó undangengnum öldum, stöfuðu af neyzlu mjólkuraf- urða. Var stofnað félag til höfuðs öllu því, sem unnið er úr mjólk, og hafa mjólkurafurðir hrannazt upp víða um landið, en félags- menn ferðast eingöngu ó reiðhjólum og stýfa jurtasmjör úr hnefa. <y Snemma sumars tóku veitingamenn landsns að kvarta undan kjöt- leysi. Einhvern veginn hefur rætzt úr þessu; engu sauðfé var þó slótrað fyrr en venju ber til. 'O- Engin meiri hóttar fjórdráttarmól komu upp á sumrinu. ý Nokkur úlfaþytur varð í Hafnarfirði út af því, hvaða slökkvidælur skyldi nota til að slökkva hvern eld út af fyr- ir sig, út af þessu kviknaði í fyrir al- vöru og brunnu embættisstólar tveggja manna. Tekinn var sá kostur að ráða nýja menn í æðstu stöður liðsins. A miðju sumri sneri bátaflotinn heim vegna almennrar óánægju með afla- verðmætið. Ríkisstjórnin gerði þegar í stað ráðstafanir til að viðreisa kæti sjómannanna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.