Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 31
■ | |r er komið haust og BH rara nýju bílarnir sem óð- HkH 11 asl að líta dagsins Blll ljós. Svo er að sjá, | g sem ofurlítið meiri kyrrð sé komin á út- lit bíla frá ári til árs en var til skamms tíma, og bílaverksmiðj- urnar leggi ekki eins mikið upp úr örum útlitsbreytingum og áð- ur var, Vikan mun, eins og að undanförnu fylgjast vel með á þessu sviði og kynna nýjungarn- ar fyrir lesendum sínum smám saman, og hér ríðum við á vaðið með fjóra bíla, sem eru nú að koma hingað í fyrsta sinn eða með breyttu útliti, en sá eini af þessum fjórum, sem þannig er háttað um, er Moskvits. Þessi litli Rússi er orðinn glettilega vinsæll bíll, enda allur annar en hann var hérna í upphafi, og með þessu nýja útliti hafa Rússar stig- ið mörg skref fram á við. Mosk- vits er orðinn með laglegustu bíl- um sinnar stærðar og mjög svo vestrænn í útliti. Hann er áfram fjögra dyra eingöngu, en station útgáfu verður líklega hægt að fá, þegar kemur fram á næsta ár. Hann er að framan nokkuð keim- líkur smækkaðri mynd af Class- ic 63 — 64, en minnir á Cortina aftan til, og að innan er hann lát- laus og smekklegur. Mælaborðið er gerbreytt, orðið til muna kapi- talistískara, stýrið er körfutýpa og svart að lit. Að gangverki til er þessi bíll næstum eins og fyrirrennari hans, þessi með breiðu röndinni á hliðinni, nema hvað þessi er með vitund sterkari rafala og geymi, og vélarorkan hefur verið aukin lítið eitt, svo bíllinn er snarpari í viðtökum en verið hef- ur. Eyðslan er þó svipuð, eða 6,5 lítrar á hundraðið, að því er verksmiðjan gefur upp. Verðið er 145 þúsund krónur. Þá er næst að kynna nýjan bíl hér. Iiann er frá Crysler og heit- ir Farmobil. Hann er til þess gerður að komast hvert sem er, hvar sem er og hvenær sem er, en slíkir bílar komu fyrst fram í síðasta stríði og vom þá kall- aðir „General Purpose Vehicle", sem þýðir orðrétt „farartæki til allra þarfa“. Þetta var svo skammstafað GP, en framburður þeirra stafa á enskri tungu er nánast dsjíp, sem síðan var svo skrifað Jeep, hljóðþýtt yfir á ís- lenzku með orðinu jeppi, sem or orðin viðurkennd íslenzka, þótt stafsetningin þverbrjóti þá staf- setningarreglu, að rita skuli é í staðinn fyrir je. Þetta orð hefur síðan verið notað hér fyrir öll þau farartæki, sem hafa sömu eða svipaða eiginleika og villísjepp- arnir gömlu, en fyrir nokkrum árum settu íslenzk stjórnarvöld nokkuð strangar reglur um, hvaða skilyrði farartæki yrðu að uppfylla til að komast í hóp jeppa, og var við þá reglugerð farið eftir flestu fremur en hæfi- leikum farartækjanna, svo sem lengd milli hjóla, hvar og hvern- ig dráttarkrókar eru á þá festir og fleira þess háttar. Farmobil hefur þau einkenni, að hann er eingöngu með aftur- hjóladrifi, en læstu mismunadrifi, sem gerir það að verkum, að bæði afturhjólin taka í undir eins, og það er í flestum tilfellum engu lakara en að annað framhjól og annað afturhjól taki í með opn- um mismunadrifum, því mis- munadrifið snýr alltaf því hjól- inu, sem léttara hefur fyrir. Að öðru leyti en þessu uppfyllir Farmobil hin íslenzku skilyrði fyrir jeppa, en það dugar til þess, að hann myndi kosta hér um 170 þúsund í staðinn fyrir 100 þús- und, ef hann væri samþykktur í jeppaflokk. Svo umboðið, Jón Loftsson hf. geymir rólegt sína bíla og bíður þess, sem koma hlýtur, að bílar verði metnir eft- ir hæfileikum, en ekki því hvar dráttarkrókurinn er festur á þá. Farmobil hefur tveggja strokka vél með láréttum strokkum, loft- kælda, 38 ha. við 5000 snúninga á mín. Gírkassi er fjögra gíra og alsamstilltur, skifting í gólfi, og bæði vél og kassi eru aftan í. Síðan er óháð gormfjöðrun á hverju hjóli, og bremsur góðar. Bíllinn kemur með blæjuhús yfir tvö sæti, en hægt er að fá blæj- ur alveg aftur úr og sæti fyrir þrjá aftur í, ellegar þá — sem trúlega verður gert að góðum íslenzkum jeppasið — að byggja yfir þá hér. Nú er Peugeot, sem annars er lítið fyrir breytingarnar, kominn með glænýjan bíl, allt öðru vísi en hina fyrri. Hann er með 4 strokka, 58 ha. „overhead cam- shaft“ vél, vatnskælda, sem snýr þversum fram í bílnum og drif á framhjólum. Fjöðrun er al- gormar og hvert hjól óháð. Diska- bremsur að framan, og hjólbarð- arnir eru hinir vinsælu Michelin X. Allur frágangur bílsins ber Peugeot handbragðið og hann hefur haldið flestu því, sem gerir hina Peugeot bílana svona vinsæla, svo sem rafsegul- viftunni og fleira af því tagi. Um- boð er Hafrafell, og bíllinn kost- ar um 205 þúsund. Haflinger er svipaður Farmo- bil. Þetta er austurrískt torfæru- farartæki, með 24 ha. tveggja strokka loftkældri vél aftan í og drifi á öllum hjólum, læstu mis- munadrifi framan og aftan. Fjöðrun er óháð gormafjöðrun og gírkassinn fjögra gíra og alsam- stilltur. Standard er bíllinn með blæjum með einu farþegasæti fram í, og fáanlegur með aftur- sætum og blæjum fyrir tvo eða fjóra, eða tveggja manna plast- húsi. Áætlað verð á standard- útgáfunni er um 114 þúsund krón- ur og umboðið er Skorri h.f. anum, og þegar ég hafði ýtt hon- um út fyrir, flaug hann inn aftur. Ég varð að grípa hann, setja hann út aftur — þvert ofan f hið reiði- lega, „tsjakk"! og loka gluggan- um vandlega. Jafnvel þá þramm- aði hann fram og aftur á glugga- syllunni og reyndi reiðilega á gluggakarmana og gluggarúðurnar með gogginum. Að lokum varð hann að lúta í lægra haldi og hverfa burt og ég sá hann hverfa með höfuðið á undan niður ( hæsta reykháfinn á stóra húsinu við hlið- ina á húsinu sem ég bjó í; húsi, sem mér virtist þá standa autt. Næsta kvöld kom hann aftur. Að þessu sinni komst hann inn f eld- húsið í gegnum opinn glugga og hafði étið meirihlutann af kvöld- verði mínum, sem þjónustustúlkan hafði skilið eftir handa mér á VIKAN 39. tbl. gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.