Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 48

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 48
iCIMíiYemdar skóna Angelique og kóngurinn Framhaid af ws. 15. láta þá útskýra þá hluti, sem þér voruð á hnotskóg eftir og gert þetta allt svo rólega og eðlilega, að engann hefur dottið í hug að gruna yður. Við erum ekki í vafa um, að margar af velheppnuðum fjármálaaðgerð- um okkar hafa lánazt eingöngu fyrir yðar tilstilli. — Það tekur því ekki að tala um þetta, sagði hún og hörfaði litið eitt. — Yðar hágöfgi þarf ekki að hrósa mér. Þetta er allt í mína eigin þágu og mér til góðs, og það er þakklæti í sjálfu sér. Konungurinn tók viðbragð. Skugginn, sem hann stóð í var svo dökk- ur, að hún sá ekki framan í hann. Þögnin milli þeirra varð vandræða- lega spennt. — Þér berið kala til mín. Gerið svo vel að segja mér hversvegna. — Hvernig getur yðar hágöfgi hafa látið það fara framhjá sér? Þér eruð vanur að vera næmari en þetta. — Næmleiki minn bregzt mér oft, þegar konur eru annarsvegar. Ég get aldrei verið viss um, hvað þær hugsa eða hvaða tilfinningar þær bera. Hvaða karlmaður, hvort hann er kóngur eða ekki, getur það? Þrátt fyrir það að hann var léttur í máli virtist honum ekki líða vel. Taugaóstyrkur hans jókst. — Við skulum snúa aftur til gesta yðar, Sire, ef yður væri sama.... — Það er engin ástæða til að flýta sér. Ég vil kryfja Þetta mál til mergjar. — Ég hef ákveðið að vera ekki lengur varnarveggur fyrir yður og Madame de Montespan, sagði hún. — Colbert borgar mér ekki fyrir það. Mér Þykir svo vænt um mannorð mitt, að ég vil fá að ráðstafa því að eigin vild, ekki gefa það einhverjum öðrum.... jafnvel ekki konunginum. — Svo það er það. Madame de Montespan ætlaði að láta yður vera lepp og snúa tortryggni hins vonlausa eiginmanns síns í yðar átt. Það var ekki slæm hugmynd. — Eins og yðar hágöfgi hafi ekki vitað þetta? — Haldið þér, að ég sé auðtrúa hræsnari? — Verð ég að ljúga að kónginum eða valda honum óánægju? — Svo þessi er hugmynd yðar um konunginn? — Konungurinn þarf ekki að haga sér þannig gagnvart mér. Hvað haldið þér eiginlega að ég sé? Haldið Þér, að ég sé eitthvað leikfang, sem þér getið kastað burt, Þegar þér eruð orðnir þreyttur á þvi? Eg er ekki yðar eign. Hann greip ofsafenginn um úlnliði hennar: — Það er rangt. Allar konur hirðarinnar eru min eign! Þau titruðu bæði af reiði. Eitt andartak skutu augu þeirra gneistum þar sem þau horfðust í augu. Kóngurinn varð fyrri til að ná valdi yfir sér: — Svona nú, við skulum. ekki rifast út af engu. Mynduð þér trúa mér, ef ég segöi yður, að ég heföi reynt að telja Madame de Montespan ofan af þvi að nota yður fyrir lepp? Hversvegna hana? sagði ég hvað eftir annað. — Vegna þess, svaraði hún, — að aðeins Madame du Plessis-Belliére tekur mér fram. Ég vil ekki, að sagt verði, að yðar hágöfgi hafið gengið fram hjá mér vegna einhverrar annarrar, sem ekki er jafn fögur og ég. Þarna sjáið þér, Þetta er sönnunin fyrir Því, hvern hug hún ber til yðar. Hún hélt, að þér væruð svo barnaleg að leika yðar hlutverk, án Þess að sjá hvert það leiddi yður. Eða ef til vill nógu slyng til að ráða þvi sjálf, hvert það leiddi yður. Hún hafði rangt fyrir sér i báðum tilfellum. En það er óréttlátt, að þér berið k£ila til min fyrir þetta. Hvernig getur þetta sært tilfinningar yðar svo mjög, litla leikfang? E’r það slík vanvirða að vera álitin ástmær konungsins? Hljótið þér ekki vissa frægð af þvi? Gullhamra? Tækifæri? Hann dró hana bliðlega að sér og hélt henni í faðmi sér, meðan hann hvíslaði að henni, hallaði sér yfir hana og reyndi að greina andlits- drætti hennrar í daufri birtunni. — Sögðuð þér, að mannorð yðar heföi beðið hnekki? Ekki við hirð- ina. Þvert á móti. Það hefur fengið nýjan ljóma. Það get ég sagt yður. Á ég að trúa þvi, að þér hafið látið þetta koma yður á óvart? Að þér hafið trúað þessum skrípaleik? Er það þar, sem hnífurinn stendur í kúnni? Voruð þér svikin? Angelique svaraði ekki. Hún fól andlitið i flauelsskikkju hans, andaði að sér írisilminum og fann, hvernig handleggir hans héldu heiuii stöð- ugt fastar. Það var langt siðan hún hafði hvilt í svona blíðu faðmlagi. Ó, hve hún naut þess, að vera róuð Þannig eins og barn, jafnvel þótt hún væri ávítuð lítið eitt um leið! — Hvernig var hægt að koma jafn skynsamri konu og yður svo á óvart? Hún hristi höfuðið án þess að svara. — Nei, ég vissi það, svaraði kóngurinn og hló. — Og Þó er það skrýtið. Ef ég segði yður, að ég hefði aldrei litið á yður öðruvisi en aö fyllast þrá til yöar, og sú hugsun hafi oft fyllt mig.... Angelique sleit sig lausa. — Ég myndi ekki trúa yður, Sire. Ég veit, að hjarta yðar hágöfgi liggur annarsstaðar. Þér hafið valið vel.... Að undanteknum þeim galla, að vali yðar fylgir afbrýðissamur eigin- maður. — Það er töluverður ágalli, sagði konungurinn og gretti sig. Hann tók aftur um handlegg Angelique og leiddi hana niður á milli trjánna. — Þér getið ekki ímyndað yður, hvað þessi Montespan hefur gert til að valda mér óánægju. Hann endar með Því að kæra mig fyrir mínu eigin þingi. Ég er viss um að Philippe du Plessis væri miklu sam- vinnuþýðari eiginmaður en þessi sígalandi de Pardaillan, en til þess hefur ekki komið enn. Hann hélt henni nógu mikið frá sér til að geta horft beint framan í hana. — Við skulum semja írið, litla markgreifafrú. Konungur yðar biður auðmjúkur fyrirgefningar. Bræðir það hjarta yðar? Hún átti auðvelt með að ímynda sér þokkann i brosi hans og birt- una í augunum. Það fór léttur skjálfti um líkama hennar. Andlit hans var mjög nærri hennar, mjúkar brosandi varir hans, ylurinn í augnaráð- inu, allt þetta dró hana að honum. Allt í einu tók hún til fótanna, lyfti upp þungum pilsunum til að geta hlaupið hraðar, en hljóp beint inn í þykkt limgerði. Móð og másandi hallaðist hún upp að fótstalli styttu og litaðist um. 1 fjarska heyrði hún dansmúsikkina, en kringum hana ríkti þögn, sem ekkert rauf, annað en gjálfrið í gosbrunnunum, og fótatak kóngs- ■ ins, þegar hann steig mölina nær henni. — Litla leikfang, muldraði hann. —Af hverju hlaupið þér? Hann tók hana aftur i fangið, neyddi hana til að hvíla höfuðið á öxi hans og hallaði kinn sinni að hári hennar. — Þær reyndu að særa yður, og það var óverðskuldað, en ég veit, hve grimmar konur geta verið hver við aðra. Það er í mínu valdi, kon- ungs yðar, að vernda yður. Fyrirgefið mér, litla leikfang. Angelique fann orkuna þverra og tilfinningarnar snúast eins og í hringiðu. Andlitsdrættir konungsins voru ósýnilegir af barði hins stóra hirðhatts, skuggi, sem huldi þau bæði, en hún heyrði lága kliömjúka rödd hans. — Óttinn fyllir þær verur, sem hér búa saman, barnið mitt. Trúið mér til; ég stjórna þeim með járnaga, því ég veit hvílik ógn og blóðugt brjálæði myndi hljótast af, ef ég gerði Það ekki. Það er ekki einn ein- asti maður meðal þeirra, sem ekki gæti átt Það til að snúa heilli borg eða héraði á móti mér og valda þjóð minni þjáningu. Þessvegna hef ég auga með þeim öllum, hér við hirð mína í Versölum, þar sem enginn getur gert skaða. Ég læt engan sleppa. Sumir sigla svo nærri ströndinni, að þeim hlekkist á. Þeir verða að hafa sterkar, beittar tennur og klær til að komast af. En þú ert ekki eins og þeir, litla, fallega. leikfang. Með svo lágri rödd, að hann varð að halla eyranu að vörum hennar til að heyra hvað hún sagði, spurði hún: — Eruð þér að reyna að láta mig skilja, að ég eigi ekki heima viö hirðina? — Alls ekki. Ég vil hafa yður hér. Þér eruð eitt fegursta hirðskrautið. Smekkur yðar, þokki og virðuleiki, hafa mig alveg á valdi sínu. Ég hef sagt yður þetta allt, yðar vegna, svo þér getið komizt undan ránfuglun- um við hirðina. — Það hefur nú gengið svona og svona hingað til, sagði Angelique. Konungurinn snerti enni hennar blíðlega, til að halla höfði hennar aftur á bak, svo hann sæi íraman í hana í tunglsljósinu. Undir dökkum VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.