Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 30.09.1965, Blaðsíða 49
bráhárunum voru græn augu Angelique eins og skógarlindir. Næstum eins og óttasleginn þrýsti konungurinn vörum sínum að hennar. Hann ætlaCi ekki aO hræða hana, en við snertinguna varö hann aðeins maður, ólgandi a£ þrá, og við snertingu hans titruöu æskuferskar varir hennar, íyrst þrjóskulullar og lokaöar, en opnuðust siðan i svari. — Ahh! Hún er ekki reynslulaus, hugsaði hann. Hann hætti og leit á hana með nýjum skilningi: — Ég elska varir yðar, sagði hann. — t>ær eiga engan sinn líka. Þetta eru konuvarir og þó ungrar stúlku, svalar en þó brenntmdi. Hann sleppti henni, og þegar hún gekk hægt burtu, reyndi hann ekki aö halda aftur af henni. Þau stóðu kyrr með fárra feta millibili. Aiit í einu rufu nokkrir hvellir þögnina, og greinar trjánna bærðust af bergmálinu. — Flugeldasýningin er byrjuð. Við megum ekki missa af henni. ViC skulum snúa við, sagöi konungurinn með rödd, sem gaf til kynna, að honum var þaö þvert um geð. Þau gengu þegjandi heim að danssalnum. Þys fjöldans var rofinn aí sprengingum. Þau gengu fyrir jasmínurimna og allt í einu voru þau böðuð í ólgandi ijósi. Konungurinn tók um hönd Angelique, ýtti henni blíölega frá sér og leit á hana: — Ég hef enn ekki óskaö yður til hamingju meö búning yðar. Hann er mjög fallegur. Aöeins yöar elgin fegurö skarar fram úr hans. — Þakka yður fyrir, yðar hágöfgi. Angelique hneigði sig djúpt. Kon- ungurinn hneigði sig fyrir henni, skellti saman hælunum og kyssti á hönd hennar. — Jæja, erum viö þá vinir aítur? — Kannske. — Ég vona þaö. Angelique gekk hratt burt, þlinduö af hinum björtu ljósum og sá, hvernig höllin Ijómaði upp úr myrkrinu i íjarska eins og umkringd eldhring. Síöustu bjarmar veizlunnar blönduðust dagsbirtunni. LúÖvík XIV gaf fyrirmæli um aö snúa aftur við til Saint-Germain. Þreyttir hirð- menn fylgdu honum á hestum eOa í vögnum. Allir kepptust um að hrósa veizlunni, sem haföi veriö einhver hin mesta frá upphafi vega. 14. KAFLI Þetta var veizla, sem Angelique minntist lengi Hún hafði átt tvo rómantíska fundi á götum garösins, séð IjósadýrÖ, sem enn blindaði augu hennar, en gæti þó hafa veriö fljótandi á gullnu skýi, ef ekki hefði veriö vegna eftirkasta af spenningi, sem gerði henni beiskt bragð af annarskonar fögrum minningum. Þannig var hugarástand Angelique morguninn eftir nóttina í Versölum. Og í flöktandi huga hennar var enn eitt áhyggjuefnið sem kom hvað eftir annað upp á yfirboröiö — kringlótt andlit Cantors litla, sem Vivonne vildi fá fyrir meðreiöarsvein. Fyrst er að ráöa fram úr því, sagði Angelique viö sjálfa sig og reif sig upp úr dagdraumunum. Hún reis upp af sófEinum, þar sem hún var aö hvíla sig eftir nóttina áður. Hún gekk yfir forsal Hotel du Plessis og rödd Cantors barst til hennar ofan af loftinu: Gæfan hefur greifi þér, gefiö stærri hlut en mór.... Hún hikaði eitt andartak fyrir íraman svarta eikarhurð. Til þessa haföi hún ekki komizt svona langt. Þetta voru dyrnar að herbergjum Philippe. Hún hörfaði aftur og hugsaðl sig um. Rödd hins átta ára gamla drengs, sem söng um framhjáhald Hinriks IV, kom henni til að hlæja. Hún herti upp hugann. La Violette svaraöi, þegar hún knúði dyra. Philippe stóð fyrir framan spegilinn og var að laga á sér bláan jákkann, áður en hann færi til Saint-Germain, en þangað átti Angelique að fylgja honum síöar. Hún hafði verið boöin í eina af veizlum drottningarinnar meö kvöldmat á eftir. HirÖmennirnir höfðu litinn tíma til að sinna fjölskyldumálunum. öll réttindi áskitin, Opera Muncti, Pcuris. Framh. í nœsta blaöi. Jóhann Hannesson Framhald af bls. 26. 5. Erlendis er nú ( athugun aö heröa kröfurnar Hitt er svo annað mól, hvernig á að herða þær og að hve miklu leyti. Ég er ekki fylgj- andi því, að herða þær mikið, nema í framsetningu talmáls og ritmáls. Tungumálakunnátta st.údenta er all- góð, en framsetningu á íslenzku máli er ábótavant. Ég er ekki fylgj- andi því, að sérmennta stúdenta að miklu leyti, stúdentsnám á að veita trausta almenna menntun. Annað er það, að kröfurnar harðna um meiri sérmenntun, enda þurf- um við æ meira og meira sérmennt- aðs fólks við. Kennarar þurfa að sérmennta sig til kennslu treg- gáfaðra, hjúkrunarkonur til að stunda geðveika, allir læknar þurfa einhverja sérmenntun o.s.frv. Enda er áreiðanlegt, að þetta fyrirkomu- lag á framtíðina fyrir sér. Með mikilli sérmenntun getur komið til greina, að offjölgun verði ( sumum greinum en skortur í öðr- um. Það ér tilgangur starfsfræðsl- unnar að benda fólki á margar leið- ir með tilliti til þessa. Það, sem við þurfum, eru áætlanir, byggðar á hagskýrslum um þörf starfsmanna nokkur ár fram í tímann. Við verð- um alvarlega að vara okkur á einu, og ekki taka erlendar þjóðir til fyrirmyndar ( öllu. Á íslandi fæðast árlega 27 börn á hverja þúsund íbúa. í 'Svíþjóð aftur á móti ekki nema 13—14 á þúsund. Þarna sést, hver hættan er, ef vér stælum aðrar þjóðir án umhugsunar. Við þurfum því hlutfallslega helmingi stærri skóla og fleiri velferðarstofnanir. Við þurfum líka að byggja fleiri íbúðir en þeir. Þetta sýnir, hve geysi þýðingarmikil fæðingartalan er, segja má, að framtíðaráætlanir verði að fara eftir henni. Þess vegna verðum við að vera sjálfstæðir og apa ekki eftir öðrum. Eidavélar 3ja og 4ra hólfa. Hellur eða gormar, með eða án klukku og hitahólfi. ____ZR. Þvottapottar 50 og 100 lítra. ZR- £3~£f-Jx-CL----- ÁBYRGÐ OG VARAHLUTAÞJÓNUSTA. KYNNIÐ YÐUR HINA HAGKVÆMU GREISSLUSKILMÁLA JR. Borðhellur 3ja og 4ra hólfa. L Æ-J. Innbyggðir ofnar með Ijósi — gleri í hurð — tímastilli — grilli — með eða án grillteins.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.