Vikan

Eksemplar

Vikan - 07.10.1965, Side 2

Vikan - 07.10.1965, Side 2
í FULLRI flLVÖRU Þó að sfa sé sett á sigarett una má ekki fórna bragðinu. Reynið því L&M Sagan um Veginn Bifreiðaeigendur hrukku ó- notalega við, þegar þau boð gengu yfir landslýðinn að setja ætti upp tollhlið við Yeginn á íslandi (KeflavíkurVeginn) og heimta sérstakt gjald af öllum þeim, sem um veginn fara. Á það hefur margfaldlega ver- ið bent á opinberum vettvangi, að ekki er eytt til vegamála nema hluta af þeim tekjum, sem rik- issjóður hefur af sölu bifreiða og bifreiðavara. Þetta er að sjálf- sögðu óviðunandi ástand, því það er ekki svo litið.'sem liver meðal bifreiðaeigandi greiðir til vegamála i gegnum beinan rekst- ur bilsins, fyrir utan beina skatt- lagningu af honum. Hvenær á að hætta að plokka íslenzka bifreiðaeigendur? Er ekki nóg, að greiða skuli gifur- legan toll til rikisins við kaup á nýjum bíl, af hverjum bensín- lítra, af hverjum smávarahlut? Á líka að borga sérstaklega fyrir að fá að aka ákveðna leið, af því hún hefur verið g'erð for- svaranlega úr garði? Er þetta hægt? Getur hið opinbera leyft sér þetta? Er þetta ekki stór- hættulegt fordæmi, sem verður að kveða niður sem fyrst? Færa þessir aðilar sig ekki upp á skaftið, þar til hver sléttur veg- arspotti á landinu verður sér- staklega skattlagður? Hve mikill hluti af þessum skatti fer i gerð og viðhald tollhliða og til launa starfsliðs í þau, sem verður væntanlega að vinna á vöktum — nema svo að loka eigi góðu vegunum yfir nóttina? Bifreiðaeigendur á íslandi hafa lengi orðið að sætta sig við að greiða möglunarlaust stórfé til vegamála, i þeirri von að ein- hvern tíma verði gert eitthvað til að laga vegina varanlega, en þegar það er gert fyrir þeirra fé og heimtað af þeim fé fyrir, fer hrollur um þá. Þeir sem stjórna þessum málum ættu að minnast þess, að góðir fjármenn rýja sauði sina, en flá þá ekki. S.H.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.