Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 4

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 4
SÖGUÞRÁÐURINN: Flugvélin er á leið frá Beirut til London. Matareitrun grípur um sig í vélinni út frá skemmdum fiski, sem borinn var fram í kvöldmat. Þeir sem átu kjöt veikjast ekki. í Ijós kemur, að báðir fiugmennirnir hafa étið fiskinn. Hvað er nú til ráða? Enginn flugmenntaður mað- ur heilbrigður í vélinni, utan einn farþeganna, sem í stríðinu flaug um 1000 tíma á orrustuflugvél, en hefur nú í 20 ár ekki snert á flug- vélarstýri, og aldrei reynt að fljúga vél með fleiri hreyflum en einum. Sænskur læknir, sem er að reyna að lina þjáningar sjúklinganna, kallar hann fram í flugklefann og ssgir: — Viljið þér reyna að stýra vólinni og lenda henni? FRAMHALDS- SAGAN 3. HLUTI EFTIR JOHN CASTLE 0G ARTHUR HAILEY — Það er víst ekki margra kosta völ, sagði hann. — Alveg rétt. Nema þér viljið heldur láta flugvélina sjá um sig sjálfa, svo lengi sem bensínið end- ist! Spencer renndi sér niður í vinstra flugmannssætið. — Hvað ætlið þér að segja við farþegana? spurði hann, meðan hann reyndi að botna í tækjunum fyrir framan sig. — Fyrst um sinn . . . ekki neitt! — Skynsamlegt, sagði Spencer. Hann dró djúpt andann. — Það er víst bezt að líta á þetta! Flugmæl- arnir hljóta að vera beint fyrir framan flugmennina. Það þýðir, að þessir í miðjunni eru sennilega varðandi hreyflana. — Aha! Þarna er hraðamælirinn . . . 1800 fet. Þarna er eldsneytið, eldsneytisblöndunin. Lendingarstell- ið og þarna eru flapparnir. Fyrir lendinguna þurfum við á tékklista að halda. Við getum fengið hann í gegnum loftskeytatækin. — Haldið þér að þér getið það? Spencer hló, gleðilaust. — Hvernig ætti ég að geta svar- að því? Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt og hvar erum við og á hvaða leið erum við? — Við erum einhversstaðar úti yfir Miðjarðarhafinu á leið til Mar- seille, sagði Fellman. — Ég verð vlst að reyna að kom- ast að því sjálfur, sagði Spencer hörkulega. — Hvar eru loftskeyta- tækin? Janet benti á tengikassa fyrir ofan hann. — Ég veit að þeir nota þetta þeg- ar þeir tala við flugturnana, en ég veit ekki hvaða rofa þeir hreyfa. — Við verðum að komast að því, sagði Spencer. Hann virtist full- komlega rólegur og hafa áhuga fyrir þessari nýju reynslu. Hann færði til rofa og lítill, rauður lampi kviknaði í mælaborðinu. Janet rétti honum heyrnartækin með áföstum hljóðnemum. — Þrýstið á hnappinn, þegar þér talið, sagði hún. Fellman Sagði: — Verið kyrr hér, ungfrú Benson! Þér hafið nokkra reynslu af flugi. Ég myndi stinga upp á að þér settust við hlið Spencers og reynd- uð að hjálpa honum. Ég verð að fara til farþeganna og sjúkling- anna. Janet renndi sér varlega niður í sæti aðstoðarflugmannsins án þess að koma við stjórntækin. Þegar þau voru orðin ein, heppn- aðist Spencer að kreista fram bros. — Allt í lagi? Janet kinkaði kolli og setti á sig heyrnartæki. — Þú heitir Janet, ég heiti Ge- orge. Það er bezt að við sleppum öllum formsatriðum. Við höfum um nóg annað að hugsa. — Ég er tilbúin! — Gott! Nú skulum við senda neyðarskeyti. Hvaða númer höfum við? — Sjö hundruð og fjórtán! Spencer þrýsti á hnappinn og tók til máls með tilbreytingarlausri rödd: — Mayday . . . Mayday . . . May- day . . . Þessu kallmerki myndi hann aldrei gleyma. Hann hafði sent það frá sér á þokudrunguðum október- morgni yfir Ermarsundi og tvær Hurricane vélar komu út úr þok- unni og hjálpuðu honum heim eins og gomlar, notalegar frænkur. — Mayday . . . Mayday . . . May- day .. . Þetta er flug 714. Það er neyðarástand! Gerið svo vel að svara! Hann beið og hélt niðri í sér andanum. Hann Ijómaði upp, þeg- ar svarið barst, svo til þegar í stað. — Halló, 714! Þetta er Marseille. Við bjuggumst við að heyra frá ykkur. Marseille til allra flugvéla. Þessi bylgjulengd er lokuð fyrir alla aðra notkun. Áfram 714. — Þakka ykkur fyrir, Marseille, sagði Spencer rólega. — Báðir flug- mennirnir og fjöldi farþeganna eru meðvitundarlausir af matareitrun. Hann dró djúpt andann og Mar- seille sagði uppörvandi: — Áfram 714! — Ég heiti Spencer, hélt George áfram. — Ég var farþegi, nú er ég flugmaður. Ég flaug um það bil 1000 tíma í stríðinu, sem herflug- maður. Það eru meira en tuttugu ár síðan. Ég þarf fyrirmæli og upp- lýsingar um, hvernig maður stýr- ir svona risa. Þið eigið leikinn, Mar- seille. Yfir og út. Spencer þurrkaði svitann af enni sér og brosti við Janet. — Eg þori að veðja hverju sem er, að það er fjaðrafok f dúfna- hreiðrinu þarna niðri. Spencer hafði rétt fyrir sér. Það var uppistand. Það fékk hann stað- fest- þegar samtalið við Marseille hélt áfram. Flugturninn vildi fyrst fá að vita, hvort læknirinn áliti, að annaðhvor eða báðir flugmann- anna myndu ná sér nægilega til að stýra vélinni. Spencer sagði nei. Þá fór Marseille út en lofaði að koma aftur. Spencer varð einn með hugs- anir sínar. Hann hafði lagt hendurnar á stýrið og fylgdist með hreyfingum þess, meðan hann rifjaði upp það sem hann kunni í flugi. Flugkunn- átta hans hafði oft sinnis bjargað lífi hans. Þrisvar sinnum fyrir meir en tuttugu árum hafði hann komið heim með hálfa vængi óg sundur- tætta vél. Nú voru allir möguleik- ar á móti honum. Að þessu sinni voru engar vingjarnlegar Hurri- cane vélar, sem gátu hjálpað hon- um heim. Marseille kom inn aftur. Þeim var sagt, að einn reyndasti flug- maður Stevenson Charters væri á leið til flugvallarins. Þetta var þó ekki nema lítilfjörlegur sannleikur. Burdick flugstjóri hafði hringt heim til flugmannsins — Poul Treleaven flugstjóra, en fengið þær upplýs- ingar að hann væri heima hjá föð- ur sínum sem væri veikur. Þegar Burdick hafði rofið sambandið við 714, hringdi hann beint í nýja núm- erið. Þar fékk hann þær upplýs- ingar, að Treleaven flugstjóri væri sofandi. Hann var nýkominn heim frá Addis Abeba, tilkynnti móðir hans. En þrem kílómetrum fyrir utan Marseille gekk móðirin til sonar síns og tók í handlegginn á hon- um. — Flugvöllurinn er í símanum. Eg sagði þeim, að þú þyrftir að fá að sofa, en þeir kröfðust þess, að ég vekti þig. — Allt í lagi. Ég kem. Flugmaðurinn fór framúr. Hann hugsaði rétt í svip, hvort hann fengi nokkurn tíma framar að sofa al- menilega út. Hálfklæddur gekk hann að símanum. — Guði sé lof, Paul. Þetta er Burdick. Við þörfnumst þín hér und- ir eins! — Hefur nokkuð komið fyrir? ‘ — Það verður ekki annað sagt. Flugvél frá Stevenson Charters á leið til London er að koma hin^ að utan af Miðjarðarhafi, heldur en ekki í vandræðum. Mikill hluti farþeganna og báðir flugmennirn- ir eru þjáðir af matareitrun. Flug- mennirnir eru báðir meðvitundar- lausir. Treleaven greip andann á lofti- — Hvað þá? Báðir flugmennirnir? — Já. Við stjórnvölinn situr ná- ungi, sem ekki hefur flogið í ára- tugi. Við verðum að biðja þig að koma hingað og reyna að kjafta hann niður. Treleaven leit á klukkuna. — Hver er áætlaður komutími? spurði hann. ^ VIKAN 40. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.