Vikan

Eksemplar

Vikan - 07.10.1965, Side 5

Vikan - 07.10.1965, Side 5
fyrir stundu. Og það getur birt meira. Enn er enginn vindur. Og að sínu leyti er það kostur fyrir hann, sem situr við stýrið þarna uppil — Þér verðið að tala hann nið- ur, sagði Brune ókafur. — Þér verð- ið! Getið þér það? Hinn stórvaxni og svarthærði Treleaven hafði ekki mikla þolin- mæði. — Andskotinn sjálfur! hrópaði hann. — Ég get ekki gert krafta- verk. Möguleikarnir fyrir að það heppnist eru algjörlega í lágmarki. En ég skal reyna. Ég verð bara að fá frið . . . Treleaven sneri sér að einum loftskeytamanninum: — Kallið flugvélina upp! sagði hann. Loftskeytamaðurinn þrýsti á rofa, sneri nokkrum skífum og sagði inn í hljóðnemann: - Halló, 714 ... Halló, 714 ... Þetta er Marseille. Heyrið þið til mín? í Marseille heyrðist rödd Spenc- ers. — Við heyrum greinilega til ykk- ar. Loftskeytamaðurinn rétti Trele- aven hljóðnemann. — Allt í lagi flugstjóri, þér meg- ið byrjal Línan rann niður á gólfið fyrir aftan Treleaven þegar hann sneri baki við hinum með hljóðnemann í hendinni. Hann stóð gleiður og starði út í nóttina. Rödd hans var róleg og myndug. — Hallá, 714, byrjaðl hann. — Þetta er Marseille aftur. Ég heiti Poul Treleaven og ég er flugstjóri hjá Stevenson Charter Co. Ég hef fengið það hlutverk að hjálpa þér að lenda flugvélinni. Og það ætti að geta gengið vel. Hér sé ég á blaði, að ég tala við George Spenc- er. Mig langar að fræðast örlítið nánar um reynzlu yðar sem flug- manns, Spencerl Spencer stirðnaði upp, og leit hjálparvana á stúlkuna, sem sat við hlið hans. Hún starði spennt á hann ( grænu skininu frá mæla- borðinu. — Hversu marga flugtíma hafið þér að baki, til dæmis? spurði Treleaven. — Hafið þér nokkra reynslu ( að fljúga vélum með fleiri en einn hreyfil? Spencer var svo þurr í munnin- um, að hann gat varla stamað út úr sér orðunum: — Halló, Marseille! Ég er feginn að þér skulið vera þarna, en það er tilgangslaust að við séum að reyna að fara hvor á bak við ann- an. Ég hef eingöngu reynslu af einshreyfilsvélum, og ég er dauð- hræddur við þennan risa. Ég hef um það bil 1000 flugtíma að baki, en það eru yfir tuttugu ár síðan. — Gerið yður engar grillur, Spencer. Að fljúga er eins og að hjóla. Maður gleymir því aldrei. Nú byrjum við. Ég geng út frá, að þér fljúgið ennþá á sjálfstýritækj- unum? — Það getið þér verið vissir um. — Allt í lagi, Spencerl Nú skul- ið þér taka þau úr sambandi! Þér verðið að kynnast stýrinu lítið eitt. Það getur verið svolítið erfitt, en þér skulið ekki vera órólegur. Þér skulið fara hægt og varlega í sak- irnar og framar öllu öðru skulið þér hafa auga með flughraðanum. Hann má aldrei vera undir 120 hnútum meðan hjólin og flappsarn- ir eru uppi. Munið það: Aldrei und- ir 120 hnúta! Er nokkur þarna, sem getur hugsað um loftskeyta- tækin, svo þér getið notað báðar hendur til að snúa yður að vél- inni. — Já, Marseille, svaraði Spenc- er. — Flugfreyjan situr við hliðina á mér og hún tekur nú við loft- skeytastjórninni. Gjörið svo vel, Janet! Treleaven brosti, þar sem hann stóð niðri í flugturnin'um. — Jæja, svo það ert þú Janet. Ég þekki röddina þína hvar sem er. Viltu hjálpa Spencer að hafa augu með flughraðanum? Gott! Þá er komið að yður aftur, Spencer! Takið nú sjálfstýritækin úr sambandi. Kúplingin er á stýrisstönginni og greinilega merkt. Þér hafið að sjálf- sögðu fæturna á hliðarstýrunum. Takið nú úr sambandi og reynið að halda flugvélinni á láréttu flugi. Munið 120 hnúta . . . Látið hana ekki fara niður fyrir þann hraða. Spencer losaði hægri höndina og losaði sjálfstýringuna. Hver and- litsvöðvi var spenntur. — Segðu honum, að ég sé að taka úr sambandi, sagði hann við Janet. Hún endurtók skilaboðin. Hann Framhald á bls. 28. VXKAN 40. tbl. fj - 0.1.15. Um það bil. — Það er minna en tveir tímar. há verðum við að flýta okkur. — Við sendum lögreglubíl eftir þér. Komdu beint upp í flugum- ferðarstjórnina, þegar þú kemur. Lögregluforingi einn sótti Trele- aven og ók með hann undir væl- andi sírenum í gegnum Marseille. Aldrei hef ég verið svona fljótur á flugvöllinn, hugsaði Treleaven, þegar þeir þutu síðasta spottann heim að upplýstum flugturninum. Þegar þeir komu að aðaldyrunum, var Treleaven kominn út úr bílnum og inn um dyrnar áður en vælið í sírenunum var dáið út. Flugturns- starfsmaður tók á móti honum og fór með hann beina leið upp í flugumferðarstjórn. Treleaven leit á úrið sitt. 12.36! Inni í hinu allra helgasta í flug- turninum var hópur alvarlegra manna samankominn. Treleaven þekkti þar Burdick og Poul Brune flugvallarstjóra. Þeir risu báðir úr sætum og gripu þakklátir um hend- ur hans. Allt í einu varð Treleaven Ijóst, hver ábyrgð var lögð á herð- ar honum. Honum var fengin í hendur stafli af vélrituðum skýrzlum frá flugi 714. Hann las þær vandlega í gegn. Svo bað hann um veðrið og hlust- aði af athygli, meðan veðurstofan gaf sínar upplýsingar. Þegar hann lagði tólið á aftur, spurði flugvall- arstjórinn: — Hvert er yðar álit, Treleaven? — Það eru um það bil sextíu metrar upp í þokuna. Það er al- ténd eitthvað. Það er bjartara en

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.