Vikan

Eksemplar

Vikan - 07.10.1965, Side 6

Vikan - 07.10.1965, Side 6
ULTRfí+LfiSH Mascara TIL AÐ LENGJA OG LENGJA ENNÞÁ MEIR SILKIMJOK AUGNAHÁR. ULTRA*LASH er fyrsti augnháraliturinn sem Jengir og þéttir augnahárin án þess að gera þau stíf. Þessi einstaka efnablanda lengir án gerviþráða. Allt sem þér þurfið að gera er að bera ULTRA*LASH á með hinum hentuga TAPER-BRUSH sem byggir upp um leið og hann litar hvert augnhár. Ekkert auka erfiði og ekkert ergelsi út af gljáalausum og klístr- uðum augnhárum. ULTRA*LASH hleypur ekki í kekki, né skilur eftir klessur eða bletti. Þetta er fyrsta skaðlausa efnið sem lengir og þéttir augnhárin, þolir vatn og er iyktarlaust. Sér- staklega auðvelt að hreinsa á nokkrum sekúnd- um með Maybelline Mascara Remover. Kemur í þrem góðum litum: VELVET BLACK, SABLE BROWN og MIDNIGHT BLUE. 32 < t/> t£ SS * Zr mi alltaf þa3 hreínasta og bezta fyrir fegurð augnanna: ÞESSAR UMBÚÐIR OG GOÐAR PERUR HEYRA SAMAN OSRAM VENJULEGUR MAÐUR. Kæri Póstur! Um daginn birtist hér í þess- um þætti bréf frá einhverri „Glassóklíku11 og hún spyr um álit Shadowsaðdáenda á mynd nokkurri, sem líktist sólógítar- leikara hljómsveitarinnar all mikið. Þar sem ég er mjög hrif- inn af þessum listamönnum, langar mig til að leggja orð í belg. Já, það er rétt, myndin er furðulega lík Hank, en það hef- ur vakið eftirtekt mína hve margir ungir menn eru sérstak- lega svipaðir honum, t.d. hér í Reykjavík, það er varla þverfót- að fyrir piltum, sem eru svo til nákvæm eftirmynd hans. Svo það er ekki vert að fá slag útaf mynd, án sannana. Kær kveðja til Glassóklíkunn- ar og Vikunnar frá Shadowsunnanda. P.S. Hvernig er stafsetningin, Póstur góður? Þarf maður að vera Menntaskólastúdent til að gerast blaðamaður? Svar við P.S.: Stafsetningin er óaðfinnanleg, eftir þvl sem bezt verður ráðið af þessum torskildu rúnum. Stúdentspróf er enn sem komið er ekki skilyrði til að verða blaðamaður. EÐLILEGT VANDAMÁL. Kæri Póstur! Ég les alltaf Vikuna, sérstak- lega finnst mér gaman að lesa póstinn, og framhaldssagan Angelique er stórkostleg. Ég á að byrja í skólanum 25. septem- ber, og á að vera í sundi ein- hvern hluta vetrarins. Þetta er fyrsti veturinn sem ég er hérna í Reykjavík, því ég átti heima í sveit. En hvernig er það, þegar ég er með tíðir þá get ég ekki mætt í sund, og ég þori ekki að skýra það fyrir kennaranum, gefðu mér nú góð ráð. Hvernig get ég minnkað á mér nefið? Ein 13 ára. P.S. Hvernig er skriftin? Enga útúrsnúninga, skiljið. Ég held þú þurfir ekki að skíra neitt. Þú segir kennaranum ein- faldlega, að þú sért ekki vel frísk í dag og getir ekki farið í sund, og hann skilur áreiðanlega hvað þú ert að fara án nánari útlist- unar. Annars geturðu áreiðan- lega fengið upplýsingar um það hjá skólasystrum þínum, hvern- ig þær fara að, því þú ert varla sú eina, sem hefur við þennan eðlilega vanda að glíma. Ég er anzi hræddur um, að þú verðir að hafa það nef, sem þér var í upphafi gefið, en ég get huggað þig með því, að þegar allar þær breytingar, sem nú eru að byrja í líkama þínum eru afstaðnar, eru allar líkur til að nefið þitt stóra verði ekki eins áberandi og þér l'innst það nú vera. —■ Skrift- in er líka 13 ára. FLÆKJA f ÁSTAMÁLUNUM. Kæri Póstur! Oft er þörf en nú er nauðsyn. Og þess vegna tek ég mér penna í hönd þó að ég ætti frekar að fara til sálfræðings. Svo er mál með vexta að ég er ný gift og á eina dóttur og bý í kauptúni úti á landi. Maðurinn minn er verulega elskulegur en hann á góðan vin sem er jafnframt enn elskulegri. Og þessi vinur hans er gamall sjens hjá mér, sem ég hélt í dentíð að ég væri búin að gleyma og hef ef til vill. En einn góðan veðurdag kvaddi hann Reykjavíkurborg og fór að vinna hér í þorpinu og er auðvitað í fæði og húsnæði hér hjá mér. Hann er mikið heima á kvöldin en maðurinn minn aftur á móti ekki. Og því miður erum við ekki saklaus af lauslæti. Við not- um sem sagt hvert tækifæri. En maðurinn minn fer nú orðið all skuggalega í taugarnar á mér og fer ekki hjá því að hann taki eftir því. Og til að bæta gráu ofan á svart er ég ófrísk eftir heimilisvininn. Hvað á ég að gera? í flækju. P.S. Mennirnr tveir eru afar ó- líkir í útliti. Ætli þú verðir ekki að eiga barn- ið? STIRFINN EIGINMAÐUR. Þú gefur oft svo góð ráð, kæri Póstur, að ég ætla nú að leita til þín í vandræðum mínum. Ég er 36 ára gömul, hef verið gift í 15 ár og við eigum þrjú böm, það elzta 9 ára gamalt. Ég hef reynt að gera mitt bezta til að heimilislífið verði rólegt og öruggt, og sjálf kem ég frá heimili, þar sem aldrei g VIKAN 40. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.