Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 7
heyrðist styggðarorð milli for- eldra minna. Kannske það hafi að miklu leyti verið móður minni að þakka, því hún lét föður minn ávallt ráða og hjá þeim höfðum við systkinin það mjög gott. Foreldrar mannsins mínsskildu og hann er ákaflega bitur og hon- um finnst ég gera of mikið fyrir börnin okkar. Ég vil gera allt til að þau geti minnzt áranna í for- eldrahúsum með ánægju og gleði og reyni að láta allt ganga eins létt og vandræðalaust og mér er mögulegt. En það er oft erfitt, sérstaklega upp á síðkastið, því maðurinn minn er orðinn svo þver og þögull að það hefur slæm áhrif á allt heimilislífið. Hvernig á ég að lagfæra á- standið? Óhamingjusöm. Mér liggur við að segja að þú hafir þegar gert allt of mikið. Friður og ró er gott, en ekki ef það er keypt of dýru verði. Það segir sig sjálft að það verð- ur að hugsa um fleira en aðeins það, að friður ríki ávallt á heim- ilinu. Kannske er maðurinn þinn hreinlega orðinn þreyttur á að mæta aldrei mótspyrnu, eða að honum finnist friðurinn orðinn leiðinlegur. Ég álít að allir hafi gott af að eiga sínar ákveðnu skoðanir á málunum og að það geri engum skaða þótt þær séu látnar í ljós endrum og eins. Hugsaðu þér heiminn, sem börn- in þín eiga eftir að lifa í. Það gerir þeim áreiðanlega engan skaða að vita, að hverjum manni er frjálst og nauðsynlegt að láta heyra í sér og fallast ekki ávallt þegjandi á skoðanir annarra. Börn eru órtúlega skarpskygn, og það er ekki að vita nema þau líti á framkomu þína sem ein- hvernskonar óheiðarleika eða jafnvel ragmennsku. Það er líka alls ekki víst að það sé réttlátt gagnvart manninum þínum að börnin læri að það megi aldrei andmæla honum. Ég mundi ráðleggja þér að breyta framkomu þinni á heim- ilinu smátt og smátt, og vita hvort ekki lagast heimilislífið. SEGÐU ÞAÐ MEÐ BLÓMUM. Segðu mér, Póstur minn, hvað rétt er í málinu með blómin. Ég hef heyrt að það sé álitið gott að hafa lifandi blóm inni hjá sjúklingum á sjúkrahúsum, og í svefnherbergjum á heimilum. En þetta er mér sagt að eigi aðeins að vera á daginn, en nauðsynlegt sé að flytja út á nóttunni. Mér hefur ekki tekizt að skilja þetta almennilega, og langar til að komast að því sanna og rétta. Fróðleiksfús. Það eru áhrif ljóssins á plönt- urnar, sem gera mismuninn. Grænu blöðin á plöntunum breyta kolsýru í kolefni, og til þess þarf sólar- eða dagsljós. Kol- sýran er áhrifalaus lofttegund og henni andar maðurinn frá sér. Þessi efnabreyting er köll- uð fótósyntesa á tæknimáli, og er annars svona: 6CO2 (Kolsýra! + 6H0O (Vatn) + . ljósorka CfiHi 20« (sykur) + 602 (súr- efni). En ef ljósmagnið er ekki nægilegt, þá nota plöntumar aft- ur á móti súrefni, með þeim af- leiðingum að loftið í herberginu verður verra. Sjálf blómin og þeir hlutar plöntunnar, sem ekki eru grænir, nota líka súrefni — allan sólarhringinn. Eins og sýnt er með formúl- unni hér að framan, þá framleiða plönturnar sykur til eigin notk- unar, og það er kannske gaman að vita að reiknað hefur verið út að allar plöntur heim fram- leiði um 150 milljón tonn sykurs árlega. Til samanburðar má benda á að allar stálverksmiðj- ur heims framleiða „aðeins“ 350 milljón tonn á ári. GUILIANO UPPTEKINN. Kæra Vika! Við erum hér tvær, sem fór- um á kvikmyndina „Angelique". Þar sáum við lekarann Guiliano Gemma og urðum hrifnar af hon- um. Okkur þætti vænt um ef þú gætir frætt okkur eitthvað um hann og helzt að birta heimilis- fangið hans. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Stöllur. Því miður höfum við ekkert á reiðum höndum um Guiliano Gemma, en við skulum hafa ykk- ur bak við eyrun, ef eitthvað rek- ur á fjörur okkar. Hins vegar er okkur óljúft að ljóstra upp um heimilisfang mannsins, því okkur er mjög annt um heimil- isfrið hans. CENTRIFUGAL MODEL620 Fallegri — Fullkomnari AL-SJÁLFVIRK: Með aðeins einum hnappi veljið þér hið rétta þvottakerfi, hvort sem um er að ræða fínlegasta og viðkvæmasta tau eða það grófasta og óhreinasta — og CENTRIFUGAL-WASH þvær, hitar eða sýður, skolar og þeytivindur eftir fullkomnustu aðferðum, sem kunnar eru. CENTRIFUGAL-WASH er fallegri - það sjóið þér straxl CENTRIFUGAL-WASH er fullkomnari: ☆ þvottakerfi fyrir allan þvott, einnig þann viðkvæmasta ☆ nýtt þvotta- kerfi „SUPER-suðuþvottur" fyrir óhreinasta tauið ☆ hitastýrður forþvottur ☆ sjólfstæður auka-forþvottur, skolun eða þeytiþurrkun, ef óskað er ☆ marg-skolar ( mismunandi vatnshæð og gegnumrennsli ☆ sérlega góð „tvívirk" þeytiþurrkun ☆ aðeins einn stjórnhnappur, þrótt fyrir fleiri möguleika ☆ merkjaljós sýna þvottagang og hitastig ☆ sópuskammtar settir í strax — vélin skolar þeim sjólf niður ó réttum tfma ☆ ytra barna- öryggislok, sem til npikilla þæginda notast einnig sem fyllingar- ag tæmingarborð og gerir vélina fallegri útlits ☆ bezta efni: nælonhúðuð að utan — fínslípað ryðfrítt stól að innan ☆ hljóður gangur ☆ þarf ekki að festast niður með boltum ☆ auðveld tenging ☆ íslenzkur leiðarvfsir. CENTRIFUGAL-WASH - fallegri - fullkomnari. Sannreynið við samanburð. Komið, skrifið eða útfyllið úr- klippuna, og við munum leggja okkur fram um góða afgreiðslu. O KORliRUP HAlfEl F S í M I 2-44-20 - SUÐURGATA 10 - REYKJAVÍK Sendum um allt land. Sendið undirrit. mynd af CENTRIFUGAL-WASH með nónari upp- lýsingum, m. a. um verð og greiðsluskilmála. Nafn:................................................................ Heimiliífang: ....................................................... Til: FÖNIX S.F. Pósthólf 1421, Reykjavfk. V-40 VIKAN 40. tbl. rj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.