Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 10
ÞARF BYLTINGU í SK
SÍÐASTA blaði var
rætt um skólakerfið
og þá galla, sem á því
eru. Nú snúum við okk-
ur að sjálfu námsefn-
inu, en þar eru menn
heldur ekki á eitt sátt-
ir um allt. Það er ekki
sama, hvernig efnið er
á fyrsta skeiði náms-
ins, álitamál er, hvort
nóg er af móðurmáls-
kennslu í skólum, ekki
er sama hvernig kristin-
dómsfræðslan fer fram
o. s. frv. Svo er það
námsskráin, sem marg-
ir hafa kallað henging-
aról kennaranna og
fræðsla um kynferðis-
mál, sem að sjálfsögðu
er ákaflega viðkvæmt
mál. Við höfum eins og
í síðasta þætti fengið
fimm manns til að
svara 8 spurningum
um þessi mál. Þetta
fólk er: Hannes Jóns-
son félagsfræðingur,
Sigurður A. Magnús-
son, blaðamaður, Valdi-
mar Kristinsson, ritstj.,
Helgi Elíasson,
fræðslumálastjóri og
Guðríður Þórhalls-
dóttir, kennslukona.
ANNAR ÞÁTTUR SKOÐANAKÖNNUNARINNAR FJALLAR UM NAMSEFNIÐ, SEM KENNT ER í
SKÚLUNUM. T MÚRGUM TILFELLUM KEMUR ÞAÐ FRAM, AÐ
BÓKLEGA NAMIÐ BYRJAR OF FLJÓTT.
Námsefnið
Ekki eru menn á eitt sáttir me8 þaS, hverjir skuli annast trúarbragoa-
kennsluna. Sumir vilja láta kennarana um hana eins og verið hefur, en
aðrir hallast að því, að prestarnir taki hang að sér a'ð mestu eða öllu
leyti.
2. HLUTI
SIGURGEIR JÖNSSON TOK SAMAN
1Q VIKAN 40. tW,
1. Teljið þér, að leggja eigi meiri rækt við bóklega kennslu
í byrjun skólagöngu eða byggja hana meira upp á föndri?
2. Er móðurmálskennslan vanrækt á fyrstu árum skólans
eða er of mikið af henni? Hvað er þá með aðrar greinar svo
sem reikning og skrift?
3. Hvenær teljið þér tímabært að hefja kennslu í lesgrein-
unum? Viljið þér láta kenna erlend tungumál í barnaskólun-
um?
4. Finnst yður, að krintindómsfræðslan eigi að fara fram í
skólanum eða utan hans? Eiga hinir almennu kennarar að
annast hana eða prestarnir?
5. Hvaða námsefni viljið þér leggja höfuðáherzlu á í
fræðsluskyldunni? Hvað viljið þér þá fella niður eða draga
úr. Eruð þér hlynntur því, að hafa valfrelsi í greinum?
6. Er lögð of mikil áherzla á greinar, sem koma ekki að
gagni í lífsbaráttunni yfirleitt. Hveð mynduð þér velja til
úrbóta?
7. Viljið þér að kennari ráði sjálfur, hve mikið af náms-
efni hann fer yfir með nemendum eða á námsskráin að segja
til um það?
8. Viljið þér taka upp fræðslu um kynferðismálin í skólum?
Hvernig yrði henni þá háttað?
•