Vikan

Útgáva

Vikan - 07.10.1965, Síða 11

Vikan - 07.10.1965, Síða 11
IAMÁUIM OKKAR? VALDIMAR KRISTINSSON ritstjóri 1. ÞaS eru uppi háværar raddir um, að Ijúka þurfi stúdents- prófi einu eða tveimur árum fyrr en nú er, jafnframt því sem fleiri þurfa að taka það próf en nú. Af því hlýtur að leiða, að við þurf- um að byrja fyrr á námi og þá sér- staklega tungumálanámi. Strax í byrjun barnaskóla á að vera tölu- vert mikið af bóklegu námi, að minnsta kosti verður að miða að því að börn verði sem fyrst læs. 2. ' Móðurmálskennslan er áreið- anlega ekki of mikil, enda þótt ég vilji ekki halda því fram, að hún sé vanrækt. En miða þarf að þvf, að börnin verði læs á sem skemmst- um tíma. Það má alls ekki slá af kröfunum f þeim efnum og þá held- ur ekki hvað reikningi og skrift við- kemur, þar eð þetta eru undirstöðu- greinar fyrir annað nám. 3. Ég myndi vilja láta hefja dönskukennslu við 10—11 ára ald- ur og enskunám einum vetri síðar. 4. Ég sé ekkert þvf til fyrirstöðu, að kristinfræðikennslan fari fram í skólanum, eins og hún hefur gert fram að þessu, og að hinir almennu kennarar annist hana. Hins vegar getur svo presturinn bætt því vð, sem hann kýs, þegar undir fermingu er komið. 5. Það er vitað mál, að í mennta- skólum framtíðarinnar verður um verulegt valfrelsi að ræða, og einn- ig kemur það til greina á gagn- fræðaskólastiginu. Aftur á móti er það helzt til snemmt í barnaskólun- um. 6. Tilgangurinn með námi er tvf- þættur. í fyrsta lagi á hann að gera menn hæfari í lífsbaráttunni, og f öðru lagi að gera mönnum fært að lifa nútíma menningarlffi. Kröfurn- ar til bættra lífskjara eru svo mikl- ar, að hið fyrra verður að ganga fyrir, en hinu dugir heldur ekki að gleyma, m.a. vegna aukinna tóm- stunda. Sem dæmi um það, sem betur mætti fara að mínum dómi varðandi hið síðara er að taka upp tónlistarkynningu til að gera okkur betur fært að lifa menn- ingarlffi. Heldur mætti þá sleppa úr- eltum greinum, svo sem greiningu á fornkvæðum. 7. Það er ekki hægt að leggja sama námsefni á alla nemendur, þótt þeir séu f sama aldursflokki. Það hlýtur að verða að miða við þroska og hæfni nemandans. Þrátt fyrir það vil ég ekki leggja allt vald í þessum efnum f hendur kenn- arans, heldur ætti hann hafa sam- ráð við skólastjóra um það, hvernig tilhögun kennslunnar yrði háttað. HELGI ELlASSON fræðslumálastjóri 1. Það á hiklaust að byggja hana upp á föndri og starfrænum vinnu- brögðum. Börn 6—7 ára hafa lít- ið við bóklega kennslu að gera, það er því óvituriegt að ætla að troða svo og svo miklu af bóklegu námi f þau. 2. Ekki myndi ég segja, að þetta væri vanrækt, þótt segja megi að aldrei sé móðurmálið of vel stund- að. Ég held, að kennarar vanræki í engu sfn störf í þessum efnum, en trúlega er þörf á meiri f jölbreytni í kennsluháttum. Þegar námsskráin var samin á sínum tíma, stóðu að henni þeir menn, sem farsælir þóttu hver á sínu sviði. Ég ber hið mesta traust til þessara manna og tel námsskrána alveg geta sagt til um, hvenær nám í lesgreinunum eigi að hefjast. En eftir henni er það um 10 ára aldur. Það má vel segja, að tungumála- nám eigi rétt á sér f banraskólun- um. Ég myndi þá álíta, að byrja ætti á því um 11 ára aldur. 4. Samkvæmt námsskrá eiga kennarar að kenna kristin fræði eins og aðrar greinar. En það er munur á kristnum fræðum og trúfræðum. Og trúfræðin eiga prestarnir að sjá um að mfnum dómi. En það er líka mjög mikilvægt, að góð sam- vinna sé milli presta og kennara. 5. Þær greinar hljóta að verða móðurmál, skrift og reikningur. Annars er námsskráin mjög sann- gjörn í þessum efnum og bezt að styðjast við hana. En eitt mætti aukast og það er bókakostur skól- anna og tæki hvers konar. Þegar bætt hefur verið úr þeim skorti, get- ur kennslan fyrst komið að fullum notum. 6. Á fræðsluskyldualdri eru ekki kenndar aðrar námsgreinar en hverjum og einum má að gagni verða til undirbúnings frekara námi eða ýmsum störfum. Það er erfitt og trúlega hæpið að ákveða áður en fræðsluskyldu lýkur hvert verða skal eða muni verða starf nemand- ans f framtfðinni. En í lok fræðslu- skyldunnar ættu nemendur að eiga kost á nokkurri starfsfræðslu f skól- unum til leiðbeiningar um starfsval. 7. Nemandinn á alltaf að vera námer eitt í allri kennslu. Fyrst og fremst þarf að hugsa um, hvað er honum fyrir beztu. 8. Kennsla um kynferðismál er mjög vandasöm og ekki á annarra færi en lækna og hjúkrunarkvenna. Þess vegna væri ekki rétt að taka upp þessa kennsiu nema völ sé á slfku fólki til hennar. Það hefur ekki verið ýkjamikið um valfrelsi í skólum á íslandi fram til þessa. Allir hafa orðið að læra það sama, einu gildir hvort þeir hafa nokkurn áhuga á því og hvort þeim mun nokkurn tímann koma það að gagni. Það er vitanlega umdeilt efni, hvað skuli leggja mesta áherziu á ( nám- inu. Er þessi drengur að læra eltt- hvað, sem hann langar ekkert til að vita og hefur ekkert með að gera, eða er þetta eitthvað, sem honum má að gagni koma ( fram- tíðinni? VIKAN 40. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.