Vikan

Útgáva

Vikan - 07.10.1965, Síða 14

Vikan - 07.10.1965, Síða 14
Framhaldssagan eftir Sergeanne Golon 13. hiufti Philippe lét ekki neina undrun á sér sjá, þegar kona hans heim- sótti hann í íbúð hans. Hann bauð henni kurteislega sæti, meðan hann lyki við að klæða sig, og beið, þar til hún bar upp erindið. Angelique horfði á hann setja á sig hringana. Hann valdi þá mjög nákvæmlega, mátaði þá og virti hendurnar fyrir sér með gagnrýnis- augum. Engin kona hefði lagt meiri alúð við þetta, hugsaði hún, þegar hún horfði á hann einbeita sér að svo lítilfjörlegu atriði. Stafaði kuldi hans ef til vill af fáránlegu stolti? Hvers vænti hún sér af honum? Ráð- legginga? Það virtist fáránlegt. Að lokum til að rjúfa fáránlega þögnina, sagði hún: — Monsieur de Vivonne hefur beðið mig um að lána sér Cantor. Philippe andvarpaði aðeins, og tók alla hringana af hægri hend- inni eins og samspil þeirra félli honum ekki. Hann hélt áfram að grúska í opnum skartgripaskrínunum. Svo, eins og hann minntist allt í einu nærveru hennar, sagði hann með þreytulegri röddu: — Jæja? Ég óska þér til hamingju, með það. Vivonne er að rísa í virðingu, og það er útlit fyrir, að systir hans, Madame de Montespan, haldi honum i hávegum um fyrirsjáanlega framtíð. — Vivonne á að stýra leiðangri til Miðjarðarhafsins. — Frekari sönnun fyrir trausti konungsins. — En drengurinn er bráðungur. — Hvaða drengur? Ójó Cantor.... en það er ekki annað að sjá, en að hann langi til að fara með Vivonne. Og hvað er svo athyglis- vert við það? Vivonne spillir honum, hann gefur honum sætindi hvenær sem þeir hittast. Þó ætti enginn átta ára drengur að vera einráður. — Mér þætti gaman að vita.... Philippe lyfti augabrúnunum: — Viltu að hann komist áfram? — Já, en.... — E'n hvað? Hún var hraðmælt, og það færðist roði í kinnar hennar: — Það fer slæmt orð af Vivonne. Hann var einn i hópi Monsieur, og allir vita, hvað það þýðir. Ég hef lítinn áhuga fyrir, að leggja son minn í hend- urnar á manni, sem væri líklegur til að spilla honum. Du Plessis markgreifi hafði sett á sig hring með einum stórum dem- ant og tveimur minni. Hann gekk út að glugganum, til að sjá hvern- ig þeir Ijómuðu I sólarljósinu. — Hverjum mynduð þér þá trúa fyrir honum? sagði hann hægt. — Hinum fágæta manni, persónugervingi siðgæðisins, hinum falslausa og hræsnislausa, einhverjum, sem hefur metorð hjá kónginum og.... er alls ekki til? — Hann er svo ungur, endurtók Angelique. — Ég óttast, að hann muni sjá eitthvað, og læra eitthvað, sem spilli sakleysi hans. Philippe hló. — Af framgjarnri móður að vera hefur þú óþægilega hugaróra. Ég var varla orðinn tíu ára, þegar Coulmer lagði mig i rúm með sér. Fjórum árum síðar, áður en ég var eiginlega kominn í mútur, langaði Madame de Créqui að gæða sér á vorgróðri og bauð mér — eða öllu fremur neyddi mig — upp I rúm til sín. Hún hlýtur að hafa verið að minnsta kosti fertug. Hvernig finnst þér þessi smaragður fara með gimsteinunum ? Angelique sagði ekkert. Hún var skelfingu lostin. — Philippe! Ó, Philippe! — Já, ég held að það sé rétt hjá Þér. Þessi fagurgræni litur smaragðs- ins dregur úr bláma gimsteinsins. Ég held að það væri betra að hafa einhvern annan demant með smaragðinum. Hann leit á hana og smá hló aftur. — Vertu ekki með Þennan áhyggjusvip. Ef þér líkar ekki það, sem ég segi, hvers vegna kemurðu þá hingað til mín, til að biðja um ráð? Aannaðhvort veiztu ekki, eða lætur sem þú vitir ekki, hvernig menntun ungs aðalsmanns fer fram. Börnin verða að byrja neðan frá. — Ég er móðir þeirra. Mannvirðing er í sjálfu sér ekki neitt. Ég get ekki vanrækt siðferði þeirra. Hugsaði móðir þín aldrei um það? VIKAN 40. tW. Philippe hnussaði. — Það var rétt. Ég gleymdi, að við erum ekki alin upp á sama hátt. Ef ég man rétt, varst Þú alin upp berfætt innan um kálsúpu og draugasögur. I slíku umhverfi var ef til vill hlutur, sem heitir móðir. En við hirðina var slíkt ekki að finna. Hann sneri sér aftur að snyrtiborðinu og opnaði nokkur skartgripa- skrín í viðbót. Hún sá nú ekki framan í hann, aðeins ljóshært höfuð, sem var álútt eins og undir miklu fargi. — Nakin og skjálfandi af kulda, muldraði hann. — Stundum hungr- aður I umsjá Þjóna og þjónustustúlkna, sem afvegaleiddu mig.... Þann- ig var ævi mín í þessarri höll, sem ég erfði einn góðan veðurdag. En þegar átti að sýna mig, var ekkert of gott handa mér — fegurstu fötin, mýksta flauelið, fíngerðustu knipplingarnir. Klukkustundum saman var hárgreiðslumaðurinn að verki í hári mínu. Svo, þegar ég hafði verið sýndur, var mér aftur stungið inn í myrkrið í litla herberginu mínu, og gefinn á vald einmanaleik hinna löngu, tómu ganga. Mér leiddist. Enginn lagði á sig að kenna mér að lesa eða skrifa. Mér fannst það eins og gjöf frá himnum, að geta gengið í þjónustu Coulmers. Honum þótti vænt um litla drengi á borð við mig. — Stundum komstu til Plessis. — Aðeins i stuttar heimsóknir. Ég varð að sýna mig við hirðina og snúast I kringum hásætið. Eina leiðin til að komast áfram, er að vekja á sér athygli. Faðir minn, en ég var einkasonur hans, gat ekki hugsað sér að skilja mig eftir úti í sveit. Hann naut þess að sjá, hve mér varð vel ágengt. Ég var mjög kærulaus og hafði varla nokkurn persónu- leika, en ég leit vel út. — Þessvegna hefurðu aldrei skilið, hvað ást er, sagði Angelique eins og við sjálfa sig. — Jú, svo sannarlega. Ég hef margar og mismunandi útgáfur af því fyrirbrigði í minni reynslu. — Það er ekki ást, Philippe. Hún fann kuldahroll fara um sig, gera hana dapra, fylla hana af meðaumkun eins og hún hefði hitt einhverja vesæia sál, svipta öllum lífsnauðsynjum. „Dauði hjartans er verstur af öllum ógæfum!“ Hver hafði sagt þetta við hana með þeim kaldhæðnislega dapurleika, sem einkennir þá, sem hafa fengið nóg af öllu? De Condé prins, einn hinna mestu lávarða að ætterni og verðskuldun. — Hefurðu aldrei elskað.... jafnvel ekki einu sinni.... eða haft nokkrar sérstakar einkatilfinningar i garð.... neinnar konu? — Jú.... gömlu barnfóstrunnar minnar, ef til vill, en það var fyrir langa löngu. Angelique brosti ekki einu sinni, hún starði á hann alvarleg í bragði og spennti greipar í kjöltu sinni. — Þessi tilfinning, muldraði hún, — sem getur fyllt mann sam- kennd við meistara sköpunarverksins, fyllt mann sælu hinna fegurstu drauma, fögnuði og orku lífsins.... — Þú ert mjög málsnjöll. Nei, ég get ekki sagt, að ég minnist þess, að hafa nokkurn tíma þekkt slíka sælutilfinriingu.... E*n ég skil hvað þú átt við. Einu sinni hélt ég í hönd hennar, en síðan flúði draumurinn Hann hafði hálflokað augunum. Fagurskapað andlit hans með örlitlu brosi um varirnar og óræður svipurinn gerði hann líkastan steinmynd á konungsgröf. Aldrei hafði hann virzt svo fjarri henni sem núna, þegar hann hafði ef til vill aldrei verið eins nærri henni. — Það var heima á Plessis. Ég var sextán ára og faðir minn hafði keypt handa mér herdeild. Við höfðum farið út í sveit til að halda það hátíðlegt. I samkvæminu hitti ég stúlku, jafngamla mér, en í öfundaraugum mínum var hún aðeins barn. Hún var í gráum kjól með bláum bryddingum á blússunni. Ég skammaðist mín, þegar mér var sagt, að hún væri frænka mín. En þegar ég tók um hönd hennar til að leiða hana í dansinn, fann ég hana skjálfa í hönd minni, og þá

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.