Vikan

Útgáva

Vikan - 07.10.1965, Síða 15

Vikan - 07.10.1965, Síða 15
greip mig ný og dásamleg tilfinning. Fram að þvi var það ég, sem hafði skolfið fyrir frekjulegri girnd fullþroska kvenna eða stríðnislegu daðri smámellnanna við hirðina. Þessi stúlka kom mér á óvart. Aðdáunin í augpim hennar var græðandi smyrsl á sál mína. Áfengur teygur. Allt í einu varð mér ljóst, að ég var maður, ekki aðeins leikfang; herra ekki þjónn. Svo kynnti ég hana stríðnislega fyrir vinum mínum: „Vinir mínir,“ sagði ég, „leyfið mér að kynna frænku mína: barónessu sorgar- klæðanna." Hún tók til fótanna. Ég leit á auða hönd mína og gleði mín hljóp með stúlkunni. Ég hafði sömu tilfinninguna og þegar ég hafði veitt fugl, sem ég ætlaði að gera að gæludýri, en hann flaug úr hendi minni. Sólin hvarf af himninum. Mig langaði að finna hana aftur og svæfa reiði hennar og sjá ljómann á andliti hennar einu sinni enn, en ég vissi ekki hvernig ég átti að fara að þvi, vegna Þess að engin kvenn- anna, sem höfðu flækt mig í ástarlistum sínum, höfðu kennt mér að koma ungum stúlkum i gott skap. Meðan ég leitaði að henni, tók ég ávöxt, sem ég ætlaði að gefa henni.... Það var epli, rautt og gullið eins og kinnar hennar. Ég leitaði að henni um alla garðana, en ég fann hana ekki aftur þetta kvöld.... Hvð myndi hafa gerzt ef við hefðum fundizt þetta kvöld? hugsaði Angelique. Við hefðum litið feimnislega hvort á annað.... Hann myndi hafa rétt mér eplið og við hefðum gengið um i tunglsljósinu og haldizt i hendur.... Aðeins ljóshærður drengur og ljóshærð stúlka á kyrrsælum gang- stígum garðsins, þar sem dádýrin úr skógum Nieul komu til beitar .... aðeins drengur og stúlka, frá sér numin af hamingju, eins ham- ingjusöm og aðeins sextán ára unglingar geta verið, tilbúin að svifa inn í eilífðina í löngum kossi í rökkrinu.... Ævi hennar gæti hafa tekið allt aðra stefnu. — En fannstu stúlkuna þá aldrei aftur? spurði hún lágt. — Jú, miklu seinna. Og til sönnunar því, hve rangar hugmyndir fyrstu ástriður æskunnar gefa, var hún orðin illgjörn, hörð og á- gjörn, hættulegri en nokkur hinna.... Hann rétti fram hendur sínar og glennti út fingurna. — Hvernig lízt þér á hringana mína núna? Eru þeir I lagi svona? — Já, ætli það ekki. En mér fyndist betur viðeigandi að hafa aðeins einn hring á litla fingri. — Rétt. Hann tók nokkra hringi af sér og stakk þeim aftur í skrínið. Svo hringdi hann á Þjóninn sinn og sendi eftir Cantor. Þegar drengurinn kom stóðu Angelique og Philippe og horfðust þög- ul í augu. Cantor hafði tamið sér nýtt göngulag. Hann var að reyna að láta glamra í sporum sinum, því hann var nýkominn frá reiðnámi. Það var hið eina, sem gat skilið hinn ómissandi gítar við hann. —- Jæja, Monsieur, sagði Philippe góðlátlega. — Þér lítið út eins og þér væruð að fara í stríð. Það birti yfir alvarlegu andliti drengsins. — Hefur Monsieur de Vivonne sagt ykkur áætlanir sínar? — Ég sé, að þér geðjast að hugmyndinni. — Ó, Sire, að berjast við Tyrkina, Það væri dásamlegt! — Rólegur. Tyrkirnir eru ekki lömb, sem þú getur heillað með söngvum þínum. — Ég ætla ekki aðeins að fara með Monsieur de Vivonne til að syngja. Mig langar til að ferðast. Ég hef hugsað um það lengi. Ég vil fara á sjóinn. Það fór hrollur um Angelique, og hún færði til hendurnar. Hún sá fyrir sér Josselin bróður sinn, með augu, sem skutu gneistum, og heyrði hann hvísla með ákefð: „Ég er farinn. Ég sigli til Ameriku.“ Svo var stundin upprunnin. Þau áttu að skilja!.... Foreldrarnir berjast fyrir börnum sínum, vernda þau og skýla, leggja alla sína krafta fram i þeirra þágu í þeirri von að njóta félagsskapar þeirra, kynnast Þeim.... og þegar sá dagur kemur, hviss, þá eru þau uppkominn og horfin. Augu Cantors voru stöðug. Hann vissi, hvað hann vildi. — Cantor þarf ekki lengur á mér að halda, sagði hún við sjálfa sig. Ég þekki hann; hann er alveg eins og ég. Þurfti ég nokkurn tíma á móður minni að halda? Ég valsaði fram og aftur um sveitina og naut lífsins til fulls. Þegar ég var tólf ára, hefði ég ekki hikað við að leggja af stað til Ameríku, án þess að líta einu sinni um öxl.... Philippe lagði hönd sína á höfuð Cantors. —Móðir þín og ég munum ákveða, hvort Þú færð þessa eldskírn. Fáir drengir á þínum aldri hafa þann heiður að heyra öskur fallbyssnanna. Þú verður að vera hug- hraustur. — Ég er hughraustur. Ég er ekki hræddur. —• Við skulum sjá til, og við munum láta þig vita um ákvörðun okkar. Drengurinn hneigði sig fyrir stjúpföður sínum og gekk virðulega burt, meðvitandi um mikilvægi sjálfs sin. Markgreifinn tók gráan flauelshatt úr höndum la Violette og strauk rykkorn af honum. — Ég skal heimsækja Vivonne, sagði hann. — Ég skal komast að því, hvort hann hefur hreinan skjöld gagnvart drengnum. Ef ekki.... — Ég vil heldur standa yfir moldum hans, sagði Angelique herská. — Ekki tala eins og dæmigerð móðir. Það hæfir ekki þeim heimi, sem við lifum í. Ég held, að Vivonne sé fremur fagurfræðingur, sé aðeins hrifinn af listamanninum okkar litla, á sama hátt og af fagurri mynd eða göfugri tónlist. Staða Cantors mun ekki kosta þig neitt. Sem sagt, þér getið dundað við að reikna ágóðann af því og látið yður líða vel. Hann kyssti á hönd hennar. — Ég verð að yfirgefa yður, Madame, konungurinn þarfnast mín og hestar minir verða að fara eins og eldur í sinu til að vinna upp á móti slórinu. Eins og hún hafði gert, kvöldið, sem veizlan var haldin; þegar hann bauð henni eplið í garði konungsins; virti hún fyrir sér fölt og grannt andlit hans. — Philippe, litla stúlkan frá því í gamla daga er ennbá til. Seinna, þegar hún ók í vagni sínum yfir sólroðið landið á leið til Saint-Germain hugsaði hún um hann aftur. Hún vissi nú, að það, sem litillækkaði hana í augum Philippe, var einmitt sú mikla þekking, sem hún hafði á karlmönnum. Hún vissi um allar þeirra veiku hliðar og hvernig hún átti að vega að þeim með öruggum vopnum. Þau myndu aldrei geta mætzt í þeim hreinleik hjartanna, sem þau höfðu þekkt, þegar þau voru ung. örlögin höfðu ákveðið, að þau ættu að hittast sextán ára, meðan þau voru ennþá full af óseðjandi forvitni og undur sakleysis þeirra enn óspjölluð; þegar ungir líkamir þeirra yfirfylltu þau af framandi þrá; þegar þau gátu ekki snerzt án þess að finna til ótta og vanvirðu, og þegar svo lítið var þeim nóg, svo sem handsnert- ing, bros, alsæla í kossi. Var of seint fyrir þau að endurheimta týnda Framhald á bls. 36. VIKAN 40. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.