Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 17
 Maðurinn tók til máls. — Ég ætla að segja þér frá móður minni.. Ég lokaði augunum í heitu rökkri sumar- kvöldsins í Hong Kong. Ég hafði verið sendur þangað í sérstökum tilgangi. En hann var sá, að leita sannra fregna af körlum og kon- um, sem höfðu sloppið út fyrir landamæri hins kínverska meg- inlands. Maður þessi hafði neit- að að koma inn til mín, nema dimmt væri inni. Hann kærði sig ekki um að ég sæi framan í sig, einungís að ég heyrði rodd sína og orðin, er hann segði frá. Og þau hættu að vera mann- leg orð, röddin var ekki lengur mannleg raust. Þau voru tæki, er brá upp fyrir mér nýju Ijósi, skerandi björtu ljósi dagsins í dag, minnisstæðri mynd. Mitt eigið ímyndunarafl, örvað af þessu tæki, skóp bakgrunninn — hið liðna. Sveitaþorp á bökkum Yangtze fljótsins, og hversu oft hafði ég séð slík þorp, hvert um sig eins og þyrping húsa með múrsteinsveggjum og þökum úr tígulsteini, þess konar hús sem einkenna miðbik Kína. Milli hinna fátæklegri húsa við þorps- götuna gat að líta hlið, sem lá að afgirtu svæði. Innan þessa afgirta svæðis lá garður landeig- andans, sem var auðugur á mæli- kvarða þorpsbúanna, átti ef- til vill tuttugu ekrur lánds, sem sennilega var tuttugu sinnum meira land en hver einstakur þorpsbúi átti. Þetta land hafði faðir hans átt og hann átti meira en þessa landareign. Hann átti einnig hjákonu, ef til vill fleiri en eina, en þó alltjend eina. — Hún yar móðir mín, sagði röddin í myrkrinu. Æ, það var gamla sagan. Hún var móðir hans. Fyrr á tímum höfðu tengslin milli móður og sonar verið mjög náin meðal Kínverja. Ungir hermenn, piltar úr sveitaþorpum, sem höfðu ver- ið gripnir upp á götunni, ryk- ugri en kyrrlátri, og síðan þröngvað í herþjónustu, voru vanir að kveina eftir mæðrum sínum: — Wo-tih Ma! Wo-tih Ma"! Þegar þeir biðu dauðans í orrahríðum byltingarinnar, hróp- uðu þeir hástöfum á mæður sín- ar. Á götum Pekingborgar heyrði ég eitt sinn, þegar stúdentar höfðu gert uppreisn gegn yfir- herstjóra borgarinnar og verið skotnir niður af hermönnum, hvernig þeir hrópuðu á mæður sínar. — Ég átti bróður", sagði rödd- in í myrkrinu. „Hann dó fimm vetra gamall. Það var, áður en ég fæddist. Móður minni hafði þótt vænna um hann en henni þótti nokkurn tíma um mig. Ég veit það vegna þess, að hún sá aldrei barn á hans aldri, lítinn dreng, svo að hún færi ekki að lokka hann inn til sín og gefa honum sætindi. En mig fæddi hún, þegar hún var orðin rosk- in kona. Hún var rúmlega fer- tug, þegar hún átti mig, og það var smánarlegt fyrir hana að fæða börn á þeim aldri. Hún barðist fyrir mér eins fyrir það. Hún knúði föður minn til að sýna mér eins gott atlæti og börnun- um sem hann átti með eiginkonu sinni. Hún lét honum ekki gleym- ast, að hver sem hún svo var, þá var ég holdtekinn sonur hans. Ég man að hún var mér góð. Og ég stend alla ævi í skuld við hana. Röddin þagnaði, þögnin virtist mjög löng. en kannske varaði hún aðeins rúma mínútu. — En svo komu þeir þessir nýju. Faðir minn var ákærður — sem landeigandi — af land- setum sínum. Þeir hefðu átt að muna allt, sem hann hafði fyrir þá gert, hvernig hann hafði gef- ið þeim sinn hlut, þegar uppsker- an var léleg, hvernig hann hafði hjálpað þeim til að útkljá deil- ur sín á milli. En þegar meðlim- ir Flokksins tóku við yfirstjórn þorpsins, varð það verkefni þeirra að kenna fólki að hata. Ef leiðuliðarnir heimtuðu ekki landsdrottinn sinn hálshöggvinn, var þeim sjálfum refsað. Svo að jarðeigandinn hlaut að deyja, hvað sem það kostaði. Hin nýja skipan varð að komast á, var okkur sagt. Faðir minn var hengdur upp á fingrunum í háa drekatréð í húsagarðinum okkar og síðan fleginn lifandi. Við, f jöl- skylda hans, vorum neydd til að horfa á þetta. Síðan var f jölskylda okkar leyst upp, hálfbræðrum mínum og skylduliði þeirra tvístrað sínu í hverja áttina. Konan mín, ég og móðir mín, við urðum að hírast í moldar- kofa, sem var aðeins ein vistar- vera, kytru, sem áður hafði til- heyrt hliðverðinum okkar. Ég fékk atvinnu sem bókhaldari hjá samvinnufélaginu, þar sem ég hafði hlotið nokkra menntun. Þeir kölluðu það samvinnufélög fyrst í stað, áður en kommúnurn- ar komu til sögunnar. Ég varð einnig að vinna klukkustundum saman daglega við að grafa fyrir stólpum á árbakkanum undir brúna miklu, sem átti að byggja. Þú manst eftir borgunum, sem liggja þar hvor á móti annarri við Wu Nan? — Ég man það, svaraði ég. Jafnvel á þeim tímum dreymdi menn um brú, er tengdi þessar tvær borgir saman. Það varð að- eins draumur einn. Áin er mjög breið og straumhörð þarna. — Hún er breið og straum- þung, samsinnti röddin. Og jarð- vegurinn á árbökkunum er leir- borinn og á þurrkatímanum var hann grjótharður. Ég hafði aldr- ei lent í slíkum þrældómi áður. Konan mín vann með mér. Hún hafði heldur aldrei unnið þannig fyrr. Á kvöldin vorum við svo örþreytt að við töluðumst naum- ast við. Og allan liðlangan dag- inn var móðir mín alein heima. Hún gat ekki skilið, hvernig komið var. Eftir að hún hafði horft upp á föður minn deyja, varð hún aldrei söm kona. Hugs- Un hennar hafði óskýrzt, eins og þegar tært vatn gruggast. — Ég skil, sagði ég. Orðin, sem röddin hafði viðhaft voru „hwen, t'ou hwen liao" — sljóvgað minni, trufluð hugsun. Röddin hélt áfram, kyrrlát, mild, þolinmóð. — Vandamál okkar var fæðan. Við höfðum ekki nóg að borða. Þar sem móð- ir mín var hætt að geta unnið, fékk hún engan matvælaskammt. Þess vegna urðum við hjónin að láta hana hafa af okkar eigin skammti. Það var ekki nægilegt. Við vorum sísvöng, og móðir mín skildi ekki, hvers vegna hún varð að vera svöng. Hún átti til að segja við okkur: — Gætuð þið ekki keypt svolítinn bita af svínsfleski handa mér"? Hún hafði vanizt góðri fæðu, svína- kjöti eða fiski hvern dag og eins miklu af hrísgrjónum og hún hafði lyst á. Nú sáum við ekki framar slíkt góðgæti, og flesk fengum við ekki nema einu sinni í mánuði og þá aðeins ofurlítið bragð. Við vorum vön að gefa henni það, en hún var jafn- svöng eftir sem áður og kenndi okkur um það. Við gátum ekki komið henni í skilning um það að við höfðum ekki annan mat en þann sem okkur var úthlut- að. — Hvers vegna kaupum við ekki grís? spurði hún. — Við gætum alið hann og étið hann sjálf, þegar hann væri orðinn feitur. Hér áður var það vel hægt. — Mér er kunnugt um það, sagði ég. — Hver bóndi átti sinn eiginn grís á þeim dögum og kjúklinga og ef til vill vatna- vísund ellegar uxa. — Allt þetta hefur verið tek- ið af okkur, sagði röddin. — Við eigum að skipta með okkur, skiljið þér, en það þýðir að við fáum ekki neitt. Við fáum ekki einu sinni launin okkar óskert. Sumu er haldið eftir, það er lagt fyrir, er okkur sagt, en við vit- um ekki hvar. Jafnvel bændurn- ir, leiguliðar okkar fyrrverandi, sem væntu sér svo mikils, eftir að landeigendurnir voru drepnir, fá ekkert. Kommúnan tók það litla sem þeir áttu, og þeir fengu ekkert í staðinn. Röddin snöggþagnaði, og ég heyrði hósta. — Þú skilur að ég er ekki að kvarta. — Ég skil það, svaraði ég. Röddin hélt áfram. — Til hvers væri að kvarta? Við getum að- eins beygt okkur líkt og reyr- inn fyrir storminum. Við getum aðeins beðið þess að storminn lægi, svo að við fáum aftur reist okkur við. — Storminn mun lægja, sagði ég. — Haltu áfram með söguna þína. Ég vil ekki að þú verðir tekinn hérna. — Það kom að því, sagði rödd- in, — að jafnvel kofinn var tek- inn af okkur. Aftur varð löng þögn, og þeg- ar röddin heyrðist á ný, var hún lægri og hreimurinn enn dapur- legri. — Ég skal vera alveg hreinskilinn. Hefði kofinn ekki verið tekinn af okkur, veit ég ekki, hvað við hefðum gert. Ég varð að vera gætinn. Ég lá und- ir grun, af því að ég var sonur jarðeiganda. Synir smábænd&í'Og leiguliða eru þjálfaðir í kommf únisma og falið eftirlit. Komm- únismi er allt og sumt sem þeir hafa hugmynd um. Þeir læra ekkert annað. Ég er ekki að á- lasa þeim fyrir það. Einnig þeir eru hjálparvana. En hefði ég misstigið mig smávægilega, mundi það hafa kostað mig líf- ið. Og móðir mín, sem orðin var gömul og skildi ekkert, stofnaði mér í sífellda hættu. Þegar við vorum ekki heima og einhver ungur liðsforingi kom til þess að njósna um okkur, tók hún honum sem gesti, eins og hún mundi hafa gert áður fyrr, og hún tók þessa ögn af tei, sem vð áttum, og bjó til te handa honum, ellegar hún bætti vatni á hrísgrjónin, sem konan mín hafði tekið frá handa okkur í matinn þennan dag, og bjó til velling handa gestinum. Ég var því grunaður um að draga und- an. Við vorum hugstola, konan mín og ég. Það má vel vera, að hefði þannig gengið áfram, þá hefðum við ekki gáð okkar, held- ur fyrirkomið móður minni, ekki af grimmd, heldur aðeins til að bjarga okkur öllum. Við hefðum Framhald á bls. 41. VIKAN 40. tbl. 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.