Vikan

Eksemplar

Vikan - 07.10.1965, Side 18

Vikan - 07.10.1965, Side 18
THOMAS N. CARMICHAEL Stórskotalið Bretanna hóf nú eld- l> hri'S aS lífvörðunum, en þeir létu sér hvergi bregða; urðu menn Well- ingtons að þoka fyrir þeim skammt vestur af La Haye Sainte. Þeir þeystu 6 harðarstökki nið- ur brattann, sverðin brugðin og Scotland Forever á vörunum, og grundin dunaði undan hófum gunn- fákanna. Þeir riðu framhjá fagn'- andi fylkingum Hálendinga og beint á bláklæddan múg frönsku fótgö.nguliðanna, sem sóttu fram með fellda byssustingi. f áhlaupi sfnu geysfust skozku grámennirnir (Scots Greys) gegnum sundurtættar fylkingar fótgönguliðsins inn f sög- ur þær og þjóðsögur, sem nú eru sagðar um eina af úrslitaorrustum þeim, er háðar hafa verið í ver- öldinn! — orrustuna við Waterloo. Þessi orrusta hófst í belgískri sveit sfðla morguns þann átjánda júnf 1815, og eftir aðeins tíu tíma orrahríð hafði Evrópusagan breytt heldur en ekki um stefnu. Að lokn- um ógnum þessa eina dags, sem iliii sviptu fimmtán þúsund manna lífi eða heilsu og lömuðu stóran her franskan, lá leið Evrópu til nýrri tíma og bjartari og iðnvæðingar nftjándu aldar. „Við Waterloo skipti alheimurinn um andlit", sagði Vic- tor Hugo. En á ensku er þetta heiti notað sem tákn úrslitaósigurs, þvf f orr- ustunni, sem við það er kennd, lauk ferli mesta sigurvegara síð- ustu alda. Að morgni orrustudags- ns var Napóleon keisari Frakklands og voldugri en nokkur annar evrópskur einstaklingur; að kvöldi þess sama dags var hann flótta- maður, hundeltur af hermönnum, sem höfðu skipun um að hengja hann jafnskjótt og þeir næðu hon- um. Framabraut Napóleons hafði haf- izt tuttugu árum fyrir Waterloo- bardaga, þegar hann sundraði upp- þotsreifum Parísarmúg með fall- byssuskothrið. 1804 varð hann keis- ari Frakklands og á næstu fimm árum sigraði hann alla meirihátt- ar þjóðhöfðingja á meginlandinu. Aðeins England stóðst hann, með tilstyrk flota síns. En um síðir gekk Napóleon of langt á sigurbraut sinni. Spánverj- ar gerðu uppreisn gegn Frökkum og Bretar sendu þeim hjálparlið undir stjórn hershöfðingja að nafni Arthur Wellesley. Hann sigraði hershöfðingja Napóleons hvern á fætur öðrum og var gerður að her- toga af Wellington. Napóleon réð- ist hinsvegar inn í Rússland og fór þar hinar mestu hrakfarir. Tveim- ur árum síðar — 1814 — flúði hann f útlegð undan herjum Austur- ríkismanna, Prússa og Rússa. Og frá hæli sínu í útiegðinni — mið- jarðarhafseynni Elbu — hóf Napó- leon hið fffldjarfa tafl, sem var á enda leikið við Waterloo. Þegar Napóleon fór til Elbu, var hann aðeins fjörutfu og fjögurra ára og hafði síður en svo áhuga fyrir að setjast á helgan stein. „Þér er ekki ætlað að deyja á eyju þessari", sagði móðir hans við hann. Napóleon fylgdist kátur með ókyrrðinni, sem stöðugt fór vaxandi í Frakklandi und- ir stjórn Búrbónans Lúðvfks átjánda. Mestir Búrbónaf jendur voru fyrrverandi hermenn Napóleons, sem margir lifðu nú á rýrum eftirlaunum. í febrúar 1815 sneri Napóleon aftur til Frakk- lands, sannfærður um að herinn myndi ganga í lið með honum. Fyrsta marz tók hann land á Rfvferunni með tæp- lega þúsund manna liði. „Ég harð- banna að nokkru frönsku blóði sé út-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.