Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 19
r/p/ iMflj tjUl WSmiim mBUm hellt", sagði Napóleon og gekk svo af stað til Parísar ásamt mönnum sín- um. Við Grenoble lokaði ein af her- sveitum konungs leið hans. Napóleon gekk fram úr fylkingu manna sinna. „Ef einhvern ykkar skyldi langa til að drepa keisarann sinn, þá gefst hon- um nú tækifæri til þess', sagði hann. Þá svipti gallneski tilfinningahitinn her- mennina allri skynsemi og þeir gengu í lið með honum. En það var Ney mar- skálkur, hinn vaskasti allra franskra hershöfðingja, sem tryggði Napóleon endurheimt keisarakórónunnar. Ney hafði lofað konunginum að handsama Napóleon og flytja hann til Parísar í járnbúri". En þegar marskálkurinn hitti sinn gamla yfirmann, báru til- fnningar hans skylduhneigðirnar ofur- liði. Hann sameinaðist liði keisarans með alla sina menn. Þremur vikum Wellington safnar liSinu eftir landgönguna ríkti Napóleon að við Quatre Bras. O nýju í París. Hann hafði, líkt og Hon- oré de Balzac orðaði það, „aflað sér keisaradæmis með því einu að sýna hattinn sinn". Þegar leiðtogar hinna Evrópuveld- anna fréttu af endurkomu Napóleons, sátu þeir á fundi í Vín. Þeir sóru hver öðrum að semja engan frið við Bona- parte og hervæddust í skyndi. Snemma í júní höfðu prússneskar og brezkar hersveitir, að samanlögðu tvö hundr- uð þúsund manns, haldið inn í Belgíu til undirbúnings innrásar f Frakkland. En það hefði verið ólíkt Napóleon að sitja með hendur f skauti og bíða óvinanna. Honum tókst að draga sam- an hundrað tuttugu og átta þúsund gamallra og reyndra strfðsmanna og sótti svo af skyndingu inn í Belgíu. Upphaf vopnaviðskiptanna, sem stóðu í þrjá daga áður en til úrslita drægi við Waterloo, lofaði öllu góðu fyrir Napóleon. í birtingu morguns þann 15. júní geystist léttvopnaða riddaraliðið hans yfir landamærin sunnan við Charleroi í fylkingum, sem virtust endalausar. Áætlun Napóleons var ósköp einföld: hann hugðist rjúfa tengslin milli brezku herjanna og þeirra prússnesku og sigra þá síðan hvora í sínu lagi. Prússar, sem lutu stjórn hins rúm- lega sjötuga marskálks Bluchers, fornandskota Napóleons, höfðu reist herbúðir sínar á bökkum ánna Sambre og Meuse f Belgíu austan- verðri. Brezki herinn, sem styrkt- ur var liði frá Hollandi og Belgíu (sem þá voru eitt ríki og hétu Kon- ungsríkið Niðurlönd), var undir stjórn hertogans af Wellington og hafðist við í Brussel og sveitunum sunnan og vestan við borgina. Snemma um kvöldið komust Frakk- AÆTLUN napoleons var úsköp ein- FÖLD: HANN HUGÐIST RJOFA TENGSL- IN MILLI BREZKU HERJANNA OG ÞEIRRA PRÚSSNESKU OG SIGRA ÞÁ SfÐAN SITT f HVORU LAGI. VIKAN 40. tbl. jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.