Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 22
VIKAN OG HEIMILIÐ ritstjóri: Guctridur Gisladóttir. Peysa STÆRÐ 42 - 44 - 46 Efni: Um 850—900—950 gr. af fremur grófu ullargarni (TRIPLEX). Prjónar nr. 3% og 4%. Prjónið það þétt, að 11 1. prj. með munstri á prj. nr. 4%, mæli um 7 sm. Standist þessi hlutföll, má prjóna eftir uppskriftinni óbreyttri, annars verður að breyta prjóna- eða garn- grófleika, þar til rétt hlutföll nást. Munstur. 1. umf.: 2 1. sl., 2 1. br. umferðina á enda. 2 umf.: Sléttar 1. prj. sl. og br. 1. br. umf. á enda. 3. umf.: Eins og 1. umf. 4. umf.: Eins og 2. prj. 5. umf.: * látið þráðinn liggja á réttu og takið næstu 6 1. óprj., látið þráðinn þar á milli lykkna, og látið óprjónuðu lykkjurn- ar 6 aftur á vinstri prjón, og prjónið síðan þessar lykkjur á venjulegan hátt og herpir þá þandið þær saman, prj. 2 1. br. * endurtakið frá * til * umf. á enda og endið með 2 1. br. 6 umf.: Eins og 2 umf. 7. umf.: og 9. umf.: eins og 1. umf. 8. umf.: eins og 2. umf. 10. umf.: 2 1. sl., herpið þá saman næsta munstur á sama hátt og áður, en látið það koma á vixl. Sjá mynd. Endurt. síðan þessar umferðir og mynd- in með þeim heildarmunstrið. Framhald á bls. 46. Kisa úr frottéefni Kisan er gerð úr hvítu og bleiku frotté- efni. Það má fylla hana með bómull eða skúmplasti. Kroppurinn og thöfuðið er bleikt, nema hvað andlitið er hvítt, framlappirnar bleikar, skottið hvítt, klærnar hvítar báðum megin og eyrun hvít að aftan, en bleik að framan. Reiknið með % cm. saumfari. Saumið fyrst andlit og framkropp sam- an og síðan báða hluta kroppsins saman. Látið stylckið milli örvanna vera opið. Snúið á réttu og fyllið jafnt og slétt. Saumið opið saman í höndunum. Saumið svo hitt saman á röngunni og munið eftir að hafa eyrun tvílit. öllu snúið við og fyllt og síðan fest við kroppinn. Augnhárin og tungan er úr filti, plasti eða öðru heppilegu. Notið svart í augn- hárin og rautt fyrir tunguna. Klippið augnhárin upp, þannig að myndist eins og kögur, og limið hvorttveggja á, en þetta getur maður einnig gert með garni og saumað það \hvort tveggja. Veiði- hárin eru saumuð á með svörtu garni. HVER FERHYRNINGUR 1 cm Það gæti Rasp er notað ó margvíslegan hótt við matargerð, og það væri sannarlega betra, ef framleiðendur og innflytjendur gerðu sér það Ijóst. Það var fyrir nokkrum árum, að i hingað fluttist brauðrasp f pökkum, litað og harðkornótt, ætlað til að spara kostnað og fyrirhöfn við steikingu fisks — á kostnað gæðanna, auðvitað. en svo vill oft verða. Látum það þó vera, þótt fólk hafi gripið þetta glóðvolgt og losnað þannig við að nota egg og mjúkt rasp til að velta fiskinum upp úr og grætt þannig eggjaverðið og tvær mínútur, en tíminn er dýrmætur eins og allir vita! En nú bregður svo við, að ekki er orðið hægt að fá annað rasp en þetta litaða í búðunum — lengi vel héldu brauðbúðirnar velli og seldu ólitað rasp, en nú hafa þær fengið sér nýjar umbúðir og litað raspið. Það mætti ætla að þetta væri vegna þess, að eftirspurnin væri eingöngu eftir þessu raspi, en ég trúi ekki slíkri fáfræði í matreiðslu á íslenzkar húsmæður. Það má vera að fjöldinn hafi spurt eftir þessu litaða raspi, og hver apar eftir öðrum í verzlunarháttum, án þess að hafa nokkra vöruþekkingu — ekki aðeins á þessu sviði, heldur á fjölmörgum fleiri. Góðar vörur hverfa úr búðunum, vegna þess, að eitthvað ómerkilegt þykir ennþá ffnna og „allir vilja það". Hvaða húsmæður eru það, sem mundu nota þetta rasp í eplaköku, fyll- Jngu í fisk og fugla, f kjötfars, innan í bökunarform, í kökur, ofan á gratin og ótal, ótal margt fleira — engar, svara ég, nema þær, sem ekki hafa snefil af þekkingu í matar- gerð, og það ættu verzlunarmenn að vita.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.