Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 23
WeRrCT tm T síðustu tveim blöðum hefur verið talað um viðeigandi fram- komu stúlkunnar, sé henni boð- ið út. í þessu blaði er síðasti kaflinn og fjallar hann aðallega um það, hvernig á að játa eða neita boði og ýmislegt fleira í samskiptum stúlkna við unga menn. Mannasiðir og góð framkoma er alls ekki neitt, sem aðeins þótti góð og gild vara hjá eldri kynslóðinni. Slíkt er alltaf í fullu gildi, enda eru mannasið- ir í eðli sínu tillitssemi við aðra. neita. Það er heldur ekki alveg vandalaust að játa á réttan hótt. Það er engin óstæða til að þiggja boð af manni, sem stúlkuna langar ekki til að fara út með. Hins vegar þarf það ekki að þýða neina ást, þótt boð sé þegið. Sumar stúlkur vilja láta það líta svo út, að þær séu meira uppteknar en þær eru í raun- inni, og neita því stundum boði, sem þær hefðu viliað þiggja af þeim sökurh. Stundum er líka fas þeirra svo fráhrindandi, að piltarnir gugna þess vegna, en sumar stúlkur eru hræddar við að sýnast of ákafar og vilja láta piltinn hafa töluvert fyrir því, að ná f sig. Stundum eru stúlkurnar í rauninni uppteknar og verða að neita boði þess vegna. Þegar þann- ig stendur á, ættu þær að bæta við, að þær hefðu miög gjarnan viljað koma, og hvort hann geti ekki hringt eitthvert annað kvöld, annars gæti hann haldið að hún hefði þetta sem af- sökun. HVERNIG Á AÐ JÁTA EÐA NEITA? Það getur verið erfitt að neita boði, án þess að særa. Hver maður er frjáls að því að bjóSa út hvaða stúlku sem er, hafi hann verið kynnt- ur fyrir henni, gangi í sama skóla, vinni með henni, eða hafi hitt hana á dansstað. En allar stúlkur eru líka frjólsar að því að játa eða Vilji þær í rauninni neitq ættu þær að reyna að gera það svo ákveðð, að pilturinn þurfi ekki að verða fyrir sömu vonbrigðunum æ ofan í æ með því að hringja og fá neitun. Þær geta auðvitað sagt, að þær séu uppteknar, eða að þær langi ekki út f kvöld, eða að þær hafi svo mikið að gera um þessar mundir, að ekki vinnist mikill tími til að fara út — allir piltar hlióta að skilja það, þvf stúlkan getur venju- lega komið því við að fara, langi hana mikið — svo má nefna annan pilt o.fl., en það er um að gera, að vera nógu vingiarnleg og ákveðin. Sé boðinu tekið, á að gera það glaðlega og ekki með neinum eftirgangsmunum. Luntaleg játun, þar sem gefið er ( skyn, að þetta sé gert eingöngu fyrir piltinn, er verri en ekki. SvíkiS aldrei pilt, sem þiS hafið lofað að fara út með. Ef þið sjáið eftir aS hafa lofaS því, verður að afturkalla það með sæmilegum fyrir- vara, t.d. með því að hringja til hans. Segið að því miður getið þið ekki komið því við að standa við þetta. Það er ekki nauðsynlegt að gefa upp óstæðuna, heldur vera kurteis og ákveðin. Það er ekki ráðlegt að skrökva ein- hverju — það kemur manni venjulega í koll. Ef ekki næst í piltinn, verður stúlkan að koma á stefnumótið eins og ekkert hafi í skorizt og reyna að láta kvöldið líða á sem þægilegastan hótt og varast að láta finna á sér leiða eða ólund. Eitt af því sem ekki er hægt að gera, er að lofa að hitta einhvern og lóta hann svo bíða árangurslaust — það er sama hvernig ó stend- ur og hvernig stúlkunni er innanbrjósts. Hafið svo loks í huga, að það er sama hvert vinur ykkar hefur boðið ykkur, hvort það hefur kostað hann mikið eða lítiS, eSa hvort þiS hafiS ranuverulega haft ánægiu af kvöldinu eSa ekki — þakkiS honum vel fyrir, því að boðið hefur auðvitað frá hans hálfu verið ætlað ykkur báð- um til ónægju. Þakklætð þarf ekki að vera sýnt með kossi, en það kemur auSvitað líka til greina. Það er ekki víst, að piltinn langi í rauninni svo mikið til að kyssa í kveðiuskyni — þaS getur verið undir svo mörgu komið. Hann er stundum að velta því fyrir sér, hvort hann ætti að kyssa ykkur, hvort það sé siður og þiS ætlizt til þess. Ef ykkur sjálfar langar ekki til aS kyssa hann og eruS jafnvel í vafa um hans tilfinningar, skuluS þiS taka snöggt af skariS og kveSja hann í skyndi og þakka innilega fyrir kvöldiS — þaS getur veriS aS hann verSi dauSfeginn — og trúið mér, koss er miklu ánægjulegri ef hann er til kominn af löngun og hrifningu en þegar hann er einhvers konar vandræða lokaatriði kvöldsins. HOLLRÁÐ PIPARSVEINARAÐ. Reyndar megið þið gefa eiginmönn- unum þau Iíka, sérstaklega ef þeir bursta skóna sína sjálfir. Púðurkvast- ar eru mjög heppilegir til þess að bera á skó með. Þeir eru það þykkir, að fingurnir óhreinkast ekki og draga hæfilega mikla skósvertu í sig, til þess að áburðurinn verði jafn á skónum. Karlmenn geta notað þá á fleiri vegu. Þeir eru líka sérstaklega góðir til að ná fituglansinum af skallanum, en þeir, sem hann hafa, vita að húðin þar á til að fitna óþægilega mikið. En púðurkvasti án púðurs og án — já, án skósvertu, Ieysir þann vanda. Svolítið borax í skolvatnið, þegar bleyjurnar eru þvegnar, getur komið í veg fyrir útbrot á. barninu. BORN OG RAFMAGNSINNSTUNGUR. Þar sem lítil börn eru í heimill, eru mæðurnar stöðugt á verði, að þau reki ekki fingurna í innstungur fyrir rafmagn, sem oft eru alveg niður við gólf. Límið glært lfmband yfir þær, þcgar ekki er verlð að nota þær. Það tekur enga stund að fletta því frá, þegar á þarf að halda. GLUGGABLOMIN. Blómin þarf að þvo og úða oft á veturna, þegar loftið er þurrt og heitt frá miðstöðinni eða rafmagnsofnum. Leggið fyrst plastpoka yfir pottlnn, og bindið vel fyrir, svo að moldin verði ekki blaut. Setjið svo pottinn f vaskinn eða baðkerið og skolið meS úðaranum. Ef blöðin eru þykk, má þvo þau með sápuvatni og skola þá vel á eftir. Loks má bera svolitla mjólk á blöðin. RAKBLÖÐIN. Hægt er að spara rakvélarblöðin með því að geyma þau eftir notkun í stein- olíu í lokaðri krukku. Sagt er að hægt sé að raka sig 15 sinnum með slfku blaði. BLÓMASKREYTING. Ef skipta þarf um vatn á mjög margbreytllegri og vandmeðfarinni blómaskreytingu í skal eða vasa og erfitt er að hella vatninu af, án þess að skemma hana, má nota gúmmí- sogpípu til þess að sjúga upp vatnið, og síðan má hella nýju vatni á. JOFN KAKA. Ef kakan vill lyfta sér mest í miðju, er gott að láta deigið í formin utan meS fyrst og skilja eftir litla laut í miðju. Þá verður hun slétt og jöfn að ofan og fallegri undir skreyting- una. VIKAN 40. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.