Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 24

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 24
 : ■ ■' yý,:'; :■<<. En hérna hæst til hliðar eru þeir Eyjólfur fjallamaður og Haukur Einarsson, rannsóknar- lögreglumaður að sjóða hangiket frá Þorbrni í Borg ,og taka tímann með leynilögreglu- legri nákvæmni, en yzt á síðunni hægra megin er farkosturinn að mjaka sér yfir Hvítá. t> Kátt er það enn í Kerlingarfjöllumj dettur manni í hug, þegar horft er á þessa snjó- mynd frá miðsumrinu — einmitt ofan úr Kerlingarfjöllum. Þar fyrir neðan kem- ur svo mynd af ferðalöngum að dást að hverablástri á Hveravöllum, en þar til hliðar er mynd af Englendingi þeim, sem eftir stóð á sandinum, bókarlaus. Beinakerling er þessi yzt til hægri, sagði mynda- smiðurinn. Haukur og Eyjólfur ræða saman af alvöruþunga, eins og þeir gera oft, og hafa Hveravallasæluhús- ið hinum megin við sig. ADRAUGA- SLBflUM TEXTI: NfELS ÚRN ÚSKARSSON. MYNDIR: STEINDÚR GUÐMUNDSSON. Ferðalög eru með tvennum hætti. Það eru þau ferðalög, sem miða að því að komast milli tveggja staða á hnettinum á sem skemmstum tíma, og svo eru þau ferðalög. sem miða að því að kynnast þeirri leið sem farin er. Það var eitt slíkt ferðalag sem hófst við Austurvöll í byrjun júlí, 1965. Við þetta gamla kaupstaðartún, þar sem lestamenn lið- inna alda lyftu bagga á klakk hlóðum við pjönkur okkar á bíl, en þeir litu til himins, sem veðurglöggir voru. Það var kjörviðri. Á heitum júlídegi liggur blágrá móða yfir Suðurlandi. Vestmannaeyjar hillir upp í suð- austri, og hinn syfjaði og síbráðnandi Eyja- fjallajökull dottar á klettabóli sínu. Það er heitt og bændurnir sitja á dráttarvélum sín- um horfandi á hvernig rykið stígur upp af þjóðveginum undan bíl ferðamannsins og leggst yfir nýslegið tún. Ef til vill eru þeir að velta fyrir sér, hversvegna fólk er að flykkjast úr borginni meðan háin sprettur og kartaflan sefur í mold. Sumir ferðast í óbyggðir til að flýja steinlögð stræti og út- sýn verksmiðjugluggans, en aðrir einfald- lega til að koma þangað aftur. Við erum á leið til Hveravalla tveir kóngs- ins lausamenn í þeim erindagjörðum að lýsa því sem fyrir augun ber í máli og myndum. Því er nú eitt sinn þannig varið að íslands aðskiljanlegu náttúrur samanstanda ekki að- eins af landslagi, heldur einnig örnefnum. Við þessi örnefni eru svo sögur tengdar, og á þessu örnefnda sagnalandi býr svo fólk. En innan um landslag, örnefni og fólk sveima okkar ágætu draugar, ásamt svipum látinna og öðrum minniháttar uppvakningum. Við íslendingar eigum draugum mikið að þakka, því þeir eru sú stétt á íslandi, sem einna bezt fæst staðizt þau menningaráhrif, sem ef til vill gætu orðið íslenzkum þjóðararfi til minnkunar. Það er samt ekki þessvegna sem ég ber hlýjan hug til drauga, heldur hins, að sögur af þeim og atferli þeirra hafa stytt mér stundir löng og mörg vetrarkvöld. Öllu þessu skal gefinn gaumur þá ferðazt er um ísland, og hefst nú frásögnin. Bíllinn okkar hraðaði sér austur fyrir fjall í góðu skapi, enda flautaði hann strákslega á ýturvaxnar drossíur og vel tilhafðar stæl- kerrur, sem hann ýmist elti á röndum eða stakk af. Við, sem í honum sátum, fundum, hvemig hann lagði kílómetrana að baki sér og ferðahugurinn magnaðist að sama skapi. Hófust nú hinar landskunnu stympingar við VIKAN 40. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.