Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 25

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 25
farangurinn, sem troðið er í grindur yfir höfðum farþega. Þetta hefst vanalega með því, að gæruskinnsúlpa eða einhverjir aðr- ir hlutir af þjóðbúningnum íslenzka, hrapa niður í hausinn á einhverjum, meðan sá hinn sami er að segja það sem allir vilja heyra. Svo þegar úlpan er dottin, reynir fórnarlambið að rífa gæruna frá vitum sér, árangurslaust. Þá koma hjálpsamar hendur sessunautanna og færa ræðumanninn úr sauðargærunni og troða henni í grindina á ný, en einhver sem ætlaði að fara að segja góðan brandara situr einn —- sviftur frá- sagnarlistinni. Svo er ekkert óalgengt, að sjá 12.000 króna myndavél rúllandi fram og aftur um bílinn með eigandann í ól um háls- inn. Þegar við höfðum komið lagi á gæruúlp- ur, vindsængur og svampdýnur item mynda- vélar, var bíllinn kominn að Gullfossi, en þar fengu leiðangursmenn veitingar. Það gengur þannig fyrir sig, að maður fer og tekur sér sæti, síðan er manni borinn mat- ur og drykkur unz lyst þrýtur. Þá þarf mað- ur að greiða fimmtíu krónur til að komast út. Þetta er einkar geðfellt fyrirkomulag fyrir þá sem leggja nestislitlir á fjöll. Síðan ókum við norður heiðar. Ég sat og horfði löngum út um bílglugg- ann, meðan við ókum upp drjúgar brekkur Biskupstungnaafréttar. Vegir tóku að ger- azt holóttir, og á meðan ég virti fyrir mér hálendið, sem að var stefnt, rifjaðist kvöld- bæn mjólkurbílsins upp fyrir mér. Farartæk- ið brölti upp grýttar brekkurnar og mér heyrðust legurnar í afturhjólunum raula fyr- ir munni sér: „Gefðu mér drottinn góðan veg, gefðu mér ræsi dásamleg, hættumerki og hjólför greið, Hvalfjarðarbrú á norðurleið. Gefðu mér oftar ofaníburð, almennilega brú á skurð. Hví er þín miskunnsama sál, samvizkulaus um vegamál? Bænheyrðu mig þá munt þú fá, mjólkurbílshræ í iðrun sjá, þegar ég afturöxul minn, örmagna brýt í hinzta sinn“. Kjalvegur, sem er hin foma þjóðbraut milli Suður- og Norðurlands er einhvermerk- asti fjallvegur íslands. Til forna var lagt á Kjöl frá Þingvöllum, þegar norður var far- ið. En þegar Alþingisreiðir forfeðranna gerðust tilkomuminni, var lagt á Kjöl frá Biskupstungum. En hvaðan sem lagt var upp, var farið yfir Bláfellsháls, sem er grýtt og breið alda, er liggur norð-vestur úr Blá- felli. Norðan við Bláfell rennur Hvítá úr Hvítárvatni. Þar var Hvítá riðin skammt frá upptökum og heitir Skagafirðingavað, þar sem yfir var farið. Vegurinn lá svo norð- ur Hvítársand, en þar sem honum sleppir og segja má að Kjalhraun hefjist,, skiptust áður leiðir milli Húnvetninga, sem fóru norð- ur Kjalhraun, og Skagfirðinga, sem ásamt Eyfirðingum fóru fyrir austan hraunið. Sú leið var kölluð Eyfirðingavegur eða Vatna- hjallavegur. Kjalhraun, sem er á miðju svæð- inu milli Langjökuls og Hofsjökuls, er gætt með þeim ósköpum, að norðurjaðar þess er hár og bungumyndaður. Af honum dregur hraunið nafn. Þar eru og vatnaskil milli Norður- og Suðurlands, en Kjalfell stendur í hrauninu sunnanverðu. Bílvegurinn norður Kjöl liggur austan Kjalhrauns, og er því ekki farið þann veg, þar sem Reynistaðabræður hlutu sinn beisk- lega aldurtila í október 1780. Ekki er heldur farið fram hjá helli þeim í Kjalhrauni sem kenndur er við Gretti Ásmundsson hinn Framhald á bls. 46. VIKAN 40. tbl. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.