Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 28
FLUG 714 FRAMHALD AF BLS. 5 tók ákveðið um stýrið. Flugvélin hallaðist aðeins á bakborða, en hann lagfærði það varlega. — Segðu, að það sé í lagi, mós- aði hann. Taugar hans voru þand- ar eins og píanóstrengir. — 714 hér! sagði Janet. — Við fliúgum nú beint áfram. Kyrrt og rólega. Rödd hennar gældi við eyru Spencers. Hún var svo róleg og örugg. — Ljómandi, sagði Treleaven. — Hlustið nú á mig Spencer! Strax og þér hafið kynnzt stýrinu, skulið þér taka nokkrar léttar beygi'ur. Sjáið þér hallamælinn? Hann er beint fyrir framan augun á yður. Treleaven lokaði augunum og reyndi að sjó stjórnklefann fyrir sér í öllum smáatriðum, svo sneri hann sér að loftskeytamanninum, sem sat við hlið hans. — Ég hef nóg að gera með drenginn þarna uppi, sagði hann. — Við ættum að byrja að skipu- leggja aðflugið og lendinguna, meðan við höfum nógan tíma. Vilj- ið þér gjöra svo vel að biðja radar- manninn að koma híngað, svo ég geti talað við hann. Loftskeytamaðurinn brosti skökku brosi. — Ætli þess þurfí, sagði hann. Radarmaðurinn var rétt í þessu að koma inn um dyrnar. Hann hélt á blaði í hendinni og var mjög al- varlegur á svipinn. Hann gekk beint til Treleaven. Sá síðarnefndi fékk sterkt hugboð um yfirvofandi hættu. Radarmaðurinn hallaði sér yfir flugmanninn. — Sæll, Treleaven! Mér var sagt að þú værir orðinn flugkennari. Það er gott. En þú getur hætt því. Ég var að fá skýrslu frá veðurstofunni. Lóg þoka í sjö mílna hring utan um Marseille. Og þegar ég segi lág þoka, meina ég það. Þokan er svo lág, að hún liggur ó jörðinni, og þar kemur hún til með að vera. Hér getur ekki einu sinni heimsins bezti flugmað- ur lent næstu 5 — 6 tímana. Paul Treleaven hugsaði sig um eitt andartak, en ákvað svo að nota tímann og segia þeim í flug- vélinni ekkert ennþá. Hann gat svo vel sett sig inn í tilfinningar manns- ins, sem sat við stýrið upp í hó> loftunum. Hann hélt áfram með flugkennsluna. Spencer umgekkst stýrið með mestu varkórni. Honum fannst heil eilífð líða, áður en vélin svaraði hreyfingum hans. Þetta var svo sannarlega eitthvað annað en að fljúga Spitfire. Þetta var næstum eins og í „linknu". En þegar hann hafði setzt upp í það meðan á flugnómi hans stóð, hafði hann ekki haft líf og heilsu áttatíu manno á sinni ábyrgð. Hann ræskti sig og sneri höfðinu aðeins í áttina til Janet. — Segðu honum, að ég stýri nú sjálfur, taki léttar beygiur og fari aftur á stefnuna í hvert skipti. Janet bergmálaði orð hans. — Hvernig er veðrið hjá ykkur þarna uppi? spurði Treleaven. — Þar, sem við erum, er heið- skírt og gott, svaraði Janet. — En það er jöfn þokubreiða undir okk- ur. — Allt í lagi! Jæia Spencer, við verðum að halda áfram. Við höfum ekki alla nóttina fyrir okkur. Hven- ær sem er, getum við komið inn í skýjaþykkni með ókyrru lofti og þó verðið þér að vera við því bú- inn . . . George fann hvernig hórið reis og lagðist ó víxl á höfðinu á hon- um, og enn einu sinni lagðist lam- andi vanmóttartilfinning yfir hann. Hann myndi aldrei hafa þetta af! Aldrei! — Þér verðið að forðast allar snöggar og ákafar hreyfingar með stýristækin, Spencer! hélt Treleaven áfram. — Og nú skulum við athuga hvernig hæðarstýrið verkar ó flug- hraðann. Til að byria með skulið þér stilla bensíngiöfina þannig, að ferðin minnki niður í 160 hnúta. Fliúgið síðan beint ófram, lárétt. Munið aðeins, að flughraðinn mó ekki fara undir 120 hnúta! George þreifaði fyrir sér eftir stjómtækjunum. — Allt í lagi, muldraði hann. — Segðu honum að nú minnki ég bensíngjöfina. Sekúndurnar tifuðu áfram, með- an ferðin minnkaði smám saman. Þegar hún var komin niður í 160 hnúta, lét George staðar numið og gaf Janet bendingu. — 714 til Marseille! 160 hnútar á mælinum! Þar sem Treleaven stóð f flug- turninum, fleygði hann af sér Jakk- anum. Skyrtan hans var rennvot af svita. Hann sleppti hnappnum á hljóðnemanum og sneri sér við. — Eg ætla ekki að segja honum, að hann geti ekki lent, fyrr en hann kemur inn á radarskífuna. Þá ætla ég að segja honum, að hann verði að halda ófram til London. Kannske það sé reyndar bezt. Þá fær hann nokkra tíma að auki til að æfa sig. Radarmaðurinn saug loft í gegn- um tennurnar. — En ef hann fellur nú saman? — Hann gerir það ekki, svar- aði Fellman. — Þetta virðist vera ágætis náungi. Hann lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Segið mér, þegar hann kemur inn á skerminn! Treleaven þrýsti aftur á hljóð- nemarofann, og sneri baki við hin- um. — Nú skulið þér fá að finna, hvernig hún vinnur á minni hraða með flappsana og hjólin niðri, sagði Treleaven. — Halló 714, heyr- ið þér til mín? — Halló, Marseille! Við heyrum til ykkar, sagði Janet. — Haldið 160 hnútum, en stillíð vélina af, þannig að hún gangi jafnt og ón þess að vagga. Segið mér, þegar þér eruð tilbúnir. George rétti úr sér. — Hafðu augun á hraðamælin- um, Janet, bað hann. — Þú verður að fylgiast með honum, alveg þar til að við lendum. — Hann stendur í 190, sagði Janet. — Hann sagði þér að vera í 160. — Ég veit það. Hann færði bensíngjöfina hægt aftur ó bak með hægri hendi. — 190, 180, 175, 170, 165, 160, 155 .. . Of lágt! hrópaði Janet. — Ég veit. . . hönd George var stöðug. Með hægum hreyfingum stillti hann bensíngjöfina þannig, að titrandi nálin stanzaði nákvæm- lega á 160. — Púh! dæsti hann. — Segðu nú, að við séum tilbúin, Janet. — Halló, Marseille, sagði Janet í hlióðnemann. — Við erum stöðug í 160 núna. Treleaven var nokkuð óþolin- móður, þegar hann tók aftur til máls. — Jæja, þá, Spencer! Nú skuluð þér renna flöppunum fimmtón gráð- ur niður, en gætið þess, að það verði ekki meira. Flapsastýrið er á stýrisstönginni og greinilega merkt. Þegar þér flytjið þó til um fimmtón gráður, eigið þér að færa handfangið niður í aðra skoru. En fyrst eigið þér að fara með það alveg niður, síðan eigið þér að fara með það upp aftur og læsa því á fimmtán gráðum í annarri skoru. Flapsamælirinn er ó miðfu mæla- borðinu. Endurtakið þetta! Janet endurtók þetta og George sagði: — Það er bezt að þú sjátr um þefta Janet, þegar ég segi þér til, áttu að færa handfangið alla leið niður. Hafðu augun á mælinum. Þegar vísirinn stendur ó fimmtán, áttu að læsa handfanginu í annarri skoru. Ertu með? — Við erum tilbúin, Marseille, sagði Janet. — Gott. Byrjið þá! Janet tók í stýrisstöngina, en svo kipptist hún allt í einu við. — Guð! Flughraðinn! Hann er kominn niður í 125! — Drottinn minn, hrópaði Ge- orge og færði stýrið fram. — Lestu! Lestu! hrópaði hann og hiartað barðist neðst í hólsinum á honum. Janet beygði sig saman og rödd hennar titraði þegar hún byrjaði að lesa: — 135, 140, 150, 170, 175 .. . Geturðu ekki stanzað á 160? — Ég er að reyna það! muldraði George ákafur. Hann rétti flugvélina af aftur, og eftir nokkurt erfiði tókst honum að nó henni í jafnvægi í nákvæm- lega 160 hnúta hraða. Hann þurrk- aði sér á enninu með erminni. — Nú er það rétt, sagði hann. — 160, var það ekki? Það er bezt að vð hvílum okkur aðeins. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og reyndi að brosa. — Þarna get- urðu sjálf séð hverskonar flugmað- ur ég er. — Þetta var mér að kenna, sagði Janet eftir að hafa dregið andann diúpt. — Það var mitt hlutverk að hafa augun ó hraðamælinum. Þú hefur staðið þig stórkostlega, sagði hún svo með mikilli sannfæringu. — Jæja þá! Það er bezt að byrja aftur, sagði George. — Halló, Spencer! rödd Trele- avens glumdi í heyrnartækiunum. — Eruð þið ekki búin að koma flöpsunum niður ennþá? — Þeir eru á leiðinni niður, flug- stjóri, svaraði Janet. — Bíðið aðeins! Ég gleymdi víst að segia ykkur, að þið missið hrað- ann, þegar flappsarnir fara niður. Reynið að halda henni í 140! Heyr- ið þið það? — Já, sko hann, hrópaði George. — Það var almennilegt af honum að muna eftir þessu. Haltu áfram, Janet! Hún færði handfangið alla leið niður og hafði augun á mælunum. — Gott, sagði George, — og nú aftur upp í aðra skoru, litla mín! Með mestu varkárni færði hann bensíngjafirnar þannig að hraða- mælisnálin stóð í 140. — Þó er það frá, Janet! Janet lét Marseille vita. Framhald í næsta blaði. 28 VIKAN 40. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.