Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 30
nnPMpp
Silver Gillette -þægílegur rakstur
með rakblaði, sem endist og endist
Orrustan við Waterloo Framhaid á bis. 21.
Prússa við Ligny, og þar eð sókn
Neys hafði að mestu fjarað út, gaf
hann mönnum sínum leyfi til að
elda morgunverð. Síðan lagðist
hann í grasið, breidd blað yfir and-
litið og fékk sér haenublund, sem
hann hafði rtka þörf fyrir. Þegar
leið að hádegi, var hann vakinn
með fréttum af undanhaldi Prússa
til Wavre, og ákvað hertoginn þó
að koma sér upp varnarlínu sam-
hliða bandamönnum sínum. Hann
lét því undan síga til hæðadraga
þeirra, sem Jóhannesarfjall (Mont
St. Jean) heita og eru skammt sunn-
an við Waterloo. Þetta var sami
staðurinn og hann hafði bent á 6
ballinu ( Brussel.
Það var liðið fram yfir hádegi
þegar Napóleon kom sér loks að
því að elta Bretana og Niðurlend-
ingana. Möguleikar hans til að ná
þeim, sem þegar voru orðnir sára-
litlir, urðu að alls engu vegna
rokna skýfalls, er umhverfði vegum
og ökrum Belgíu f kviksyndi. Um
nóttina gisti hann í herbúðum ná-
lægt þorpinu La Belle Alliance.
Að morgni átjánda dags júní-
mánaðar, sem var sunnudagur, var
himinninn skýjaður. Napóleon var
snemma ó fótum, úthvíldur og yfir
sig biartsýnn. „Ég held ég þekki
þá, þessa Englendinga", sagði
hann. Hann vék sér að Soult mar-
skálki, herróðsforingja sínum, og
bætti við: „Þú heldur að Wellington
sé einhver feikna snillingur bara
af því að honum tókst að sigra þig.
En ég get sagt þér, að Wellington
er lélegur íoringi, og Englendingar
ónýtir hermenn. Þessi orrusta verð-
ur ekki annað en skemmtileg skóg-
arferð". En keisarinn hafði ekki
hugmynd um, að Bretar biðu hans
reiðubúnir á Jóhannesarfjalli og að
Blifcher var á leiðinni þeim til að-
stoðar.
Napóleon hóf þessa síðustu orr-
ustu sína með allri þeirri viðhöfn,
er hernaði tilheyrir. Hann reið ara-
biskum hesti hvítum, er Marengo
hét, þangað sem vel sá til ensku
varnarstöðvanna. Um nónbil lét
hann blása til óhlaups. Fyrstu at-
lögunni var beint að Hougomont-
kastala, þar sem framverðir Well-
ingtons höfðu búizt um, og hugð-
ist Napóleon vinna þar heldur ó-
dýran sigur. Áhlaupið á Hougo-
mont gerði fylking fótgönguliða
undir stjórn Jerome prins, bróður
Napóleons. Þar voru til varnar
sveitir þýzkra fótgönguliða í brezkri
þjónustu (aðallega frá furstadæm-
inu Hannover, sem heyrði þá und-
ir Bretakonung), og urðu þær að
þoka fyrir Frökkum. En þegar liðs-
menn Jeromes komu að sjólfum
virkismúrunum, urðu fyrir þeim
sveitir úr brezka lífverðinum, sem
var elnvalalið, og stöðvuðu þær
sókn prinsins. Æstist nú leikurinn
um allan helming, því Jerome, sem
endilega vildi taka Hougomont,
hvað sem það kostaði, sendi hverja
herfylkinguna af annarri fram til
áhlaups. Bretar voru þarna miklu
liðfærri, en ólmuðust eins og ber-
serkir með öllum tiltækum óhöld-
um, og hlóðu háa valkesti af Frans-
mönnum framan við virkishliðið.
Fór svo að þeir héldu Hougomont.
Meðan ó þessu gekk, voru hin-
ar tuttugu þúsundir d'Erlons að
hefja framsókn ó votlendum engj-
um austan við veginn til Brussel.
Skyldi það vera upphafið að meg-
inárás Napóleons á heri Welling-
tons. Fyrsta verkefni óhlaupaliðsins
var hertaka La Haye Sainte, sveita-
þorps með háum veggium umhverf-
is, er veitti miðfylkingu Welling-
tons nokkra hlífð. En einmitt um
þær mundir var Napóleon orðinn
órólegur vegna fregna um aðgerð-
ir prússnesks riddaraliðsgegn hægri
fylkingararmi Frakka, auk þess sem
sagt var að prússnesk fótgöngu-
liðsherdeild væri á leið til stuðn-
ings við Wellington. Keisarinn á-
kvað þv( að senda nokkrar her-
deildir á móti Prússum; skyldu þær
tefja fyrir þeim meðan hann sjálf-
ur væri að ganga fró Wellington.
Honum geðiaðist ekki allskostar að
gangi mólanna. „í morgun", sagði
hann við hershöfðingja sína, „höfð-
um við níutíu prósent Kkur til sig-
30
VIKAN 40. tbl.