Vikan

Útgáva

Vikan - 07.10.1965, Síða 32

Vikan - 07.10.1965, Síða 32
IIIN SÉRSTÖKU ILMKREM FRÁ AVON. Sex ilmtegundir — indœlar, mildar og lokkandi, við hæfi hverrar konu. Svalandi, heit og rómantísk áhrif. Við öll tækifæri er ILMKREM ávallt það bezta. Aðeins ögn á hndleggi háls og herðar — kremið hverfur, en ilmurinn verður eftir lengi — lengi. g2 VIKAN 40. tbl. 4 4 SpjQ Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú lendir í smávegis erfiðleikum í sambandi við viðskipti. Það tekur þig nokkurn tíma að sannfæra vissa aðila um réttmæti athafna þinna. Nokkur aukakostnaður verður 1 sambandi við hlut sem þú hefur til umráða. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Vikan verður mjög þægileg þótt ekki gerist neitt sem vekur sérstaka athygli. Um helgina býðst þér tækifæri sem þig dauðlangar að nota þér, en vegna tillitssemi við aðra verðurðu að hætta við það. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Helgin verður mjög skemmtileg sérstaklega fyrir þá sem ennþá eru á táningaaldrinum. Þér er ætlað að atkasta of miklu, og þrátt fyrir mikinn dugnað þinn færðu ekki þakkir eins og þú átt skilið. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Þú endurnýjar kynni þín við persónur sem þú kynnt- ist fyrir skömmu. Þú færð heimsókn af ættingja sem aldrei hefur gert þér þann heiður fyrr að líta inn til þín. Þú skemmtir þér mjög vel um helgina. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Fjör og kátína félaga þinna hrífa þig og þú tekur þátt í mjög skemmtilegum framkvæmdum með þeim. Nokkuð mikið af tíma þínum fer 1 ekki neitt, þér er nauðsynlegt að skipuleggja hann betur. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú ert vanþakklátur og ætlast til of mikils fyrir ekki neitt af ákveðinni persónu. Hættu að bera upp kvartanir við ákveðinn ættingja þinn og sýndu að þú sért fær um að taka skynsamlegar ákvarðanir á eigin spýtur. þínum. VogarmerkiS (24. september — 23. október); Það er til mikillar háðungar hvernig þú lætur ákveð- ina persónu líma sig við þig. Þó þú hafir að nokkru leyti gefið henni tilefni til þess er of langt gengið. Þú tekur ekki þátt í samkomu með kunningjum Drekamerkið (24. október — 22. nóvember). Þú skalt ekki láta tímann fara til einskis af því að þú bíður eftir einhverju sem þú átt fastlega von á. Þér væri mjög hollt að skipta um umhverfi um tíma ef þess er nokkur kostur. ©Bogmannsmerkið 23. nóvember — 21. desember): Þú lýkur á skömmum tíma við verkefni sem þú ætlar þér góðan tíma til að leysa. Þú ættir að taka til við annað samskonar, því þetta veitir þér mikla ánægju. Notaðu frítímana til að gera það sem þér finnst gaman að. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þér reynist mjög auðvelt að koma málum þínum í lag á skömmum tíma þegar þú byrjar. Notaðu þér skipulagsgáfu þína og komdu hlutunum þannig fyrir að auðvelt sé að halda þeim í horfinu. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Fánýtir hlutir gera þér nokkurn óleik, ekki síst vegna þess hve bágt þú átt með að trúa raunveru- leikanum. Þú kaupir hlut. sem kemur þér ekki að gagni nærri því strax, þó þú hafir hugsað þér það. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): ©Hollur ráðgjafi þinn fær þig til þess að hætta við áform sem hefðu getað bakað persónu sem þú held- ur mikið upp á, stríðni félaganna. Gefðu umhverfi þínu nánari gætur og láttu nauðsynlega hluti ekki fara framhjá þér.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.