Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 33

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 33
þegar hinn Keisaralegi lífvörður sást nálgast stöðvar okkur í svo hrukkulausri fylkingu, að það var engu líkara en hann væri á her- sýningu. Sem þeir nú færðust nær, skref fyrir skref, gerðu rauðir axla- skúfar þeirra og krossólar það að verkum, að þeir virtust risum lík- ari en mönnum, og mikinn þátt í því áttu líka fyrirferðamiklar loð- húfur þeirra og rauðar fjaðrirnar, er blöktu á göngu þeirra í takt við trumbuna, sem slegin var í fylk- ingunni miðri ... Ég skal fúslega játa, að þegar ég sá hina tilkomu- fallin og líkin lágu í ferhyrningi skammt frá okkur. Hesturinn minn var búinn að vera; hafði fengið skot í fótinn og annað gegnum hnakkinn, og sat það fast í hon- um. Reykurinn var slíkur að við sáum ekki út úr augunum. Ég lit- aðist um til beggja enda fylking- arinnar til að reyna að gera mér grein fyrir því sem á gengi, en sá ekkert nema limlest hræ manna og hesta . . . Ég hafði aldrei heyrt getið um orrustu, sem enginn þátt- takenda kæmst lífs af úr, en þessi virtist ætla að verða undantekning ist hörfuðu undan eða dóu. Uppi á hæðarhryggnum tók Well- ington ofan hattinn og veifaði hon- um til Frakkanna. Þreyttir hermenn hans þrömmuðu úr varnarstöðvum sínum niður í dalinn til aðfullkomna slátrunina með aðstoð Prússanna, sem nú höfðu aftur tekið Plancen- oit. Nálega hálfur her Napóleons lá eftir á vígvellinum og flestir hinna eftirlifandi flýðu sem fætur toguðu. Aðeins leifar Gamla lífvarðarins drápu við fæti. Napóleon virtist í fyrstu vera að hugsa um að láta við þann stað var orrustan kennd að tillögu hans — en Blucher gamli sigaði mönnum sínum hinsvegar á eftir hinum flýjandi Frökkum. Nap- óleon var einn þeirra, sem slapp undan hinum hefnigjörnu Prússum, þótt svo hann yrði að skilja eftir einkavagn sinn, sem var ásamt öðru fermdur með miklum fjársjóði demanta. Ney marskálkur komst einnig til Parísar, en fáum mánuð- um síðar létu Búrbónar, sem þá höfðu aftur tekið völd í landinu, taka þennan hjartaprúða dreng af Iffi. Dior varalitir og naglalökk henta yður Christian Dior býður nú hina nýju liti í naglalökk- um og varalitum fyrir ár- ið 1966. Naglalökk: 304 — Eðlilegur litur blandaður föl- bleiku og Ijósdrapp. 760 — Fullkomin blanda af 2 bleikum litum, Ijósum og dökkum. 600 — hárauður, skær og sláandi. Varalitir: 67 — Drappleitur með bleikum blæ. 63 — Ljósbleikur með blöndu af coral. 62 — fallega bleikur eðlilegur með coral blæ. 43 — Dreyr-rauður í stíl vð naglalakk no. 600. Útsölustaðir í Reykjavík: Gjafa- og Snyrtivörubúðin, Bankastræti 8, — Hygea, Austurstræti 16, — Sápu- húsið, Lækjargötu 2, — Verzlunin Stella, Bankastræti 3. Hafnarfjörður: Apótek Hafnarfjarðar, Strandgötu 34. Akureyri: Vörusalan, Hafnarstræti. miklu framsókn þessara manna og hugleiddi hvílík afarmenni þar voru á ferð, þá átti ég á engu von nema byssustingi í gegnum skrokk- inn". Stórskotalið Bretanna hóf nú eld- hríð að Iffvörðunum, en þeir létu sér hvergi bregða; urðu menn Well- ingtons að þoka fyrir þeim skammt vestur af La Haye Sainte. Hið kom- andi rökkur blandaðist orrustu- reyknum og helzt var svo að sjá, að enginn myndi koma sem sigur- vegari úr þessari gerningahrfð. Ðrezkur höfuðsmaður, John Kincaid, sagði svo frá síðar. „Ég var kom- inn að niðurlotum og það fremur af ótta en þreytu. Aðeins litlar leifar voru eftir af hersveit okk- ar, sem við upphaf bardagans hafði talið fimm þúsund manns. Tuttug- asta og sjöunda herdeild var ger- hvað það snerti". Við fylkingu Breta miðja urðu manndrápin þó mest. Þar sótti Gamli lífvörðurinn, undir stjórn Neys, fram á móti sveit úr brezka lífverðinum, sem Maitland hers- höfðingi stýrði. Bretarnir lágu í launsátri á bak við hæðarhrygg- inn og biðu skipana. „Jæja Mait- land, þá er þinn tfmi kominn", sagði Wellington, og öll hersveit- in reis upp sem einn maður og skaut á aumingja Fransmennina úr dauðafæri. Þegar á fyrstu mínútu þessarar ógurlegu eldhríðar féllu þrjú hundruð liðsmenn Gamla líf- varðarins. Þá geystist léttvopnað riddaralið brezkt fram til gagn- áhlaups og gerði hroðalegan usla meðal garpa Neys. Jafnvel hinum frábæra Gamla lífverði var slík at- laga ofurefli; liðsmenn hans ým- eitt yfir sig og þessa beztu menn sína ganga, en fljótlega skipti hann um fyrirætlun og flýði áleiðis til Parísar. Og jafnvel hin vasklega vörn lífvarðaliðanna var vonlaus gegn margföldu ofurefli Breta og Prússa. Þegar brezkur liðsforingi skoraði á þá að gefast upp, svar- aði hershöfðingi þeirra, Pierre Cam- bronne: „Gamli lífvörðurinn deyr en gefst aldrei upp". Og þeir dóu og bættust í val fimmtíu þúsund Frakka, Prússa, Breta og Niður- lendinga, sem látið höfðu blóð sitt ( þessari siðustu stórorrustu Napó- leonsstyrjaldanna. Þeir Wellington og Blúcher hitt- ust við La Belle Alliance og ósk- uðu hvor öðrum til hamingju með sigurinn. Síðan hélt hertoginn til að- alstöðva sinna við Waterloo — en Fyrir kaldhæðni örlaganna átti Napóleon að lokum vissum sigri að fagna. Hann gaf sig á vald Bret- um og var fluttur í útlegð til Sánkti Helenu. Daufleg vist hans á útskeri þessu varð til þess, að menn hættu smámsaman að hugsa sér hann sem fallinn harðstjóra, en fóru í stað þess að vorkenna honum sem píslarvætti. A sánkti Helenu varð til sú napóleanska goðsögn, sem nútíminn þekkir. Glöggur vottur hennar er líkkista sú úr rauðum porfýr, sem geymir jarðneskar leif- ar keisarans að Invalides ( París. Þar á eru skráð nöfn þeirra staða, er hinar mestu af orrustum hans eru kenndar við: Rivoli, Pýramídar, Marengo, Austerlitz, Jena, Fried- land, Wagram, Moskva. En hvergi ( þessu hofi goðsagnar og gloríu er letrað heitið Waterloo. -tr VIKAN 40. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.