Vikan

Útgáva

Vikan - 07.10.1965, Síða 36

Vikan - 07.10.1965, Síða 36
vel klædd í skólann níbt af fe9 Gefiunarföt \/ar n® Angelique og kóngurinn Framhald á bls. 15. hamingju? Philippe hafði lent á villigötum; Angelique var orðin kona. En grundvallaratriði lífsins voru ennþá nógu sterk i henni til að skjóta út nýjum laufum, eins og tré á vori, eftir langan, kaldan vetrarsvefn. Og neistinn var ennþá til. Þegar síst var von á, olli hann ólgandi, brennandi báli. Angelique var í aðalsal Hotel du Plessis og grandskoðaði hann með gagnrýnum augum fyrir veizluna, sem þau hjónin voru í þann veginn að halda fyrir fyrirmenn yfirstéttar Parísarborgar. Þetta átti að vera stórkostleg hátíð, því það var ekki útilokað, að konungurinn sjálfur myndi koma. Hún gekk um stóra salinn, sem var dökkur eins og brunnur, og búin þunglamalegum húsgögnum frá tímum Hinriks IV. Tveir afarstórir speglar gerðu lítið til að lífga salinn upp, þetta var kaldur árstími og svo rakur, að það fyrsta, sem Angelique hafði gert eftir að hún flutti frá Hotel de Beautreillis, var að breiða þykkar persíanmottur yfir allt gólfið. En mjúkur rósrauður og hvítur litur þeirra undirstrikaði aðeins þyngsli eikahúsgagnanna. Hún var enn að virða húsnæðið fyrir sér þegar Philippe kom inn til að sækja heiðursmerkin sín, sem hann geymdi I einni skrifborðs- skúffunni. — Mér líst ekki á þetta, Philippe, sagði hún. — Mér er þvert um geð að þurfa að taka á móti gestum okkar hér. Ég hef ekkert á móti forfeðrum þínum, en það er leitun á húsi, sem er meira gamaldags en þetta. — Ertu að kvarta um herbergin þín? — Nei, þau eru mjög skemmtileg. — Það kostaði mig líka töluvert að láta gera þau upp, sagði hann glaðlega. — Ég varð að selja hestana mína til að greiða kostnaðinn. — Gerðirðu það fyrir mig? — Fyrir hvern hefði ég átt að gera það? svaraði hann og skellti skúffunni aftur. — Ég giftist þér gegn vilja mínum, það er satt, en ég giftist þér. Mér var sagt, að þú værir smásmuguleg og erfið, ég vildi ekki þurfa að þola fyrirlitningu ríkrar verzlunarkerlingar. — Ætlaðistu til, að ég kæmi til að búa hér, strax eftir að við vorum gift? — Er það ekki venjulegast? — Hversvegna bauðstu mér þá aldrei að koma? Philippe kom til hennar. Á andliti hans mátti lesa blandaðar tilfinning- ar, en Angelique hélt, að hún sæi hann roðna. —• Mér fannst málin byrja svo illa milli okkar, að slíkt boð frá mér myndi aðeins kalla á neitun frá þér. — Hvað áttu við? —• Þú hlýtur að hafa hatað mig fyrir það, sem gerðist á Plessis.... Ég hef aldrei verið hræddur við neinn óvin, það getur konungurinn vottað, en ég hefði heldur viljað standa andspænis skothríð úr hundrað spönskum fallbyssum en þér, þegar þú vaknaðir morguninn eftir.... Og allt var það Þér að kenna.... Ég hafði að vísu drukkið of mikið, en þú hefðir átt að vita betur en að erta drukkinn mann eins og þú gerðir.. .. Það verður að meðhöndla þá með gætni. Þú gerðir mig óðan. Þú borSaöir, öskraði hann og hristi hana. — Þú góflaðir I þig matinn eins og villidýr, um kvöldið, þegar þú vissir að ég var reiðubúinn Osta-og smjörsalan sf. Og VIKAN 40. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.