Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 37

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 37
að kyrkja Þig í greip minni! — En, Philippe, sagði hún undrandi, — ég sver, að ég var dauð- hrædd. Ég get ekki að þvi gert, þó ég verði svöng, þegar ég er í upp- námi.... Svo þú varst hrifinn af mér Þá? —• Hvaða maður er ekki hrifinn af Þér, öskraði hann með ofsa. — Þú svífst heldur einskis til að vekja athygli á þér. Þú skálmar á móti kónginum, án þess að vera boðin.... Þú lætur úlfa ráðast á þig.... Þú átt börn.... Elskar þau.... Og hvað fleira ? Þú hefur óþreytandi ímyndunarafl. Drottinn minn, þegar ég sá hestinn þinn koma með auðan söðul, daginn sæla í Fontainebleau! Hann greip um hana aftan frá og sveigði hana aftur á bak, Þar til hún hélt að hann myndi hryggbrjóta hana. Svo spurði hann með and- litið fast við hennar: — Varstu ástfangin af Lauzun? — Nei. Af hverju heldurðu það? Svo roðnaði hún þegar hún mundi ástæðuna. ¦— Ertu ennþá að hugsa um það, Philippe? Ég sver, að ég var það ekki og ég get ekki ímyndað mér, að Péguilin hafi gert sér neinar grillur út af því. Eg varð svo reið við sjálfa mig, þegar ég velti þvi fyrir mér, hvernig svona barnaskapur gat gerzt. Það var bara eitt af þessu, sem gerist í samkvæmum. — Of mikið að drekka, of mikið ábyrgðaríaust hjal, of mikil gremja. Þú varst svo harðbr.iósta, svo skeytingarlaus. Þú lézt eins og Þú vildi ekkert við mig gera, annað en særa mig og ógna mér. Ég hafði gert mig eins fallega og ég gat, án árangurs.... Eg er aðeins kona, Philippe. — Að vera fyrirlitin er það eina, sem engin kona þolir. Það nagar hjarta hennar og eyðileggur alla hennar tilveru. Hún þráir blíðu. Eg var auðvelt herfang fyrir hvern þann, sem vildi vera blíður, eins og Péguilin. Allt, sem hann sagði mér, um það hve fögur augu mín og hörund væru, var eins og að finna brunn með svalandi vatni á eyðimörk. Þar að auki þarfnaðist ég hefndar. — Hefndar? Nei, nú ertu farin að rugla saman hlutverkum. Það var ég, sem þurfti að hefna mín á Þér. Neyddirðu mig ekki til að giftast þér, til að byrja með? —• En ég hef beðið big að fyrirgefa mér. — Þetta var konu líkt! Um leið og þær hafa beðið mann fyrirgefn- inlgar, halda þær að allt sé gott og gleymt. Það skiptir ekki máli, að ég hafði að fullu og öllu orðið eiginmaður þinn undir ógnun. Datt Þér í hug, að Það væri hægt að græða slíkt sár aðeins með Því að biðja um fyrirgefningu? — Hvað annað gat ég gert? —¦ Borgað fyrir Það! hrópaði hann og lyfti hendinni eins og til að slá hana. En hún sá gamansaman glampa í bláum augum hans og brosti. — Það væri velkomin refsing, sagði hún. ¦— Töluvert öðruvísi en steglan og heitar nálar undir neglurnar. —. Ekki stríða mér. Eg ógnaði Þér, Það viðurkenni ég og ég hafði rangt fyrir mér. Ég finn, að hinir óskiljanlegu kyntöfrar Þinir hafa dáleitt mig á sama hátt og veiðimaður glepur fyrir heimskum héra. Hún hló og hallaði höfðinu upp að öxl Philippe. Hann Þurfti ekki annað en að hreyfa höfuðið örlítið til að þrýsta vörum sínum að enni hennar eða augnalokum, en hann gerði það ekki. En hendur hans tóku fastar um mitti hennar og andardráttur hans varð örari. — Svo þú áttir erfitt með að bera skeytingarleysi mitt? Ég hafði á tilfinningunni, að fundir okkar væru þér ógeðfelldir, ef ekki bein plága. Angelique hló aftur. —Ó, Philippe, ef þú hefðir aðeins sýnt minnstu hlýju, hefðu fundirnir orðið mér mjög dýrmætir. Ég hafði geymt svo dásamlegan draum í hjarta mér, siðan daginn, sem Þú tókst í hönd mína og kynntir mig sem „barónessu sorgarklæðanna." Þá Þegar varð ég ástfangin af þér. —¦ Það er hlutverk lifsins.... og svipu minnar.....að eyða draumum. —. Lífið getur byggt Þá aftur og Þú getur lagt svipu Þína til hliðar. Eg hef aldrei afneitað draumum mínum. Jafnvel ekki Þegar við vorum aðskilin, átti ég Þá í leynum hjarta míns. — Varstu að bíða eftir mér? Lokuð augnalok Angelique voru eins og lavanderlitir skuggar á kinn- um hennar. — Ég var alltaf að bíða eftir þér. Hún fann hendur Philippe verða spenntar og titrandi, þegar þær struku yfir brjóst hennar. Hann bölvaði lágt, og hún hló enn einu sinni. Allt í einu hallaði hann sér áfram og kyssti hana á hálsinn. — Þú ert svo falleg, svo fullkomin kona, muldraði hann. ¦— Og ég er ekkert annað en klunnalegur hermaður. — Philippe! sagði hún og leit undrandi á hann. — Hvaða barnaskap- ur er þetta? Vondur, grimmur, ruddalegur, já, en aldrei klunnalegur. Nei, Það viðurkenni ég aldrei, vegna þess að mér hefur aldrei dottið það i hug. Þvi miður hefurðu aldrei sýnt mér, hversu blíður elskhugi þú getur verið. — Það hafa fleiri konur sakað mig um. Kannske hef ég slegið ryki í augu þeirra. Þær hafa viljað fá að trúa Þvi, að maður, sem hafði líkamlega fullkomnun Appollos gæti aðeins svnt----- ofurmannlegt ástarÞrek. Angelique hló hærra, ölvuð af brjálæðinu, sem hvolfdist yfir Þau eins og veiðifálki af himnum. Fyrir fáeinum sekúndum höfðu Þau staðið í deilum, nú voru fingur Philippe önnum kafnir við krókana á blússunni hennar. — Varlega Philippe. 1 almáttugs bænum! Þú mátt ekki rifa blúss- una mína. Það kostaði mig tvö Þúsund écus að láta sauma í hana perlurnar. Maður gæti haldið, að þá hefðir aldrei lært að afklæða kvenmann. — Það er líka bölvaður barnaskapur, Þegar maður Þarf ekki annað en að lyfta pilsunum til að___ Hún lgði fingur á varir hans. — Vertu ekki óheflaður, Philippe. Þú veizt ekkert um ást og þú veizt ekkert um sælu. — Kenndu mér þá. Kenndu mér þá hvað konur eins og þú gera, Þegar Þær bíða eftir elskhuga, sem er fallegur eins og guð. Það var beiskja í rödd hans. Hún sveiflaði handleggjunum um háls hans af heilum hug og hékk Þar, þvi fætur hennar voru of veikir til að halda henni uppi. Hann lagði hana varlega ofan á mjúkt, þykkt teppið á gólfinu. — Philippe, Philippe, muldrði hún. — Heldur þú, að þetta sé staður og stund fyrir slíka lexíu? — Hversvegna ekki? — Á teppinu? — Já, á teppinu! Hermaður er ég og hermaður verð ég. Ef ég get DRUMM UPPÞVOTTALÖGUR ALDREI HEFUR MER LIOID BETUR VID UPPÞVOTTINN! JÁ-ÞAÐ RENNUR AF MANNI FITAN... OG MADUR LOSNAR VID NUDDIÐ- DRUMMER FER SÉRSTAKLEGÁ VEL MEÐ HENDUR YÐAR EITT SPRAUT ÞV>ER ALLA DISKANA \v " * EFNAGERÐ REYKJAVÍKUR H. F, VIKAN 40. tbl. 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.