Vikan

Útgáva

Vikan - 07.10.1965, Síða 39

Vikan - 07.10.1965, Síða 39
ekki tekið mína eigin konu í mínu eigin húsi, er alveg eins gott fyrir mig að hætta að hugsa um kvenfólk. — En ef einhver kæmi inn? •—• Hverju máli skiptir það? Ég vil fá þig núna. Ég finn hversu heit þú ert, hversu reiðubúin þú ert. Augu þín skína eins og stjörnur, varir þínar eru rakar. Hann starði ákafur á rauðar kinnar hennar. —Jæja, litla frænka, nú skulum við leika okkur saman og skemmta okkur, betur en þegar við vorum ung.... Angelique stundi og teygði úr sér i örmum hans. Hún var þess ekki umkomin að berjast á móti eða forðast ástríðuna, sem gagntók þau; þess i stað bauð hún hana velkomna. — E'kki flýta þér, ástin mín, hvíslaði hún. — Leyfðu mér einnig að finna mitt himnariki. Hann greip um hana með ástriðuofsa, fann hana, hreif hana með sér með nýrri forvitni, sem gerði honum í fyrsta sinn ljóst, að hún var kona. Augu hennar lokuðust hægt, þegar hún gaf sig á vald æsku- draumi sínum. Hún var ekki lengur stíf og við munnvik hennar var ekki lengur ögrunin, sem hann hafði svo oft séð. Varir hennar aðskildust, Þegar hún gafst honum, fann hann dulda svörun líkama hennar og naut þess skefjalaust, stutta, logandi eilifð, síðan hneig hann að henni. Hann vissi, að það var þetta, sem hann hafði vantað alla ævi — ástina til hennar og gleðina af henni, viðurkenninguna fyrir þvi, að hungur líkama hans gæti hlotið sína fullnægingu, mettazt að lokum, meðan hún sneri aftur til lífsins með þungu, ástríðufullu andvarpi. — Philippe! Hann hvildi á brjóstum hennar, en huldi andlit sitt. Raunveruleikinn sneri aftur með drungalegum húsgögnum Plessishallarinnar, þegar Angelique vaknaði af dvalanum. Algleymisandartakið hafði verið allt of stutt. Hún þorði ekki að trúa á sína eigin sælu, né heldur vímuna, sem skildi hana eftir skjálfandi og með tárin i augunum. — Philippe! Hún þorði ekki að segja honum, hve vænt henni þótti um þá nær- gætni, sem hann hafði sýnt henni. Hafði hún brugðizt honum? — Philippe! Hann lyfti höfðinu. Andlitssvipur hans var ennþá óræður, en Ange- lique sá samt það, sem hún leitaði að. örlítið bros færðist yfir varir BIFREIÐAEIGENDUR ■—■■■■....... 1 f f T / BENZIN- OG DIESELVELAR BIFREIÐAVERKSTÆÐI HEfÍLlTE stimplar,slífar og hringir ENDURBYGGJUM BENZÍN- OG DIESELVÉLAR RENNUM SVEIFARÁSA BORUM VÉLABLOKKIR PLÚNUM HEDD- OG VÉLABLOKKIR RENNUM VENTLA OG VENTILSÆTI ÚRVAL AF BlFVÉLAVARAHLUTUM I VERZLUN VORRI SENDUM ( PÖSTKRÖFU Þ. JÓNSSON & CO BRAUTARHOLTI 6 - SIMAR 15362 & 19215 - REYKJAVIK þegar andardrátturinn varð örari. Hún var ekki lengur óvinur hans; samvinna hennar færði honum sjálfstraust. Blíðlega og varlega kann- aði hann hana, og með spenningi uppgötvunarinnar varð honum ljóst, að hún leiddi hann að enn meira töfrandi og dularfyllri eftirvæntingu. Von fæddist og óx í honum, eftir því sem munaður hennar jókst. Andar tak hinnar fullkomnu ummyndunar þeirra nálgaðist, andartakið, þegar hann myndi slá á strengi hins æsandi kvenleiks hennar og láta þá hljóma með hinni dýrðlegu tónlist, sem honum hafði fram að þessu verið meinað að heyra. Hann varð að vera þolinmóður, Þetta var svo við- kvæmt og stórkostlegt. Hver hársbreidd af karlmannlegum næmleik hans var á verði, þegar hann nálgaðist takmark, sem ekki hörfaði frá honum. Hann minntist þess, hvernig hún hafði auðmýkt hann og hann hafð ialdrei hatað neina manneskju meira en hana, en þegar hann leit á hana, bólgnaði hjarta hans af framandi, innilokuðum tilfinningum, sem börðust við að komast út. Hvar var nú hin stolta, unga kona, sem einu sinni hafði ögrað honum? Allt í einu fannst honum að hún hörfaði frá honum eins og hrædd og særð vera, með litlum hjálparvana hreyfingum, sem virtust biðja hann um miskunn. Fyrst titrandi en síðan í vaxandi ósjálfræði veltust höfuð þeirra frá einni hliðinni til annarrar, hægt og taktfast, meðan þau runnu hægt hvort írá öðru og náðu hinum dimmu, dúnmjúku hæðum, þar sem tvær verur bráðna í eina. Þegar léttur skjálfti fór um hana, vissi hann að andartakið var í nánd, Þegar hann yrði herra hennar. Hver sekúnda fæxði honum meiri fögnuð, fyllti hann sigurvitund, sem hann hafði aldrei þekkt áður og sigrandi orku, sem var sprottin af vitundinni um sigurlaunin. Hann var sigurvegari í jöfnum leik og verðlaunin höfðu margsinnis verið innan seilingar án þess að hann næði þeim, en nú hafði hann unnið þau með göfugmannlegri hreysti og aðgætni. Hann þurfti ekki lengur að berjast við hana. Hún svignaði í höndum hans eins og sterkur bogi. hans. Hún strauk með einum fingri yfir mjóa yfirskeggið þar sem svitaperlur höfðu hrannazt saman. — Stóri frændi.... Auðvitað hlaut það að gerast. Einhver kom inn. Það var þjónn, sem kynnti tvo gesti — Louvois og föður hans, hinn hræðilega, gamla, Michel de Tellier. Gamli maðurinn missti einglyrnið sitt. Louvois varð eldrauður. Báðir sneru við og flýttu sér burt. Næsta dag gat Louvois ekki á sér setið að segja allri hirðinni frá. — Um hábjartan daginn! Með eiginmanni sínum! Hvernig gátu vonbiðlar og aðdáendur hinnar fögru markgreifafrúr þolað slíka móðgun? Eiginmaðurinn? Keppinautur á heimili hennar! Ást á heimilinu! Með sárri hneykslun endurtók Madame de Choisy um alla ganga Versala: — Um hábjartan daginn.... Um hábjartan daginn! Þegar kóngurinn kom á fætur hlógu hirðmennirnir að þessu. — Konungurinn hló ekki eins mikið og vænta mátti, sagði Péguilin. Og hann var ekki sá eini, sem gat sér þess til, að konungurinn hefði leyndan ama af sögunni. — Hann er afskaplega viðkvæmur um allt varðandi yður, sagði Ma- dame de Sévigné við Angelique. — Hann vill, að yður semji við hinn erfiða eiginmann yðar, en þér þurfið ekki að yfirdrífa tilfinningar yðar í hans garð. Monsieur du Plessis er of ákafur í að Þóknast konungi sínum. Ef til vill kostar það hann ónáð, að hafa ekki skilið, að sumar skipanir þarfnast ekki fullkominnar hlýðni. — Gættu þín á Bræðralagi hins heilaga sakramentis, kæra vinkona, sagði Athénais með slóttugu brosi. — Þeim gezt ekki að svona löguðu. Kafrjóð í kinnum bar Angelique hönd yfir höfuð sér. — Ég sé ekki, hvað Bræðralag hins heilaga sakramentis getur fundið mér til for- áttu. Ef ég má ekki taka á móti atlotum eiginmanns míns undir hans eigin þaki.... Athénais flissaði bak við blævænginn sinn. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, París. Framh. í næsta blað'i. VIKAN 40. tbl. gg

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.