Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 07.10.1965, Qupperneq 40

Vikan - 07.10.1965, Qupperneq 40
Eruð þíð þreytt Það getur verið undir litunum komið Við göngum fram hjá söluborði á torgi. Þar eru hlaðar af glóandi rauðum tómötum, — og einhverra hluta vegna verðum við innilega glöð. Ekki vegna þess að tómatarn- ir eru svo hollir, góðir og fagurlega lagað- ir, heldur vegna þess að þeir eru svona rauðir. Það er ails ekki víst að við höldum sérstaklega upp á rauða litinn, við mundum kannske aldrei ganga í rauðum fötum, eða fá okkur rauð gluggatjöld. Og samt yljar það sálinni að horfa á hlaða af rauðum tóm- ötum. Hversvegna? Það geta verið margar orsakir til þess. Það getur verið að einhverntíma í æsku hafi rauðklæddur jólasveinn komið með kær- komna gjöf. Svo getur líka verið að mamma hafi átt fallega rauða svuntu og að það gæti minnt á hlýlegar móttökur, eftir skóla eða leik. Svo hefir kannske einhver upplifað, ógleymanlegt ástarævintýri undir suðrænni sól, þar sem paprikurnar þroskast og verða að rauðum klessum í heitri sólinni. En við munum ekki lengur eftir jóiagjöf- inni, svuntunni hennar mömmu eða ástinni heitu. Eftir er aðeins hrifnæmi fyrir sér- stöku rauðu litbrigði. Litir hafa mismunandi áhrif. Það er fátt sem hefir eins mikil áhrif á endurminningarnar og iitir. Maður verður glaður og leiður við að horfa á ákveðna liti, hversvegna er manni ekki ljóst. Það getur verið að endurminningarnar hafa áhrif á undirvitundina, sem svo orsakar það að okkur finnst þessi litur eða hinn fallegur. Hver maður á sína uppáhalds liti. En eitt er víst. Litir hafa stórkostleg áhrif á okkur. Horfið bara út um glugga á vordegi, á grænkandi grasið og trjágróðurinn, skraut- lega túlipana og flauelsmjúkt, fjólublátt rökkrið. Það gleður sálina ... Vísindamenn rannsaka... Vísindamenn hafa lengi unnið að rann- sóknum á áhrifum lita á geðblæ fólks. En þetta er flókið rannsóknaefni og ekki mjög langt á veg komið, þótt það sé langt síðan að rannsóknir hófust á því sviði. Forngrikk- ir rannsökuðu t.d. áhrif lita á vissa sjúk- dóma. Það hafa verið gerðar tilraunir og reynsla fengizt fyrir því að við erum stöðugt und- ir áhrifum lita og það hefir líka verið reynt að komast að því á hvaða hátt litirnir hafa áhrif. Árangurinn af þeim rannsóknum er mjög athyglisverður. Ein af þessum tilraun- um var eins og hér segir: Tveir menn, mjög líkir að lunderni voru lokaðir inni, annar í rauðmáluðu og hinn í grænmáluðu her bergi. Þarna voru þeir í klukkutíma. Þegar að þeir komu út var sá sem í rauða herberg- inu sýnilega þreyttari en hinn! Umfram allt er reynt að notfæra sér ár- angurinn af þessum rannsóknum til þess að hafa áhrif á daglegt líf manna. Það er vit- að að ósamstilltir litir, t.d. á skrifstofum skapa óróleika hjá starfsfólkinu, og að það eykur vinnuafköstin, ef réttir litir eru valdir. Litir í sögn og reynd. Oft eru litir látnir tákna þá eiginleika, sem þeir alls ekki hafa. Gult er látið tákna fals og smitun sjúk- dóma. í Bandaríkjunum eru slúður og hneykslisdálkar blaðanna kallaðir „gula pressan". Gular rósir eru tákn afbrýðisemi, — en guli liturinn vekur líka gleði og kátínu. Fyrr á tímum var guli liturinn þjóðarlitur Kínverja, aðeins keisarinn og synir hans máttu bera hann. Guli liturinn. er hollur taugunum, veitir létt hugarástand og hefir örvandi áhrif á andleg störf. f skólastofum fyrir 12 -— 13 ára unglinga hefir það reynzt hafa róandi áhrif að hafa gulan lit á veggj- um. Gult eykur ekki hræðslukennd, eins og sumir vilja halda fram. Appelsínugult er hlýlegur litur og stuðlar að góðum hugdettum. Hann styrkir viljann og gerir menn umburðarlynda. Það er hress- andi litur, en ekki æsandi, þessvegna er hann hollur fólki, sem er í afturbata eftir sjúk- dóma. Það hefir verið prófað að hlýir litir geta orsakað lífeðlisfræðilegar breytingar. T.d. ef hitaveikissjúklingur sem liggur í app- elsínugulu herbergi er fluttur í grænt her- bergi, lækkar hitinn! Rautt er litur syndarinnar og uppreisnar- andans, en hann er líka litur ástarinnar. Rauðar rósir gefum við ekki hverjum sem er. Það hefir verið rannsakað að rautt eyk- ur æðaslög og starfhæfni veitir hugrekki og viljakraft. Purpuralitur er litur valds og tignar. Þessi litur var framleiddur úr það verðmætum efnum, að aðeins þeir auðugu höfðu tök á að eignast hann. Fjólublátt er litur angurblíðu, alvöru og virðugleika. Hann styrkir líka taugarnar, eykur hugmyndaflug og hæfilekann til að kanna nýjar leiðir. Það er litur þeirra sem eru gæddir sköpunarhæfileika. T.d. Wagner, hann hafði fjólublá gluggatjöld í stofunni, þar sem meistaraverk hans urðu til. Leon- ardo da Vinci sagði að vinnuafköst tvöföld- uðust í fjólublárri birtu. Grænt er litur vonarinnar og æskunnar, einnig er hann sagður litur öfundsýkinnar. Fornkonur Egypta máluðu augnlok sín græn, til heiðurs vorgróðrinum. Göthe sagði aug- un hvílast við grænan lit. Græni liturinn er hentugur í skólastofur fyrir 10 — 11 ára böm. Blátt er rómantíski liturinn. Það er talað um hina rómantísku bláklukku. En blátt er iíka litur angurblíðu og trúnaðartrausts. Orð- takð „blátt blóð“ kemur frá suðlægum lönd- um. Þar þótti ekki fínt að vera sólbrúnn. Æðarnar áttu að sjást, bláar gegnum húð- ina. Blátt dregur úr hræðslukennd. Það hef- _____ Framhald á bls. 46. t:.i>=j--i •.r.. Eruö þiö full lífsgleði? Ef til vill hafiö þið keypt rauða flík? Eruð þið róleg og að fullu sátt við tilveruna? Hafið þið fengið ykkur blátt gólfteppi? Eruð þið full sköpunargleði? Hafið þið eignazt fjólublá gluggatjöld? í mörgu stjórnumst við af litum. Vísindin vinna að því að við getum betur notfært okkur áhrif litanna á andlega og líkamlega velferð okkar. VIKAN 40. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.