Vikan

Útgáva

Vikan - 07.10.1965, Síða 41

Vikan - 07.10.1965, Síða 41
 i :V . ■ ' - ' : : : ■ . ■ '■ ■ ■ ■■■■■.■ ■"-■,..■- TRITON-BELCO-ELEGANCE baðherbergissettin eru nú af- greidd hjá okkur af lager og gegn sérpöntunum í úrvali gerða og lita. Þér hafið því ciðcins smekklegt, nýtízku heimili — að TRITON- BAÐ-SETTIÐ sé í húsinu. TRITON-baðsettin eru úr ekta postu- líni með nýtízku formi, enda Vest- ur-þýzk. SIGHVATUR EINARSSON & CO. Skipholt 15, Símar 24133 — 24137. Silfurfigrildig Framhald á bls. 17. getað gert þetta. Það hefur hent aðra. — Ég skil fyllilega, hvernig slíkt gat komið fyrir, sagði ég, — þótt það hefði verið óhugsan- legt áður fyrr. Þá hefði sonurinn verið álitinn hreinn óþokki og þorpsbúarnir hefðu grýtt hann í hel. — Var það svo hér áður? svar- aði röddin. — Ég hef gleymt þeim tímum. Við höfum öll gleymt þeim. Nú höfum við kommúnuna. Þeir létu okkur hafast við í litlu kofunum, þang- að til nýja kommúnubyggingin hafði verið reist, en þeir tóku frá okkur öll eldhúsáhöld. Við vorum neydd til að matast í hinni sameiginlegu matstofu, og konan mín varð ein af sex sem önnuðust matreiðsluna í eldhúsi kommún- unnar. Ég varð að þræla enn meir en áður •—■ á skrifstofunni framan af deginum og við upp- gröftinn síðari hluta dagsins. Á kvöldin urðum við að taka þátt í kommúnufundum fram til klukkan ellefu. En svo ég víki enn að matnum. Við höfðum okk- ar skömmtunarseðla, konan mín og ég, en móður minni var eng- inn matur ætlaður, af því að hún var ekki lengur vinnufær. Ég fór til yfirmannsins, það var ungur maður, liðlega tvítugur, sonur rakarans í þorpinu okkar. Hann hafði gengið í Flokkinn, og líf okkar var í höndum hans. All- ir yfirmennirnir eru ungir og af smábændum komnir. Þeir láta einskis ófreistað til þess að koma sér í mjúkinn hjá yfirmönnum sínum sem þeir óttast. Öll ótt- umst við einhvern. — Móðir yðar verður að vinna, sagði yfirmaðurinn. — Ég sagði honum að hún væri orðin rugluð. Hann svaraði að jafnvel slíkt fólk gæti gert gagn. Hún gæti unnið í barnastofunni, þar sem börnin væru til gæzlu. Svo að ég fór þangað með móð- ur mína og þannig tókst mér að fá handa henni matvælaseðil. Við vorum nú betur stödd en áð- ur, að því er fæði snerti, því að konan mín, sem var ein af mat- reiðslukonunum, gat stundum skotið undan matarögn handa okkur, ens og slíkar konur eru vanar að gera. Hún gat jafnvel vafið svolitlu af hrísgrjónum innan í lótusblað, falið það í vasa sínum og fært mér. Þetta hefði allt getað farið nokkuð vel, hefði ekki viljað svo til að barnaheimilið var einmitt í stóra gamla húsinu okkar, þar sem móðir mín hafði átt heima sem ung kona og móðir. Hún var nú orðin of rugluð til að vita þetta, en samt rámaði hana óljóst í sína fyrri daga í þessu húsi. Vissulega var þar allt ger- breytt orðið. Trén höfðu verið höggvin og garðurinn eyðilagð- ur. Húsið hafði verið notað til margra hluta, fyrst sem aðal- bækistöð flokksins, því næst sem körfugerðarverkstæði, og loks sem hermannaskáli. Nú, er það var orðið barnaheimili, var erf- itt að minnast þess að það hefði eitt sinn verið vistlegt, jafnvel fagurt í sínum sveitastíl. Þú hef- ur séð þannig hús. — Margoft, svaraði ég. — Þau eru á sinn hátt mjög fögur. Þau LIN'CAN Vér höfum óvallt fyrirliggjandi: LIN CAN Grænar baunir, LIN CAN Gulrætur, LIN CAN Blandað grænmeti, LIN CAN Bakaðar baunir, LIN CAN Þurrkaðar grænar baunir, LIN CAN Jarðarber. LIN CAN vörur fást í næstu búS. Heildsölubirgðir: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SÍMI 24120. UN-CAN VIKAN 40. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.