Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 43
eru eins og hluti af jörðirmi sem þau standa á, og þau hafa mót- azt kynslóð fram af kynslóð af sömu fjölskyldunni. Röddin skalf lítið eitt. — Svo var um húsið okkar. Móðir mín, eins og ég sagði, hún mundi ekki, og samt hafði hún ekki gleymt. Sljór heili hennar kom henní til að trúa því að nú væri hún orð- in hin lægst setta meðal þræl- anna í þessu barnmarga húsi, en hún hélt að öll þessi börn til- heyrðu fjölskyldu okkar. Hún fylgdist með forstöðukonunni herbergi úr herbergi og fræddi hana um að eitt sinn hefði hún verið húsfreyja í þessu húsi og að nú ætti hún ekki að verða þar þjónustukona. Hún ætti að njóta fyllstu virðingar og hafa leyfi til að sitja í stól fyrir dyr- um úti í sólskininu og aðrir ættu að færa henni te. Forstöðukonan er ungur kven- maður, sjálf bóndadóttir, og hún varð bæði óþolinmóð og einnig óttaslegin, ekki aðeins vegna þess að móðir mín hafði tilheyrt landeigendastéttinni, heldur einnig sökum þess að hún óttað- ist að sér yrði refsað fyrir, ef gamla konan ynni ekki vel. Henni gramdist að sér skyldi vera ætlað að hafa svo kjána- lega gamla konu sér til aðstoðar. Ég get ekki sagt að hún væri harðneskjufull — aðeins óþolin- móð og hrædd. Allir ungir menn og konur eru þannig núorðið. Þeim er þröngvað til að halda fast áfram. En sérhvað, sem gert er, það er gert á kostnað fólks- ins. Aftur varð löng þögn. — Vinur minn, sagði ég. — Það er orðið mjög áliðið. Röddin byrjaði samstundis. — Samt hefði allt getað bless- azt, hefði ekki viljað svo til einn dag, að komið var með lítinn dreng — fimm ára eða þar um bil — á barnaheimilið og há- grátandi. Hann var veill og sjúk- legur, og jafnskjótt og móðir mín sá hann, varð henni hugsað til sonar síns, sem dáið hafði korn- ungur. Hún tók ástfóstri við þetta barn, og það var hennar stóri glæpur. Hún gat ekki leynt elsku sinni á barninu, og það var hættan mikla fyrir hana. Ást er okkur forboðin. Okkur er kennt að ást sé borgaralegur veikleiki og eyðileggi það sem barnaheimilunum er ætlað að á- orka. Börnin eiga að vaxa upp í vitund um hópinn, ekki um neinn einstakan í hópnum, ekki einu sinni um sjálf sig. Þegar börnin hafa verið á barnaheim- ilinu í um það bil fjögur ár, hafa þau lært það sem kallað er sam- eiginlegt líferni. Þau læra þetta auðveldlega, en stundum hljóða þau minnstu á mæður sínar á nóttinni. Það vandamál hefur enn ekki verið leyst. Ef eldra barn grætur, er hægt að refsa því. Enn sem komið er, hefur vinnan reynzt eina lausnin. Þre- vetra börn reyta illgresi og þau eldri bera grjót. Þau læra söngva sem kenna þeim, hvernig þau eiga að hugsa. Ef einhver óhlýðn- ast, verður hann að vinna auka- lega. Drengurinn sem móðir mín unni var auðvitað eínn af þeim óhlýðnu. Hann hafði aldrei unn- ið neitt, og hann gat ekki látið af því að gráta. Móðr mín reyndi að hjálpa honum að bera steina, en það var bannað, og henni var hótað að hún yrði send burt. Þetta hræddi hana, því að nú var henni farið að þykja ákaflega vænt um drenginn. Hún hélt sér frá honum á daginn, en á nótt- unn læddist hún til hans í myrkr- inu og tók hann í faðm sér. Hún bar hann út í horn í eldiviðar- geymslunni, og þar sat hún með hann, unz hann sofnaði. Þetta var auðvitað allt annað en gott fyrir hann, því að hún gerði hann veiklyndan, þótt hún hugg- aði hann og kæmi honum í gott skap. Hann reyndi enn síður en áður að gera það sem hann átti að gera, og hún sjálf — móðir mín — hún fór að lifa í draum- órum. Hún ímyndaði sér að hún væri aftur orðin hjákona og ætti lítinn son og að allt þetta fjöl- menna þjónustulið hataði þau, svo að hún ætti enga vini — eng- an einasta. Einhvern dag, þegar hún var að sópa gólfið í eldiviðargeymsl- unni, en það var eitt af verk- um hennar, var sem óljós hugs- un hennar skýrðist andartak, og hún minntist þess að í þann tíma, er hún hafði verið hjá- kona, hafði hún eignast fáeina skartgripi, og eitt sinn, þegar uppreisn geisaði, hafði hún í ótta sínum falið þá í skyndi bak við múrstein í vegg og síðan gleymt þeim. Líkt og í svefni reikaði hún nú í áttina að felustaðnum og fann skartgripina eins og hún hafði skilið við þá, nema hvað þeir voru huldir ryki. Þeir voru þrír. Ég veit ekki, hvernig tveir þeirra voru. Þeir hafa sjálfsagt ekki verið verðmætir, annars hefði ég heyrt um þá. En sá þriðji var verðmætur. Það var fiðrildi úr silfurvíravirki og sett smáperlum. Verkið var mjög vandað^ Ég sá þennan grip með eigin augum, þegar hún var á- kærð. Hún tók fiðrildið og faldi það í barmi sér. Allt kom þetta fram fyrir réttinum. Daginn eftir vildi það til að drengurinn skar sig í höndina. Skurðurinn var mjög djúpur. Ég sá það einnig við rannsóknina. Hann hafði skorið sig í lófann. Honum hafði verið fenginn beitt- ur hnífur til að grafa upp ill- gresi. Það hafði ekki komið regn- dropi úr lofti vikum saman, og jörðin var grjóthörð. Hnífurinn rann til í greip hans, þegar hann ætlaði að taka fast um skaftið. Það var farð með hann í sjúkra- Norska sportgarnið Ss^^íSSftíHSööl (PÉTIÍR GAUTUR) Falleg mynztur Fallegir litir Garnið fæst aðeins hjá okkur VIKAN 40. tW. 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.